Fréttablaðið - 28.08.2015, Síða 18
2 8 . á g ú s t 2 0 1 5 F Ö s t U D A g U R18 s p o R t ∙ F R É t t A B L A ð i ðSPORT
Í dag
18.00 The Barclays Golfstöðin
18.45 Blackburn - Bolton Sport 2
12.25 Ásdís Hjálmsd. keppir á HM í Peking
18.00 Pólland - Ísland, æfingal. í körfu.
Nýjast
Bolt stakk Gatlin af
Usain Bolt vann sín önnur gullverð-
laun á HM í Peking þegar hann bar
sigur úr býtum í 200 metra hlaupi
í gær. Líkt og í 100 metra hlaupinu
var Justin Gatlin helsti andstæðingur
Bolts en hann hafði ekki roð við
Jamaíkumanninum á lokasprett-
inum. Kapparnir voru jafnir eftir 100
metrana en Bolt átti magnaðan
endasprett og skildi Gatlin
hreinlega eftir. Bolt kom
í mark á 19,55 sekúndum
sem er besti tími ársins.
Þetta voru
tíundu
gullverðlaun
Bolts á HM en
enginn hefur
unnið fleiri.
Bolt gæti bætt ellefta
HM-gullinu við en
hann á enn eftir að
keppa í 4x100 metra
hlaupi með sveit
Jamaíku.
kári Glímir við Zlatan oG Cr7
Dregið var í riðlakeppni Meistara-
deildarinnar í fótbolta í gær og
íslensku leikmennirnir tveir í
Meistaradeildinni fá að glíma við
krefjandi mótherja í vetur.
Zlatan Ibrahimovic snýr aftur á sinn
gamla heimavöll í Meistaradeildinni
gegn Kára Árnasyni en Malmö lenti í
riðli með PSG og Real Madrid .
Ekki varð riðillinn auðveldari hjá
Alfreði Finnbogasyni og félögum
í Olympiakos sem mæta meðal
annars þýsku meisturunum í Bayern
München og enska liðinu Arsenal.
A-riðill
Paris Saint-Germain Real Madrid
Shakhtar Donetsk Malmö FF
B-riðill
PSV Manchester United
CSKA Moskva Wolfsburg
C-riðill
Benfica Atletico Madrid
Galatasaray Astana
D-riðill
Juventus Manchester City
Sevilla Mönchengladbach
E-riðill
Barcelona Bayer Leverkusen
Roma Bate Borisov
F-riðill
Bayern München Arsenal
Olympiakos Dinamo Zagreb
g-riðill
Chelsea Porto
Dynamo Kiev Maccabi Tel Aviv
H-riðill
Zenit Valencia
Lyon Gent
FótBoLti Það verður ekki bara barist
um Íslandsmeistaratitilinn, gullskó-
inn, eða það að forðast fallið í síðustu
fimm umferðum Pepsi-deildarinnar
því margir eru til kallaðir þegar
kemur að því að gefa flestar stoð-
sendingar í deildinni í sumar.
Fréttablaðið hefur tekið saman
stoðsendingatölurnar í fyrstu sautján
umferðunum og þar kemur í ljós að
fjórir leikmenn Pepsi-deildarinnar
eru nú efstir og jafnir á toppnum með
sjö stoðsendingar.
Annað árið í röð hjá Atla?
Meðal þessara fjögurra er fastagestur á
þessum lista síðustu ár en það er FH-
ingurinn Atli Guðnason. Atli var síð-
astur í sjö stoðsendingarnar og sá eini
af þessum fjórum sem lagði upp mark í
17. umferðinni. Atli lagði þá upp sigur-
mark Stevens Lennon í uppbótartíma á
móti Leikni í Efra-Breiðholti.
Atli var efstur í stoðsendingum í
fyrra og á möguleika á því að verða
stoðsendingakóngur deildarinnar í
þriðja sinn á fjórum árum.
Tveir af hinum þremur spila
með nýliðunum í deildinni. Skaga-
maðurinn Jón Vilhelm Ákason hefur
reyndar spilað í mörg ár í deildinni
en Leiknismaðurinn Hilmar Árni
Halldórsson hefur þegar gefið sjö
stoðsendingar á sínu fyrsta ári í deild
þeirra bestu.
Hátt hlutfall af mörkum nýliðanna
Þeir Hilmar Árni og Jón Vilhelm hafa
komið að framleiðslunni á stórum
hluta marka sinna liða. Hilmar Árni
hefur komið að 12 af 15 mörkum
Leiknis (80 prósent) og Jón Vilhelm
hefur komið að 13 af 24 mörkum
Skagamanna (54 prósent).
Fjórði og síðastur á listanum og
eini varnarmaðurinn er síðan vinstri
bakvörður Blika, Kristinn Jónsson.
Kristinn var sá leikmaður af þessum
fjórum sem var fyrstur til að ná sjö
stoðsendingum en því náði hann
með því að gefa tvær stoðsendingar í
sigri á Keflavík í fyrsta leik eftir versl-
unarmannahelgi. Kristinn er stór
hluti af sóknarleik Blikanna og stór-
hætturlegur þegar hann brunar fram.
Það geta auðvitað mun fleiri bland-
að sér í baráttuna enda enn fimm
umferðir eftir af mótinu og menn í
næstu sætum eru líklegir.
Guðjón Pétur komið að 11 mörkum
Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson hefur
gefið sex stoðsendingar í sumar en
hann hefur átt beinan þátt í undir-
búningi ellefu marka Breiðabliksl-
iðsins því auk stoðsendinganna þá
hefur hann átt fimm svokallaðar
hjálparsendingar sem eru sendingar
sem eiga stóran þátt í marki en eru
ekki síðasta sending. Guðjón Pétur
hefur komið að undirbúningi marks
í fjórum leikjum Blika í röð og átti
meðal annars hjálparsendinguna í
sigurmarki Jonathans Glenn á móti
Stjörnunni í síðustu umferð.
Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sig-
urðsson og KR-ingurinn Jacob Toppel
Schoop eru með fimm stoðsendingar
en þeir hafa ekki verið eins áberandi.
Annar af markahæstu mönnum
Pepsi-deildarinnar, Patrick Pedersen
úr Val, hefur hins vegar gefið fjórar af
fimm stoðsendingum sínum í Pepsi-
deildinni í sumar í síðustu fjórum
leikjum sínum og er Daninn því til
alls vís á lokasprettinum.
Skjótt skipast veður í lofti á þessum
listum sem öðrum en það verður
spennandi að fylgjast með því hver
endar sem stoðsendingakóngur
Pepsi-deildarinnar 2015.
ooj@frettabladid.is
Spenna í stoðsendingunum
Fjórir leikmenn eru efstir og jafnir á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar í fyrstu sautján
umferðum Pepsi-deildar karla í fótbolta. Atli Guðnason er enn á ný einn af þeim sem leggur flest mörk upp.
Hilmar Árni
Halldórsson
23 ára miðjumaður í Leikni
1.530 mínútur í 17 leikjum
219 mínútur á milli stoðsendinga
9 mörk undirbúin (stoðsendingar
+hjálparsendingar)
Hefur skorað 3 mörk sjálfur
5 stoðsendingar í fyrri umferð
2 stoðsendingar í seinni umferð
Kristinn Jónsson
25 ára varnarmaður í Breiðabliki
1.511 mínútur í 17 leikjum
216 mínútur á milli stoðsendinga
8 mörk undirbúin (stoðsendingar
+hjálparsendingar)
Hefur skorað 2 mörk sjálfur
5 stoðsendingar í fyrri umferð
2 stoðsendingar í seinni umferð
Jón Vilhelm Ákason
28 ára miðjumaður í ÍA
1.400 mínútur í 17 leikjum
200 mínútur á milli stoðsendinga
10 mörk undirbúin (stoðsendingar
+hjálparsendingar)
Hefur skorað 3 mörk sjálfur
4 stoðsendingar í fyrri umferð
3 stoðsendingar í seinni umferð
Atli Guðnason
30 ára sóknarmaður í FH
1.366 mínútur í 16 leikjum
195 mínútur á milli stoðsendinga
10 mörk undirbúin (stoðsendingar
+hjálparsendingar)
Hefur skorað 5 mörk sjálfur
4 stoðsendingar í fyrri umferð
3 stoðsendingar í seinni umferð
KÖRFUBoLti „Það er auðvitað komin
töluverð spenna en hinir reynslu-
miklu leikmenn liðsins eru að halda
okkur niðri á jörðinni og minna
okkur á að halda einbeitingu,“ sagði
Ragnar Nathanaelsson, leikmaður
íslenska landsliðsins í körfubolta,
þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til
hans í Póllandi í gær.
Lokaundirbúningur íslenska liðsins
fyrir EM hefst á morgun á æfingamóti í
Póllandi en fyrsti leikur Eurobasket er
gegn Þýskalandi eftir rúma viku.
„Þótt við séum að spila gegn sterk-
ustu þjóðum heims vitum við að við
þurfum að mæta og spila körfubolta.
Þegar við lendum í Þýskalandi þá held
ég að kjaftshöggið komi sem minnir
okkur á hvað við erum að fara að gera.“
Ragnar gæti reynst liðinu gríðar-
lega mikilvægur á mótinu en hann
er eini leikmaður liðsins sem er hærri
en 2 metrar. Gætu allir 218 sentímetr-
arnir hans reynst liðinu mikilvægir
inni í teignum.
„Við erum búnir að æfa mikið
hvar ég á að staðsetja mig ásamt
því að æfa vagg og veltu (e. pick
and roll) í sóknarleiknum því ég er
nokkuð snöggur í fótunum miðað
við stærð. Við munum reyna að nota
það eitthvað og svo mun ég einblína
á stærstu mennina í vörninni,“ sagði
Ragnar sem fær að kljást við suma af
bestu körfuboltamönnum í heimi í
sinni stöðu.
„Ég er gríðarlega spenntur fyrir því
að spila gegn liði með jafn stórum
leikmönnum. Þetta verður góð próf-
raun á mig sem leikmann og ég mun
gefa allt mitt á þessum mínútum sem
ég fæ.“
Ragnar fagnaði ásamt Helga Má
Magnússyni óvenjulegum afmælis-
degi í gær í Póllandi
„Þetta er vissulega töluvert öðruvísi
afmælisdagur en vanalega. Ég kom þó
afmælispakka á Helga en ég á eftir að
fá gjöf á móti,“ sagði Ragnar, léttur í
lund að lokum. – kpt
Kjaftshöggið kemur þegar við lendum í Þýskalandi
Afmælisbörn gærdagsins, Ragnar og Helgi Már, á hótelherbergi í gær. Ragnar sagði
að afmæliskakan í ár yrði í minni kantinum. Mynd/KKÍ/Kristinn Geir
Real er alltof flottur
klúbbur til að vera með litla
dúllu frá Kosta Ríka í mark-
inu. Svona svipað og Ferrari
væru með ökuþór frá
Sauðár króki.
Hjörvar Hafliðason
@hjorvarhaflida
500
Íslenska körfuboltalands-
liðið spilar í kvöld sinn fimm
hundraðasta leik frá upphafi
þegar liðið mætir heima-
mönnum á æfingamótinu í
Póllandi. Leikurinn fer fram
í borginni Bydgoszcz en Pól-
verjar eru að undirbúa sig
fyrir Evrópumótið eins og
Íslendingar.
7
stoðsEnDingAR
7
stoðsEnDingAR
7
stoðsEnDingAR
7
stoðsEnDingAR
2
7
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
E
5
-5
9
9
4
1
5
E
5
-5
8
5
8
1
5
E
5
-5
7
1
C
1
5
E
5
-5
5
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K