Morgunblaðið - 31.12.2014, Side 59

Morgunblaðið - 31.12.2014, Side 59
til þess að ég varð að staldra við, end- urmeta líf mitt og taka síðan stefn- una með hliðsjón af breyttum for- sendum. Þetta gerði ég og er mjög sátt við þá stefnu sem ég tók. Ég gaf mér tíma til að ná mér eftir veikindin og safna kröftum, er nú við góða heilsu og á fullu í spennandi og afar gefandi verkefnum þar sem mér finnst framlag mitt skipta máli. Ég var framkvæmdastjóri skrif- stofu UN Women í Afganistan frá því í nóvember 2011 til ársloka 2013 en UN Women vinnur með stjórn- völdum og almennum félagasam- tökum að því að bæta stöðu kvenna og auka jafnrétti kynjanna. Starfið í Afganistan var mjög krefjandi en feikilega lærdómsríkt og ég varð mjög hrifin af landi og þjóð. Í janúar 2013 tók ég svo við starfi svæðisstjóra UN Women í Evrópu og Mið-Asíu á nýstofnaðri aðal- skrifstofu samtakanna í Istanbúl. UN Women er með starfsemi í 12 löndum á þessu svæði og skrifstofan í Istanbul hefur yfirumsjón með stefnumótun og starfi allra lands- skrifstofanna sem eru aðallega í Mið- Asíu, á Balkanskaganum og á Kákas- us-svæðinu. Jafnrétti kynjanna á enn langt í land í þessum löndum og stuðningur okkar getur skipt sköp- um fyrir fjölda kvenna og barna í ná- inni framtíð. Þetta er því líklega eitt mikilvægasta verkefni sem ég hef tekist á við.“ Fjölskylda Ingibjörg Sólrún giftist 29.7. 1994 Hjörleifi Sveinbjörnssyni, f. 11.12. 1949, þýðanda. Hann er sonur Svein- björns Einarssonar, f. 24.4. 1919, d. 22.3. 2013, kennara og k.h., Huldu Hjörleifsdóttur, f. 13.7. 1925, hús- freyju. Synir Ingibjargar Sólrúnar og Hjörleifs eru Sveinbjörn, f. 26.1. 1983, vinnur við handritsgerð og leið- sögn ferðamanna, og Hrafnkell, f. 10.11. 1985, hagfræðingur í sambúð með Þyri Huld Árnadóttur dansara. Systkini Ingibjargar Sólrúnar eru Kristinn Hilmar, f. 25.11. 1945, vél- stjóri í Reykjavík; Halldóra Jenný, f. 14.11. 1947, kennari í Reykjavík; Kjartan, f. 9.7. 1950, rekstrarstjóri hjá Reykjavíkurborg; Óskar Sveinn, f. 26.9. 1951, stýrimaður og verk- stjóri í Reykjavík. Foreldrar Ingibjargar Sólrúnar voru Gísli Gíslason, f. 30.11. 1916, d. 23.10. 2006, verslunarmaður í Reykjavík, og k.h., Ingibjörg J. Níelsdóttir, f. 23.2. 1918, d. 11.6. 2013, húsfreyja. Úr frændgarði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ingibjörg Kristmundsdóttir húsfr. Ívar Jóhannesson sjóm. á Skeggjastöðum Halldóra Ívarsdóttir húsfr. á Kóngsbakka Níels Sveinsson b. á Kóngsbakka Ingibjörg J. Níelsdóttir húsfr. í Rvík María Ólafsdóttir húsfr. á Skagaströnd Sveinn Guðmundsson sjóm. á Skagaströnd Jón Ólafsson b. á Másstöðum Bjarni Guðmunds. b. í Önundarholti í Flóa Guðmundur Bjarnason b. í Önundaholti Matthías Einarsson b. á Miðfelli í Hrunam.hr. Steinunn Matthíasd. húsfr. á Skarði í Gnúp- verjahr. Matthías Jónsson b. á Fossi í Hrunam.hr. Jón Magnússon b. í Eystri-Meðalholtum í Flóa, af Bergsætt Kristín Jónsdóttir húsfr. á Haugi Gísli Brynjólfsson þjóðhagasmiður á Haugi í Gaulverjabæ Gísli Gíslason verslunarm. í Rvík Valgerður Guðmundsdóttir húsfr. á Sóleyjarbakka Brynjólfur Einarsson hreppstj. og dbrm. á Sóleyjarbakka, af Kópsvatnsætt Haraldur Matthíasson íslensku- kennari á Laugarvatni Steinunn Matthíasdóttir húsfr. á Hæli Gestur Steinþórsson skattstjóri Ólafur Örn Haraldsson landfræð- ingur og fyrrv. alþm. Haraldur Örn Ólafsson pólfari Guðmundur Guðmunds. forstj. í Víði Bjarni Guðmunds. læknir Guðný Hannesd. húsfr. í Stokks- eyrarseli Guðrún Gíslad. húsfr. á Eyrar- bakka Kristín Hannesdóttir húsfr. í Eystri-Meðalholtum, frá Kaldaðarnesi, af Bergsætt Sigurjón Ólafsson myndhöggvari Gísli Ólafsson bakara- meistari í Rvík Erlingur Gíslason leikari Benedikt Erlingsson leikstj. Ingibjörg J. Ólaf- sson aðalfrkv. stj. KFUM á Norðurlöndum Halldór Jónsson trésmiður í Rvík Guðrún J. Halldórsdóttir alþm. og forstöðum. Námsflokka Reykjavíkur Rósa Ívarsdóttir húsfr. á Marðarnúpi í Vatnsdal. Þórhildur Guðjónsdóttir héraðsskjalavörður á Blönduósi Arngrímur Ísberg héraðsdómari í Rvík ÍSLENDINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Gamlársdagur 85 ára Emma Gústavsdóttir 80 ára Auður Jónasdóttir Elísabet Jónsdóttir Guðbjörg Benediktsdóttir Guðrún M. Bjarnadóttir Kristín Sigurjónsdóttir Sigríður Erla Haraldsdóttir 75 ára Alda Finnbogadóttir Hólmar Bragi Pálsson Ólöf Hallbjörg Árnadóttir Ruth Fjeldsted 70 ára Ásbjörn Þorgilsson Gylfi Þorsteinsson Halla Kjartansdóttir Ingibjörg Vermundsdóttir Jóna Gréta Magnúsdóttir Leifur Ragnarsson Þórður Guðjón Kjartansson Örn Steingrímsson 60 ára Guðríður Egilson Hannes Sölvi Valsson Kristján Guðlaugsson Lena Kristbjörg Poulsen Ragnar Ásbjörn Guðmundsson Þórður Sverrisson 50 ára Álfheiður Birna Þórðardóttir Bergur Pálsson Dagrún Pálsdóttir Guðrún Hrönn Stefánsdóttir Heiðdís Björk Baldursdóttir Hrefna Gunnarsdóttir Iwona Ewelina Kapszukiewicz Jón Pálmi Pálsson Jón Örn Sigurðsson Ólöf Margrét Ragnhildardóttir Ragnhildur Anna Gunnarsdóttir Sæþór Árni Hallgrímsson 40 ára Aðalheiður E. Bjarnleifsdóttir Angelika Ingrid Hofer Hermann Karlsson Hjördís Lóa Ingþórsdóttir Margrét Indíana Guðmundsdóttir Mariusz Sylwester Szlachetko María Gísladóttir Sif Ólafsdóttir Viðar Ingi Pétursson 30 ára Agnieszka Zeligowska Eva Ósk Kristjánsdóttir Hulda Bjarnadóttir Pétur Oddbergur Heimisson Stefanía L. Stefánsdóttir Waage Þorsteinn Óli Borgarsson Nýársdagur 90 ára Jóhanna Margrét Eysteinsdóttir Jón Ólafsson 85 ára Ásmundur Þórarinsson Elísa Jónsdóttir Ingvi Rafn Jóhannsson Jóhannes Ingvar Björnsson 80 ára Ívar Júlíusson Rósa Sigríður Lúðvíksdóttir Sigrún Óskarsdóttir Vignir Daníel Lúðvíksson 75 ára Árni Guðmundsson Ingvi Hraunfjörð Ingvason Jón Atli Jónsson Sverrir Már Sverrisson 70 ára Ársæll Árnason Guðmundur Sigurðsson Guðrún Karlsdóttir Jeanne Miiller Sigríður Eygló Antonsdóttir Sigríður Hera Ottósdóttir Sigrún Hákonardóttir Snjólaug Bragadóttir 60 ára Elzbieta Krystyna Elísson Guðný Sveinsdóttir Heiðar Egilsson Hólmfríður S.R. Jónsdóttir Hrönn Egilsdóttir Hulda Guðmunda Kjærnested Janina Alicja Karcz Jónína Margrét Líndal Margrét Rós Erlingsdóttir Pétur Andersen Ragnheiður Alfreðsdóttir Sonia Canada Aratea 50 ára Ari Björn Thorarensen Árdís Dóra Óskarsdóttir Brynjólfur Þórsson Eva Christina McNair Guðrún Íris Guðmundsdóttir Hildur Halldórsdóttir Khadija Ait Youssef Kristinn Sigvaldason Runólfur Ólafur Gíslason Sigríður Rósa Valgeirsdóttir Tahani Alhafiz Þórarinn Friðriksson 40 ára Björgvin Pálmar Jónsson Helga Ólafsdóttir Jóhanna Björk Gísladóttir Margaret Barbara Unger Masood Kharoti Sigríður Guðmunda Ólafsdóttir 30 ára Benjamin Pierre Emile Terdiman Brynjólfur Anton Sandholt Dagmar Anna Pétursdóttir Einar Bjarni Sigurpálsson Gunnar Friðrik Eðvarðsson Hildur Árnadóttir Katrín Árnadóttir Magnús Breiðfjörð Guðmundsson Mehmet Can Sik Orri Morthens Páll Þráinsson Ragna Kristín Gunnarsdóttir Rakel Tanja Bjarnadóttir Til hamingju með daginn Valgerður Tómasdóttir hefur varið doktorsritgerð sína í líf- og lækna- vísindum. Ritgerðin ber heitið „Áhrif fiskolíu í fæði á byrjunar- og lausn- arfasa vakamiðlaðrar bólgu“ („The effects of dietary fish oil on the induction and resolution of antigen- induced inflammation“). Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur dempa byrjunarfasa bólgu en áhrif þeirra á hjöðnun bólgu hafa ekki verið skoðuð. Auk þess er lítið vitað um áhrif ómega-3 fjölómettaðra fitusýra á sérhæfða ónæmiskerfið í bólguferlinu. Doktorsritgerðin fjallar um áhrif fiskolíu í fæði músa á byrjunar- og hjöðnunarfasa bólgu og á sérhæfða ónæmiskerfið í vakamiðlaðri kviðar- holsbólgu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að í byrjunarfasa bólgunnar fækkaði fiskolía í fæði fjölda neutrófíla í kviðarholi, stytti hjöðnunarbilið og lækkaði styrk bólguhvetjandi boð- efnanna G-CSF og IL-6 og flakkboð- anna CXCL1 og CCL11 í kviðarhols- vökva. Í hjöðnunarfasanum jók fiskolía í fæði styrk bólguhaml- andi boðefnisins TGF-ß og boð- efnaviðtakans sIL-6R í kviðar- holsvökva og tjáningu á D6 og CCR7 á kviðar- hols-makrófög- um. Í síðbúnum hjöðnunarfasa jók fiskolía í fæði fjölda eosínófíla og CD138 jákvæðra makrófaga í kviðar- holi. Fiskolía í fæði hafði einnig áhrif á sérhæfða ónæmissvarið með því að auka fjölda T- og B1-frumna í kviðarholi, auka fjölda IgM jákvæðra frumna í milta og hækka styrk mBSA sértækra IgM mótefna í sermi. Niðurstöðurnar benda til þess að fiskolía í fæði hafi dempandi áhrif á bólgusvar í vakamiðlaðri bólgu en auki virkni hjöðnunarfasans. Að auki benda niðurstöðurnar til þess að fiskolía auki B1-frumusvar og geti því mögulega aukið vörn gegn endurteknum sýkingum. Valgerður Tómasdóttir er fædd árið 1979, lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1999, BS-prófi í sameindalíffræði frá Háskóla Ís- lands árið 2003 og MS-prófi í líftækni frá Háskólanum í Lundi árið 2005. Hún starfaði hjá lyfjaþróunardeild Íslenskrar erfðagreiningar frá 2006- 2008. Valgerður hóf doktorsnám við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2008 og hefur starfað sem verkefnastjóri og sérfræðingur í Lyfjaupplýsingadeild á Skráningarsviði Actavis frá árinu 2012. Valgerður er dóttir hjónanna Tóm- asar Á. Einarssonar og Elísabetar Benediktsdóttur. Eiginmaður Valgerðar er Hörður Bjarnason og eiga þau þrjú börn, Tómas Helga, Ísabellu Helgu og Maríu Björt Doktor í líf- og læknavísindum . Doktor Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.