Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Kveðja frá Gautaborgar- saumaklúbbnum. Nú hefur hún Guðlaug vinkona okkar kvatt þennan heim, allt of fljótt. Á sorgarstundu sem þess- ari er gott að geta yljað sér við góðar minningar um ómetanleg- ar samverustundir. Við vorum ungar þegar við kynntumst, allar við nám í Gautaborg í Svíþjóð. Þetta voru mikil mótunarár í lífi okkar. Við ætluðum okkur stóra hluti, allar í námi þar sem áhersla var lögð á að kenna okkur til verka við að breyta og bæta og helst að bjarga heiminum. Þar sem stórfjölskyldur okkar flestra voru víðs fjarri urðu samskipti okkar mikil og við leituðum hver til annarrar í gleði og sorg. Það var alltaf gott að leita til þeirra Guðlaugar og Þorsteins, þau voru nokkrum árum eldri og öllu ráð- settari en við hin og heimili þeirra stóð okkur opið. Eftir að heim var komið héldum við hópinn og stofnuðum saumaklúbb. Það var ómetanlegt að hitta Gautaborg- arhópinn, ræða þjóðmálin og rifja upp gamlar minningar. Guðlaug var einstaklega jákvæður ein- staklingur og var alltaf tilbúin til að veita hjálparhönd. Henni var mikið í mun að bæta hag þeirra sem minna máttu sín, enda helg- aði hún líf sitt starfi í þágu þeirra sem þörfnuðust aðstoðar. Hún hafði ákveðnar skoðanir og sat ekki á þeim. Hún vissi hvað þurfti til að breyta aðstæðum til hins betra og umræðurnar í klúbbnum okkar voru oft fjörugar. Við fylgdumst með börnum hver ann- arrar vaxa úr grasi og skiptumst á reynslusögum af ömmuhlut- verkinu. Guðlaug var stolt af börnunum sínum og barnabörn- um og naut þess að vera sem mest með þeim. Nú er komið að kveðjustund. Við minnumst mætrar konu og góðrar vinkonu af virðingu og þökk. Við sendum Þorsteini, Magnúsi, Helga, Sigrúnu og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bryndís, Elín, Ester, Ólína, Sigríður, Sigrún, Sigurveig, Snjólaug og Unnur. Guðlaug Magnúsdóttir ✝ GuðlaugMagnúsdóttir var fædd í Vík í Mýrdal 29. janúar 1948. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 18. des- ember 2014. Útför Guð- laugar fór fram frá Hallgríms- kirkju 30. desem- ber 2014. Kveðja frá Söngfélagi Skaftfellinga Það er með sökn- uði og trega sem við í Söngfélagi Skaft- fellinga kveðjum Guðlaugu Magnús- dóttur, söngfélaga okkar. Hún var sópran í kórnum um árabil en vegna veik- inda söng hún ekki með okkur í vetur. Var þó búið að ákveða að hún yrði með okkur eft- ir áramót ef heilsan leyfði. Það átti ekki að verða. Guðlaug var einstaklega jákvæð og velviljaður félagi. Söngfélagið var henni kært og hún var mjög virk í að hvetja okkur til dáða. Hún hafði fallega sópranrödd og hafði mikinn metn- að fyrir hönd kórsins. Við kór- félagar hennar kölluðum hana stundum móður kórsins vegna þess að við vorum þó nokkrir söngfélagar sem hún hafði fengið til liðs við kórinn með góðum ár- angri. Guðlaug leitaði söngfélaga bæði á gömlum æskuslóðum í Vík í Mýrdal, meðal vinnufélaga og í hópi gamalla námsfélaga í Gauta- borg. Saman höfum við átt ógleymanlegar samverustundir á æfingum og söngferðalögum víða um land. Síðastliðinn vetur var hún áfram um það að kórinn tæki til flutnings ljóðið, Þó þú langför- ull legðir eftir Stephan G. Steph- ansson og var það gert að hennar beiðni og ljóðið sungið á tónleik- um. Nú er komið að kveðjustund og Guðlaug lögð upp í þá langferð sem við eigum öll fyrir höndum. Við þökkum af hlýhug vinskapinn og samfylgdina í Söngfélagi Skaftfellinga og sendum Þorsteini og fjölskyldunni innilegar samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu Guðlaugar Magnúsdóttur. F.h. Söngfélags Skaftfellinga, Sveinn Hjörtur Hjartarson. Á aðventunni bárust þær sorg- legu fréttir að Guðlaug, vinkona okkar og samstarfskona, væri fallin frá. Það var afar þungbært að fá þær fréttir þó að aðdragand- inn hefði verið nokkur. Það verður mikill missir að þessari reyndu baráttukonu fyrir velferð barna. Á þeim árum sem ég hef unnið með Guðlaugu í barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur aðkoma hennar ætíð verið öðrum til fyrirmyndar og það var hreinlega ómetanlegt að geta leit- að í þekkingu hennar og reynslu í þessum erfiða málaflokki. Störf hennar hafa alla tíð verið fag- mannlega unnin og einkennst af skynsemi í bland við hlýja og al- úðlega nálgun. Við vinir hennar munum sakna vinkonu, sem var einstök manneskja og góður vin- ur. Hugur okkar í barnaverndar- nefnd og starfsmanna Barna- verndar Reykjavíkur er hjá Þor- steini og fjölskyldu Guðlaugar á þessum erfiðu tímum. Við sendum þeim innilegar samúðarkveðjur. Þórir Hrafn Gunnarsson, formaður barnavernd- arnefndar Reykjavíkur. Í ágústmánuði í fyrra sagði Guðlaug okkur frá því á fundi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar að hún hefði greinst með krabba- mein í brisi. Okkur setti hljóð við þessi alvarlegu tíðindi því við viss- um sem var, að baráttan gæti orð- ið tvísýn. Á litlum vinnustað þar sem einungis starfa fjórar mann- eskjur skiptir hver og einn svo óendanlega miklu máli. Guðlaug tók þessum fregnum af ótrúlegu æðruleysi. Það lýsir henni vel þegar hún sagði að mesti kvíðinn væri fólginn í því að segja börnum og barnabörnum fréttirnar. Sjálf sagðist hún finna fyrir þakklæti fyrir það góða líf sem hún hefði átt, hún vissi ekki hvað hún ætti langan tíma en hún ætlaði sér svo sannarlega nýta hann vel. Hún stóð fyllilega við þau orð sín.Þau skipti sem ég hef hitt Guðlaugu á árinu hefur henni verið ofar í huga velferð fjölskyldunnar en eigin veikindi. Við hittumst fyrir tilvilj- un á Skólavörðustígnum í byrjun desember. Við föðmuðumst. Það var okkar kveðjustund. Á vinnustað var Guðlaug gleði- gjafi. Gaman var að drekka morg- unkaffið með henni, slúðra um nýjustu kjaftasögur og ræða póli- tík. Guðlaug var mikil jafnaðar- manneskja, bar hag þeirra sem minna máttu sín jafnan fyrir brjósti, vildi jafnrétti, bræðralag og réttlátari skiptingu þjóð- arauðsins. Þannig var hún einnig ákafamanneskja í því að hjálpa öðrum. Sem dæmi um ákafa Guð- laugar þá átti hún einu sinni von á ungum manni í viðtal. Á tilsettum tíma birtist ungur maður sem tók stefnuna á eldhúsið hjá okkur og ætlaði greinilega út á svalir. Guð- laug var snögg að vanda, greip um handlegg mannsins og bauð inn til sín í viðtal, sagði að það væri hún sem hann ætti tíma hjá. Það mun hafa liðið töluverður tími þar til maðurinn gat greint frá því að hann hefði verið sendur til okkar til að þvo gluggana. Engar efa- semdir eru í mínum huga um að hann hafi farið ríkari af fundi þeirra. Á námstefnu fjölskylduþerap- ista í Skálholti fyrir nokkrum ár- um fékk ég það hlutverk að taka viðtal við Guðlaugu þar sem við ræddum um hvað bæri að leggja áherslu á í meðferðarstarfi. Guð- laug sagði meðal annars að það skipti svo miklu máli að halda út með fólki, að hafa sjálfur trú á að fólk geti breytt lífi sínu til góðs og að þykja vænt um fólk. Þetta voru þeir þættir sem hún hafði að leiðarljósi í starfi. Fólk sem ég hef heyrt í, vinir og kollegar Guðlaugar, hafa verið á einu máli um að Guðlaug hafi verið manneskja sem hafi ein- hvern veginn komið við hjartað í manni, snert þar strengi sem gerðu hana svo minnisstæða og sérstaka. Það er erfitt að kveðja. Sér- staklega þegar brottförin er ótímabær. Einhvern veginn er það svo að okkur er ætlaður mis- langur tími á þessari jörð. Sama dag og ég fékk þær fregnir að Guðlaug hefði kvatt þennan heim fæddist lítill drengur í minni fjöl- skyldu, sonarsonur. Það leiðir óneitanlega hugann að hringrás lífsins, einn kemur þá annar fer. Við hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar sendum Þorsteini, börnum, barnabörnum og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur við brottför Guðlaugar okkar. Guð blessi minningu hennar. Rannveig Guðmundsdóttir. Guðlaug var kær kollegi með hjartað á réttum stað og fæturna á jörðinni. Við unnum saman á Félagsmálastofnun Reykjarvík- urborgar í Vonarstræti 4. Þar myndaðist náið samfélag og við bundumst sterkum vináttubönd- um. Hópurinn kom úr ólíkum átt- um, utanlands og innan. Þetta var í lok sjöunda áratugarins og bæði pólitískur og faglegur metn- aður fyrir því að byggja upp vel- ferðar- og barnaverndarþjón- ustu. Þetta gat verið átakasöm vinna í mikill nálægð við mann- eskjur sem lífið brosti ekki alltaf við. Þarna birtust eiginleikar Guðlaugar skýrt, innsæi hennar, samkennd, og ekki síst glettni hennar, hæfni til að greina og skyggnast undir yfirborð í því flókna samhengi hlutanna sem oft var á ferð. Eftirminnilegust er þó kímni hennar, léttleiki og hæfileikinn til að sjá hið broslega í alvörunni. Hún lét sig varða bæði þjóðfélagsmál og heimsmál og var virk í kvennahreyfingum. Hún var ákaflega traust og gott að eiga vináttu hennar og trúnað. Samræðurnar við hana ein- kenndust af dýpt og hlýju. Við fundum glöggt hve fjöl- skyldan var henni mikils virði. Þangað sótti hún styrk og inn- blástur og miðlaði því til okkar hinna á skemmtilegan hátt sem stendur okkur lifandi fyrir hug- skotssjónum. Kæri Þorsteinn, Helgi, Magn- ús, Sigrún og fjölskyldur. Hugur okkar er með ykkur á þessari stundu. Anni, Áshildur, Guðrún, Gunnar, Sigrún M og Sigrún Ó. Móður minni þótti undurvænt um hann Bjarna, yngsta bróð- ur sinn, og það leyndi sér aldrei þegar hún talaði um hann. Þessi elska móður minnar til Bjarna frænda hefur sjálfsagt nokkuð mótað viðhorf mín til hans í bernsku en kynni mín af honum þá og síðar hafa öll styrkt þá sömu tilfinningu hjá mér. Ég er ekki einn þeirra sem muna mjög æskudaga sína en ansi margt af því sem ég man tengist Bjarna frænda. Þegar foreldrar mínir bjuggu á Ásvallagötu fór ég einhverju sinni einn að heimsækja Bjarni Jónsson ✝ Bjarni Jónssonfæddist 23.10. 1927. Hann lést 13.12. 2014. Útför Bjarna fór fram 30.12. 2014. Bjarna frænda á Tjarnargötu þar sem hann bjó. Þegar ég kom þangað var hann að fara austur að Þingvöllum með Hólmfríði sem þá var kærasta hans. Ég hef trúlega verið eitthvað leiður en var umsvifalaust tekinn með og þessi dagur er ljúf endur- minning sem er mér kær og ég mun ávallt eiga. Bjarni og Þorgrímur bróðir hans, sem ávallt var kallaður Buddi, eru í minningunni órjúfan- lega tengdir jólunum. Þeir söfn- uðu gjarnan saman jólagjöfum og komu síðan heim til okkar með þær á aðfangadag. Það fylgdi þeim gleði og græskulaust sprell og finn ég enn indæla vindlalykt þegar ég rifja upp þá góðu daga. En Bjarni var ekki bara skemmtilegur og fyndinn heldur var hann líka gáfaður og fjöl- menntaður maður sem hikaði aldrei við að láta skoðanir sínar í ljós. Hann þoldi ekki óréttlæti og græðgi og gat orðið mjög afdrátt- arlaus og skorinorður þegar slíkt barst í tal. Hann tók ávallt mástað þeirra sem minnst máttu sín og þá var hann eins og þau systkini öll einstakur dýravinur og fátt þoldi hann verr en illa meðferð á dýr- um. Þegar við Kristján bróðursonur hans heimsóttum Bjarna skömmu fyrir andlát hans spurði hann okk- ur kersknislega hvort við værum komnir til að kveðja. Okkur frændum vafðist nokkuð tunga um tönn en síðan spjölluðum við lengi saman og var þetta var góð og eftirminnileg stund sem við frændur áttum þar með honum. Við rifjuðum upp kynni okkar af Ólafíu og Magnúsi í Hörðudal, því góða fólki sem öllum þótti vænt um, er þeim kynntust. Sögur af Magnúsi sem var slíkur dýravinur að sagt var að kálfurinn, heimaln- ingurinn, hundurinn og kötturinn hefðu elt hann í halarófu er hann gekk til starfa sinna. Þá rifjuðu þeir frændur mínir upp sögur frá Djúpavík en þar hafði Bjarni unn- ið eitt sumar. Bjarni sinnti starfi verslunarþjóns en vegna mikilla umsvifa var rekin verslun þar við síldarstöðina. Verslunarstjórinn var stundum vant við látinn og kom því rekstur verslunarinnar stundum alveg í hlut Bjarna. Norðmenn voru við síldveiðar og leituðu til Djúpavíkur til að sækja kost. Annaðist Bjarni þau við- skipti tíðum bæði vegna tungu- málakunnáttu sinnar og fjarveru verslunarstjórans. Kölluðu Norð- mennirnir hann því Herr faktor og þótti honum það virðuleg staða. Ég kveð hann Bjarna frænda minn með söknuði og sorg í huga en ég veit að þegar frá líður og sorgin sefast þá mun ljúf minning um þennan fallega og góða frænda minn ávallt vekja gleði í brjósti mínu. Jón B. Jónasson.Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson STOFNUÐ 1996 STOFNUÐ 1996 ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, KARL ELÍAS KARLSSON, lést á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði föstudaginn 26. desember. Útför hans verður gerð frá Þorlákskirkju laugardaginn 3. janúar kl. 14.00. Guðfinnur Karlsson, Jóna Kristín Engilbertsdóttir, Jón Karlsson, Karl Sigmar Karlsson, Guðrún Sigríks Sigurðardóttir, Erla Karlsdóttir, Þórður Eiríksson, Kolbrún Karlsdóttir, Sigríður Karlsdóttir, Jóhann Magnússon, Halldóra Ólöf Karlsdóttir, Svavar Gíslason, Jóna Svava Karlsdóttir, Sveinn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GRÉTA MOLANDER, Sóleyjarima 17, Reykjavík, lést á Landspítala sunnudaginn 28. desember. . Benedikt Halldórsson, Agnieszka Kochaniewicz, Hilmar Halldórsson, Hörður Halldórsson, Emilía B. Sveinsdóttir, Þorsteinn Halldórsson, Halldór Rósi Guðmundsson, Hólmfríður Marinósdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, Hafdís Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær faðir okkar, ÓLAFUR DAVÍÐSSON, Sandgerði, lést á Þorkláksmessu 23. desember á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Keflavík. Útför hans fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði miðvikudaginn 7. janúar kl. 13.00. . Sævar Ólafsson, Signý Ólafsdóttir, Elín Ólafsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Sigurlína Ólafsdóttir, Marteinn Ólafsson, Ingibjörg Þ. Ólafsdóttir, Davíð Þór Ólafsson, Ólafur Þór Ólafsson og fjölskyldur. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, BJARNI MARTEINN SIGMUNDSSON, Suðurbraut 1, Hofsósi, lést á heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki föstudaginn 26. desember. Útförin fer fram frá Hofsóskirkju laugardaginn 3. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Unnur Jóhannesdóttir. ✝ Faðir okkar, stjúpi, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR ÞORLEIFSSON, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, mánudaginn 22. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 6. janúar kl. 13.00. Matthildur Guðmundsdóttir, Gísli Guðmundsson, Sigríður Matthíasdóttir, Þorleifur Guðmundsson, Hrefna Einarsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Einína Einarsdóttir, María Jónasdóttir, Sverrir Jónsson og afabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.