Fréttablaðið - 28.08.2015, Side 26

Fréttablaðið - 28.08.2015, Side 26
F jölmiðlar heims keppast um þessar mundir við að fjalla um hina „nýju Vi- agra“ fyrir konur. Spá- menn, og þeir sem eiga peninga í lyfjafyrirtækjum, segja að þetta muni gjörbreyta kyn- lífi fyrir konur, og þá væntanlega líka kallana þeirra, því nú muni konur langa í kynlíf. Loksins er komin lausn fyrir þurrkuntur og kynkaldar teprur þessa heims. Þú bara poppar eina Addyi (pill- an heitir það) fyrir svefninn á hverju kvöldi og ef þú ert heppin þá langar þig kannski til að njóta kynlífs einu sinni í þeim mánuði. Það er samt ekki gulltryggt að þú náir að fá fullnægingu, hafðu það hugfast. Það var nefnilega ekki gerð krafa um slíkt þegar lyfið var prófað. Bara að kynlífið væri ánægjulegt. Svona eins og góður latte. Ein pilla og klofið opnast? Þetta er staðreyndin. Lyfið hefur áhrif á heilann og sér um að stýra upptöku hormónsins serótóníns. Það má ekki neita áfengis sam- hliða inntöku lyfsins (ekki heldur yfir daginn, bara aldrei sumsé) og lyfið þarf að taka á hverri nóttu fyrir svefn. Aukaverkan- irnar eru svakalegar (lestu fylgi- seðilinn og fáðu sjokk, ég meina, yfirlið og skemmdir á miðtauga- kerfi og þar fram eftir götunum) og þetta hentar mjög þröngum hópi kvenna. Þetta lyf er einungis fyrir þær konur þar sem vanda- málin í sambandinu hafa ekki áhrif á kynlífið (!) og þær mega ekki vera á lyfjum vegna geð- rænna vandkvæða. Þannig að, hverjum gagnast þetta lyf? Getur þetta ekki allt eins verið hass ef við þurfum bara að slaka á og krukka aðeins í heilanum? Gröð upp úr þurru? Ég get ekki að því gert að ég á erfitt með að fjarlægja umhverfi, sambandið og andlegan líðan frá upplifun á kynlífi. Það að poppa pillu breytir því ekki að mak- inn verði frábær og allt í einu sérðu viðkomandi í sexí ljósi og langar að hömpast. Það að þróa svona lyf er að gera lítið úr þeim konum sem bara langar alls ekk- ert að stunda kynlíf. Já, það nefni- lega má. Það má alveg ekki langa í kynlíf. Það gerir þig ekki að slæmri manneskju eða manneskju sem þarf lyf til að stýra löngun. Það ber samt að taka fram að umrætt lyf á að vera fyrir þær konur sem langar en upplifa samt ekki greddu. Það er áætlað að það geti verið um 10% kvenna í þess- um heimi. Afsakið, en ég fæ ekki skilið hvernig er hægt að reyna að skilja konur og þeirra kynferðis- legu upplifanir þegar samfélagið sendir frá sér tvöföld skilaboð um hvað má og hvað á. Þú tekur ekki manneskjuna úr hennar gildis- hlaðna umhverfi og segir, þetta er bara eitt hormón í heilanum sem þarf að stífla á einum stað en losa um á öðrum. Þetta er hápóli- tískt mál og mér líður eins og ég hafi farið aftur í tímavél þar sem við eigum bara að liggja undir og vera rúnkur, stundum hljóðlátar en stundum með „ó, ó þetta er svo gott, þú ert svo stór“. Hormón, helvítis hormónin Staðreynd málsins er líka sú að nú er verið að þróa getnað- arvarnir fyrir karla, aðrar en smokkinn. Þeirra getnaðar- varnir innihalda ekki hormón. Ég endurtek, engin hormón. Það vill auðvitað enginn raska hinu fallega jafnvægi testósteróns, þeir gætu mýkst við það og jafnvel bara breyst í hið hættu- legasta af öllu, konur! Í fleiri tugi ára hafa konur verið pump- aðar upp af hormónum og okkur sagt að ef við fílum það ekki þá er bara að fá sér hettuna eða lykkjuna og hætta svo að væla. Hvaða rugl er þetta eiginlega? Ég segi einfaldlega stopp, ég tek ekki þátt í þessu rugli og ég ætla að breyta heiminum. HVAÐ EF MIG LANGAR EKKERT TIL AÐ STUNDA KYNLÍF Þ að er mun algengara en okkur grunar að einstak- lingar stjórni mataræð- inu eftir tilfinningum. Þegar okkur líður vel og við erum í góðu andlegu jafn- vægi er tiltölulega einfalt að borða hæfilega stóra skammta, borða hollt og reglulega en fjöl- margir glíma við það að borða yfir sig í sífellu, borða óhollan mat og vera sífellt að borða eða narta í mat. Átköst Þessir einstaklingar kljást oftar en ekki við tilfinningar eins og vonleysi, skömm eða samvisku- bit og þetta ástand kallast lotu- ofát (e. binge eating) og lýsir sér í átköstum þar sem fólk borð- ar mikið magn af mat á stuttum tíma. Einstaklingar sem upplifa átköst glíma einnig í mörgum til- fellum við stress, kvíða, þung- lyndi eða einmanaleika. Eftirtal- in atriði eiga oft við einstaklinga sem upplifa átköst: 1 Borða þrátt fyrir að finna ekki fyrir hungurtilfinningu 2 Fara reglulega í megrun eða aðhald 3 Eiga erfitt með að hætta að borða þrátt fyrir að vera saddir 4 Þyngjast og léttast til skiptis og eru sjaldnast í þyngdarjafn- vægi 5 Kljást í mörgum tilfellum við þunglyndi Eftirsjá Átköst geta veitt einstakling- um tímabundna ánægju en ekki löngu seinna upplifa þeir oft mikla vanlíðan og eftirsjá, finnst þeir vonlausir og skammast sín fyrir að borða yfir sig og hafa ekki betri sjálfsstjórn. Því verr sem þessum einstaklingum líður með sjálfa sig því oftar leita þeir í mat til þess að líða betur. Þetta ástand veldur því oft vítahring sem getur haft þyngdaraukningu og mikla vanlíðan í för með sér. Vísbendingar um líffræði- legar ástæður átkasta Ýmsir líffræðilegir þættir geta leitt til átkasta. Rannsóknir hafa sýnt að átköst geta verið afleiðing af röngum skilaboðum sem koma frá undirstúku heilans til líkam- ans um hungur og seddu. Einn- ig hafa rannsóknarmenn fundið stökkbreytt gen sem virðist valda aukinni tíðni átkasta hjá einstak- lingum sem bera genið. Hemju- laust át virðist einnig vera al- gengara vandamál hjá þeim sem mælast með lágt magn af tauga- boðefninu og gleðihormóninu serótóníni í líkamanum. Raunverulegt hungur eða tilfinningatengt hungur? Tilfinningatengt hungur er ekki það sama og raunverulegt hungur. Ef þú kannast við þessi einkenni er gott fyrir þig að byrja að leita að rót vandans við átköstum því ástæðan liggur hjá okkur sjálfum og andlegri líðan okkar. Viðtals- tími hjá sérfræðingi getur hjálp- að þér að finna í hverju vandinn liggur og hvernig þú getur mynd- að heilbrigt samband við mat sem stjórnast ekki af neikvæðum til- finningum. TILFINNINGATENGT HUNGUR Ef þú hefur spurningu um kynlíf þá getur þú sent Siggu Dögg póst og spurningin þín gæti birst í Fréttablaðinu. sigga@siggadogg.is VILTU SPYRJA UM KYNLÍF? „Loksins er komin lausn fyrir þurrkuntur og kynkaldar teprur þessa heims. Þú bara poppar eina Addyi“ Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Nýjar haustvörur Sunna Björg Skarphéðinsdóttir lífeðlisfræðingur, B.Sc. í næringarfræði wwww.fjarnaering.is Heilsuvísir 4 • LÍFIÐ 28. ÁGÚST 2015 2 7 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 E 5 -6 8 6 4 1 5 E 5 -6 7 2 8 1 5 E 5 -6 5 E C 1 5 E 5 -6 4 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.