Fréttablaðið - 28.08.2015, Page 21
KOM SJÁLFUM
SÉR Á ÓVART
Hrafnkell Hjörleifsson varð fyrstur Íslend-
inga í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.
Hann hefur hollan mat í hávegum.
Síða 2
Ég var búinn að ganga með þessa hugmynd um Úllendúllen í maganum í nokkur ár. Ég á sjálfur mjög erfitt með
að skipuleggja eitthvað með mínum börn
um og fannst óþægilegt að þurfa að leita
út um allar trissur að einhverju sem væri í
boði. Þá fékk ég þá flugu í höfuðið að búa
til vefsíðu sem væri einn miðlægur grunn
ur yfir viðburði fyrir börn og fjölskyldur,“
segir Jón Aðalsteinn Bergsveinsson.
Að lokum ákvað Jón Aðalsteinn að gera
hugmyndina að veruleika, gerði með að
stoð vinar síns lista yfir fjöldamargar hug
myndir að því sem er ókeypis í boði fyrir
fjölskyldur. Efnið var afar yfirgripsmikið
og því velktist það fyrir Jóni hvernig best
væri að koma því frá sér. „Það var síðan
ekki fyrr en ég fór að vinna með Hallgrími
Arnarsyni gagnasérfræðingi að hugmyndin
varð að veruleika,“ segir Jón Aðalsteinn
en þeir Hallgrímur ýttu www.ullendullen.is
saman úr vör þann 10. ágúst.
EIN FRÉTT Á DAG
Á síðunni má finna viðburðaplan hálfan
mánuð eða svo fram í tímann. Þá er þar
einnig að finna skemmtilegar fréttir um
ýmislegt það sem hægt er að taka sér
fyrir hendur og viðtöl um það sem fjöl
skyldum finnst gaman að gera. „Við birtum
eina frétt á dag og byggjum þannig smám
saman upp gagnagrunn um afþreyingu,
leiki og viðburði,“ segir Jón Aðalsteinn
en aðaláhersla síðunnar er á það sem öll
fjölskyldan getur gert saman. „Þetta er
mjög fjölbreytt. Við bendum á áhugaverða
staði, sem dæmi litla sundlaug úti á landi,
segjum frá skemmtilegum leikjum sem
allir geta tekið þátt í, bendum á leikvelli,
hvar hægt er að hjóla eða ganga saman og
margt fleira.“ Flestir þeir viðburðir sem Úl
lendúllen fjallar um á síðunni eru ókeypis
en ef eitthvað kostar þá er bent sérstak
lega á það.
VILJA FÁ SENDAR HUGMYNDIR
Þeir Jón Aðalsteinn og Hallgrímur hafa
fengið aðstoð við hugmyndaöflun og vilja
endilega hvetja fólk til að senda sér hug
myndir og upplýsingar um viðburði. „Best
er að senda texta og mynd á ullendullen@
ullendullen.is. Fólk þarf ekki að vera hrætt
við að skrifa vitlaust því við vinnum allt
upp á nýtt fyrir síðuna,“ lýsir Jón sem var
blaðamaður til fjölda ára áður en hann
hóf störf sem ráðgjafi hjá boðmiðlunar
fyrirtækinu Cohn og Wolfe. Úllendúllen er
reyndar ekki tengt Cohn & Wolfe heldur
áhugamál þeirra Hallgríms sem þeir sinna
í frítíma sínum. „Þetta er okkar frístunda
prjón,“ segir hann glettinn.
nsolveig@365.is
DÚLLAST MEÐ
FJÖLSKYLDUNNI
NÝR FJÖLSKYLDUVEFUR Úllendúllen er nýr hugmynda-, tillögu- og fréttavefur þar
sem finna má upplýsingar um margt skemmtilegt sem fjölskyldan getur gert saman.
MARGT Í BOÐI
UM HELGINA
Jón Aðalsteinn og Hall-
grímur geta bent á ýmis-
legt skemmtilegt sem
er að gerast um helgina.
Til dæmis bæjarhátíðina
Í túninu heima í Mos-
fellsbæ, Akureyrarvöku
og útimarkað í Laugar-
dal.
MYND/GVA
Kveðjum frunsuna
með bros á vör
Einstök tvíþætt verkun:
meðhöndlar + fyrirbyggir
• Má nota á öllum stigum frunsu
• Rakagefandi
• Sólarvörn
www.sorefix.comFÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM
Vertu vinur á
Facebook
Vertu vinur á
Facebook
Yfirhafnir
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Skoðið
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Vertu vinur á
Facebook
lægri
verð
v/gen
gis-
lækku
nar
VETRARYFIRHAFNIRNAR
KOMNAR
Skoðið
www.laxdal.is
yfirhafnir,
Lúsasjampó
eyðir höfuðlús og nitV
irk
ni s
tað
fes
t í
klín
ísk
um
pró
fun
um
*
Öflugt - fljótvirkt - auðvelt í notkun
Virkar í einni meðferð
Fljótvirkt: Virkar á 10 mínútum
100% virkni gegn lús og nit
Náttúrulegt, án eiturefna
* Abdel-Ghaffar F et.al; Parasitol Res. 2012 Jan; 110(1):277-80. Epub 2011 Jun 11.
FÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM
Fyrir 2 ára og eldri
Mjög
auðvelt
að skola
úr hári!
Íslenskar upplýsingar er að
finna á www.licener.com/IS
2
7
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
E
5
-7
C
2
4
1
5
E
5
-7
A
E
8
1
5
E
5
-7
9
A
C
1
5
E
5
-7
8
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K