Fréttablaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 13
A
pr
il
20
15
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 9-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín
Þrátt fyrir að mikið hafi
áunnist í rekstri Hafnar-
fjarðarbæjar eftir efna-
hagshrun er mikilvægt
að tryggja áframhald-
andi aðhald og alltaf
er svigrúm til að gera
betur. Um það held ég
að allir geti verið sam-
mála og fulltrúar allra
flokka í bæjarstjórn séu
meðvitaðir um. Okkur
greinir aftur á móti á um
forgangsröðun, aðferðir
og leiðir. Stjórnunarað-
ferðir nýs bæjarstjóra og
framkoma núverandi meirihluta
gagnvart starfsfólki bæjarins er
meðal þess sem við í minnihlut-
anum getum ekki sætt okkur við
eða tekið þátt í.
28% launahækkun bæjarstjóra
Á sama tíma og gengið er fram
af mikilli hörku gagnvart starfs-
fólki og allar mögulegar leiðir
farnar í þeim tilgangi að skerða
starfskjör þess hefur launa-
kostnaður vegna embættis bæj-
arstjóra hækkað um tæplega
28% á milli ára, eða sem nemur
um fimm milljónum króna á
ársgrundvelli. Það er meira en
margt af starfsfólki Hafnar-
fjarðarbæjar hefur í árslaun,
fyrir störf sem eru svo sannar-
lega ekkert síður merkileg eða
mikilvæg.
Bifreiðahlunnindi bæjarstjór-
ans hafa reyndar hækkað enn
meira en launin eða um 86% á
einu ári. Það eitt og sér er næg
ástæða til að krefja meirihluta
bæjarstjórnar skýringa.
Hroki og virðingarleysi
Okkar upplifun er sú að innleidd
hafi verið stefna og aðferða-
fræði í mannauðsmálum sem
einkennist af hroka og virðing-
arleysi gagnvart þeim sem eiga
að sinna þjónustu við bæjarbúa.
Í því samhengi er
ástæða til að benda á
að flestir þeirra starfs-
manna sem hafa misst
vinnuna eiga langan og
farsælan starfsferil að
baki í þjónustu við bæj-
arbúa. Meðalstarfsaldur
þeirra er 16 ár og stór
hluti á aðeins nokkur ár í
áætluð starfslok.
Auk þess virðist full-
komlega óljóst hvort
þessar aðgerðir muni
skila raunverulegum
sparnaði þegar upp er
staðið en kostnaðurinn við upp-
sagnirnar og samninga þeim
tengda hleypur á tugum milljóna
króna. Nú þegar hafa líka verið
auglýstar nokkrar nýjar stöður
lausar til umsóknar sem vænt-
anlega mun hafa einhver útgjöld
í för með sér. Það er heldur ekki
ósennilegt að hluti þess starfs-
fólks sem hefur verið sagt upp
leiti réttar síns hjá dómstólum
og því verður ekki spurt fyrr en
að leikslokum um endanlegan
kostnað bæjarins.
Nóg komið
Meirihluti bæjarstjórnar getur
ekki skammtað einum manni
tugprósenta launahækkun á
sama tíma og það er verið að
svipta fólk atvinnu og krefj-
ast þess af öðru starfsfólki að
það taki á sig launalækkanir.
Í hugum flestra segir þetta
sig sjálft og því óskiljanlegt
að meirihluti Bjartrar fram-
tíðar og Sjálfstæðisflokks skuli
ekki sjá að þetta gengur ekki
upp. Hafnarfjörður er nefni-
lega samfélag en ekki Excel-
skjal og starfsfólk bæjarins
er manneskjur en ekki tölur á
blaði.
Samfélag eða Excel-skjal
SVEITAR-
STJÓRNARMÁL
Gunnar Axel
Axelsson
bæjarfulltrúi og
oddviti Samfylkingar-
innar í Hafnarfi rði
➜ Á sama tíma og gengið
er fram af mikilli hörku
gagnvart starfsfólki og allar
mögulegar leiðir farnar í
þeim tilgangi að skerða
starfskjör þess hefur launa-
kostnaður vegna embættis
bæjarstjóra hækkað um
tæplega 28% á milli ára, eða
sem nemur um fi mm millj-
ónum króna á ársgrundvelli.
ÞRIÐJUDAGUR 18. ágúst 2015 | SKOÐUN | 13
1
7
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:3
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
C
C
-1
A
6
4
1
5
C
C
-1
9
2
8
1
5
C
C
-1
7
E
C
1
5
C
C
-1
6
B
0
2
7
5
X
4
0
0
4
A
F
B
0
4
0
s
C
M
Y
K