Fréttablaðið - 28.08.2015, Side 2

Fréttablaðið - 28.08.2015, Side 2
 FRÁBÆRT GRILL Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið til kl. 16 á laugardag • Orka 8 KW = 27.300 BTU • 2 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • Stór postulínsemaleruð efri grind • PTS hitajöfnunarkerfi sem skapar einstaklega jafnan hita • Kveiking í báðum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok m. mæli • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu - 4 hjól • Grillflötur: 46 x 44 cm • Stærð: BxHxD 123/79 x 121 x 55 cm * Yfirbreiðsla fylgir í takmarkaðan tíma Er frá Þýskalandi FULLT VERÐ 79.900 69.900 Sérsnið in yfirbre iðsla að verð mæti kr.5.99 0,- fylgir* Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is Niðurfellanleg hliðarborð Veður Áfram hvöss norðanátt norðvestan- og vestanlands í dag, en dregur úr vindinum þegar líður á daginn. Annars staðar hægari norðlæg átt og víða rigning, þar á meðal úrhelli á Ströndum. Sunnan- og suðvestanlands er hins vegar útlit fyrir léttskýjað sumarveður. Kólnar vel fyrir norðan og vestan, en áfram hlýjast sunnanlands með hita upp í 17 stig. Sjá Síðu 24 MenntaMál „Það er svo erfitt að byggja upplýsta umræðu á sölutölum á nýjum bókum þar sem skiptibóka- markaðir fara fram mikið innan nemendafélaganna. Auk þess eru Facebook-grúppur þar sem bækur ganga kaupum og sölum,“ segir Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Fréttablaðið fjallaði í vikunni um áhyggjur kennara við skólann af því að einungis 40% nemenda við skól- ann keyptu skyldulesefni sitt nýtt frá Bóksölu stúdenta. „Ég tel að áður en við förum að bregðast við eða kalla þetta yfirborðsnám eða hvað sem við viljum segja eigum við að spyrja nem- endur hvort þeir útvegi sér náms- efnið,“ segir Aron. „Mér finnst að við verðum að afla fleiri gagna til að geta lýst yfir neyðar- ástandi vegna þessa. Það eru léleg akademísk vinnubrögð að fókusera bara á þennan hluta,“ bætir hann við og segir að til þess að tryggja að nem- endur séu með skyldulesefni gæti verið snjallt að auka símat og vinna fleiri verkefni upp úr námsefninu. „Í fyrsta lagi er kannski rétt að taka fram að sölutölur Bóksölunnar eru ekki nægur grunnur til að álykta um hverjir kaupa hvaða bækur og hvort þeir lesi þær,“ segir Nanna Elísa Jak- obsdóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). „Hins vegar er staðreyndin sú að þegar kemur að sumum fögum er bókakostnaður svimandi hár, hann hleypur oft á tugum þúsunda,“ bætir hún við. „Það veldur oft kvíða á haustin og eftir jól því bókalánið hjá LÍN er einfaldlega ekki í samræmi við raun- kostnað,“ segir Nanna. Hún segir nemendur þá leita ódýr- ari leiða til að koma höndum yfir námsefnið. Meðal annars með því að kaupa notaðar, eldri bækur, sem hún segir oft nánast alveg eins og fyrri útgáfur. „Það sýnir ekki slæmar námsvenjur eða yfirborðslærdóm að bjarga sér með öðrum leiðum,“ segir Nanna og skorar LÍS á skólayfirvöld og kennara að íhuga stöðu nemenda þegar námskeið eru undirbúin. María Dóra Björnsdóttir, deildar- stjóri náms- og starfsráðgjafar hjá skólanum, segir allar líkur á að nem- endur kaupi eða fái lánaðar náms- bækur frá öðrum nemendum. „Síðan heyrir maður af og til að þau séu dugleg að hala niður bókum. Að verða sér úti um þær á einn eða annan hátt á netinu,“ segir María. Hún segir að Bóksala stúdenta muni halda úti skiptibókamarkaði á næstunni í fyrsta skipti í fimmtán ár og geti nemendur þá nálgast ódýrari bækur þar. „Ég er ekki viss um að töl- urnar um sölu á nýjum bókum segi alla söguna. En auðvitað gefa þær ákveðna mynd og maður á að velta því fyrir sér hvað þetta þýðir.“ thorgnyr@frettabladid.is Telja ekki tímabært að lýsa yfir neyðarástandi Forsvarsmenn stúdenta og deildarstjóri náms- og starfsráðgjafar í HÍ segja tölur um hnignun bókasölu ekki lýsa neinu neyðarástandi í menntakerfinu. For- maður LÍS segir óásættanlegt að bókakostnaður sé of hár fyrir suma nemendur. MenntaMál Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri hefur ákveðið að efna til málþings um læsi í október til þess að færa umræðuna um læsi og læsiskennslu á hærra plan en birst hefur almenningi í fjölmiðlum undanfarna daga. Þetta segir í fréttatilkynningu frá háskólanum og er Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra og Arnóri Guð- mundssyni, forstjóra Menntamála- stofnunar, sérstaklega boðið að taka þátt í pallborðsumræðum um þetta mál. „Markmið með læsi eru mörg en í umræðunni hefur athyglin einkum beinst að niðurstöðum samræmdra prófa sem einungis meta hluta af þeim markmiðum sem unnið er að í nútíma skólastarfi,“ segir enn fremur í tilkynn- ingunni og að háskólinn standi við sína gagnrýni um hvernig gögn Mennta- málastofnunar um árangur byrjenda- læsis hafa verið sett fram og túlkuð. „Vaxandi fjöldi skóla sem hefur valið byrjendalæsi staðfestir að gott orð hefur farið af því starfi.“ – ebg Bjóða ráðherra til umræðu um læsi StjórnSýSla Afgangur af rekstri A- og B-hluta Reykjavíkurborgar nam 303 milljónum króna á fyrri helmingi ársins en áætlun gerði ráð fyrir að afgangurinn yrði 2.141 milljón króna. Rekstrar- niðurstaðan er því 1.838 milljónum króna lakari en gert var ráð fyrir. Í afkomutilkynningu frá Reykjavikur- borg segir að ástæðurnar megi rekja til minni hagnaðar Orkuveitu Reykja- víkur vegna lækkandi álverðs og hins vegar til lakari afkomu A-hluta heldur en áætlun gerði ráð fyrir. Þar ræður hækkun launakostnaðar og minni sala á byggingarrétti mestu. „Niðurstaða sex mánaða upp- gjörsins kemur ekki á óvart og und- irstrikar að það er áskorun að eiga fyrir nýgerðum kjarasamningum og mikilvægi þess að árangur náist í endurmati á málaflokki fatlaðs fólks og daggjöldum hjá hjúkrunar- heimilum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í tilkynningu. Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 3.038 mkr en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 1.865 mkr á tímabilinu. Lakari rekstrarniðurstaða skýrist meðal annars af lægri tekjum af sölu bygg- ingarréttar og sölu fasteigna eða 552 mkr undir áætlun og hækkun launa- kostnaðar umfram áætlun um 403 milljónir króna. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. – aí Niðurstaðan langt undir væntingum Hluti háskólanema sækir námsefni sitt á netið líkt og þessi gæti verið að gera. Fréttablaðið/Ernir Gísli Pálmi hitaði upp fyrir Rae Sremmurd á tónleikum sem haldnir voru í Höllinni í gær. Gísli Pálmi nýtur sívaxandi vinsælda en hann sló fyrst í gegn árið 2011, með lagið sitt Set mig í gang. Fréttablaðið/Ernir Það veldur oft kvíða á haustin og eftir jól því að bókalánið hjá LÍN er ein- faldlega ekki í samræmi við raunkostnað. Nanna Elísa Jakobs- dóttir, formaður LÍS Mér finnst að við verðum að afla fleiri gagna til að geta lýst yfir neyðar- ástandi vegna þessa. Það eru léleg akademísk vinnubrögð að fókusera bara á þennan hluta. Aron Ólafsson, for- maður Stúdentaráðs Rífandi stemmning á rapptónleikum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. 2 8 . á g ú S t 2 0 1 5 F Ö S t u D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 7 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 E 5 -3 B F 4 1 5 E 5 -3 A B 8 1 5 E 5 -3 9 7 C 1 5 E 5 -3 8 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.