Fréttablaðið - 06.10.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.10.2015, Blaðsíða 20
Þ egar þú hugsar um bíla, er Frakkland þá fyrsta landið sem kemur upp í hugann? Líkur eru á því að önnur lönd, sem ég hef nú þegar skrif- að um, svo sem Þýska- land, Japan eða Bandaríkin, komi fyrst upp í hugann, enda hefur Frakkland ekki eins mikið vægi á bílamarkaðnum og áður fyrr. Franskir bílar nútildags hafa það óorð á sér að vera óáreiðanlegir og með ódýrt yfirbragð. Af hverju eru þeir þá svona mikilvægir í sögulegu samhengi? Helstu bílaframleiðendur Frakklands · Bugatti: Einn merkasti bílafram- leiðandi í sögunni þrátt fyrir að hafa aðeins verið virkur á milli ca. 1909-1950 og svo aftur áratug- um síðar síðar. Var keyptur upp af Hispano-Suiza árið 1963, gekk á milli eigenda um hríð og féll svo í hendur Volks wagen Group árið 1998. · Citroën: Partur af PSA-samsteyp- unni frá árinu 1976. Stofnað árið 1919 og var fyrsti framleiðandi utan Bandaríkjanna til að fjölda- framleiða bíla og hafa net af sölu- stöðum og þjónustu. · Peugeot: Partur af PSA-sam- steypunni (Peugeot Société Ano- nyme) sem er í dag í eigu Peugeot- fjölskyldunnar, franska ríkisins og Dongfeng frá Kína. Peugeot var stofnað árið 1896 sem bílafram- leiðandi. Var áður þekkt merki fyrir reiðhjól og kvarnir. Peu- geot á sér gríðarlega mikla sögu í akstursíþróttum, en þar má helst nefna rallí, Le Mans-kappakstur og Pikes Peak. · Renault: Stofnað árið 1899. Er eigandi Dacia í Rúmeníu, Ren- ault-Samsung Motors í Suður-Kór- eu og á 43,4% hlut í Nissan. Einn- ig á Renault hið fornfræga merki Alpine sem þá dreymir um að koma aftur á kortið. Renault-Niss- an Alliance er samvinnufélag sem er fjórði stærsti bílaframleiðandi í heimi. Einnig framleiðir Ren- ault vörubíla, sendibíla og rútur. Renault á sér mikla sögu í akst- ursíþróttum og má þá helst nefna Formúlu 1. Frakki smíðaði fyrsta bílinn Það vill oft gleymast hversu stór- an þátt Frakkar áttu í þróun bif- reiðarinnar og hversu snjallir og útsjónarsamir þeir hafa verið í gegnum tíðina. Þrátt fyrir að Karl F. Benz hafi hannað fyrsta bíl- inn eins og við köllum hann í dag þá var Frakkinn Nicolas Cugnot fyrstur til að búa til sjálfrennireið árið 1769. Hún var knúin áfram af gufuafli, vó 2,5 tonn og undir henni voru einungis þrjú hjól. Annar Frakki náði sér í einkaleyfi á fyrstu fjórgengisvélinni árið 1862 en smíðaði hana aldrei. Fyrsti bíllinn með gúmmídekk Peugeot-fjölskyldan hafði hann- að og framleitt alls kyns vörur, allt frá piparkvörnum til reið- hjóla þegar framleiðsla á bifreið- um byrjaði hjá þeim 1890. Fyrsti framleiddi bíll Peugeot var Type 2 en hann notaði vél frá Daimler í Þýskalandi. Næsta týpa, Type 3, var fyrsti bíllinn sem var með gúmmídekk. Árið 1894 vann Peu- geot fyrsta kappakstur sögunnar sem var frá París til Rouen. Árið 1903 hafði Peugeot framleitt helm- ing bíla á götum Frakklands og á árunum 1904 til 1910 hafði fyrir- tækið framleitt í það minnsta 53 týpur af bílum. Armand Peugeot tók bílahluta Peugeot út úr fyrir- tækinu og setti upp verksmiðju til þess eins að smíða bíla. Bremsur á öllum hjólum Árið 1912 fékk Armand ungan en metnaðarfullan hönnuð, Ettore Bugatti, til að hanna nýja fjögurra strokka vél fyrir bílinn Bébé. Á næstu árum tók Peugeot þátt í alls kyns kappakstri og vann sér inn titla og með því virðingu. Þannig varð fyrirtækið líklegast fyrst til að setja bremsur á öll hjól bílsins en ekki bara að aftan eins og tíðk- aðist. Á meðan fyrri heimsstyrj- öld stóð yfir þurftu verksmiðjur að framleiða hergögn fyrir Frakk- landsher en Peugeot kom sterkt til leiks eftir stríð. Árið 1929 kom út Peugeot 201 sem var ódýr- asti bíllinn á markaðnum í Frakk- landi. Eftir það hafa flestir bílar þeirra borið svipuð nöfn. Í krepp- unni 1930 vildi Peugeot koma sér aftur á kortið með 402 BL Éclipse Décapotable sem var fyrsti bíll- inn með harða blæju sem seig niður í farangursrýmið að aftan þegar maður vildi fá vindinn í hárið. Næsta kynslóð bíla innihélt 202, 302 og 402 en þeir voru fræg- ir fyrir að framlugtirnar voru á bak við grillið fyrir miðju bíls- ins til að minnka loftmótstöðu. Í seinna stríðinu var Peugeot hepp- ið því að það fékk að framleiða bíla sína á meðan nasistar réðu ríkjum í Frakklandi. Eftir stríð hélt fyr- irtækið áfram að þróa bíla sína. Þá komu út 203, 403 og 404 en árið 1958 var farið að selja Peugeot- bíla í Bandaríkjunum. Peugeot tekur Citroën yfir Árið 1974 tók Peugeot Citroën yfir og fékk ríkisstyrki til að halda báðum fyrirtækjunum á floti. Vert er að koma því að að alveg frá upphafi hafa Peugeot-bílar verið þekktir fyrir styrk sinn. Þeir hafa lengst af verið mjög sterkbyggðir og þurft að þola alls kyns þolraun- ir í Afríku og Suður-Ameríku. Á fyrstu áratugunum voru gjarnan haldnar sýningar þar sem stokkið var á bílunum og gerðar alls kyns kúnstir. Þeir hafa verið gífurlega sigursælir í heimsrallinu og einn- ig unnið Le Mans 24 klukkustunda kappaksturinn fræga fjórum sinn- um, síðast árið 2009. Renault verður stærsti framleiðand- inn Louis Renault fæddist árið 1877 en við unglingsaldur var hann far- inn að fikta í notuðum vélum sem hann komst í. Ferill hans hófst með lygilegu hraði. Þegar hann náði 21 árs aldri bjó hann til sinn fyrsta bíl. Hann keyrði á honum í veislu á jóladag og vinir pabba hans voru svo yfir sig hrifnir að þeir pöntuðu 24 slíka bíla á staðn- um. Þannig byrjaði ferill Ren- ault. Við aldamótin 1900 var hann ásamt bræðrum sínum með 100 manns í vinnu í bílaverksmiðju sinni. Á tveimur árum tvöfaldaðist vinnuaflið. Renault notaði kapp- akstur til að koma bílum sínum á framfæri og gekk það vel. Bíl- arnir urðu gríðar lega vinsæl- ir sökum lágs kaupverðs en einn- ig voru Renault-bræður fyrstir til að framleiða almennilegan fólksbíl sem hafði sæti fyrir fjóra farþega árið 1904. Árið eftir keypti leigu- bílastöð 250 Renault-bíla. Tveim- ur árum síðar hafði talan meira en fjórfaldast. Renault var orðinn stærsti bílaframleiðandi í Frakk- landi. Það gerði Renault kleift að vera með alls kyns týpur af bílum, allt frá bíl fátæka mannsins til rándýrra eðalvagna. Glæsileg nöfn Frekar kómískt er að nöfn eð- alvagnanna, eins og Coupé De- Ville og fleiri álíka voru síðar notuð á bandaríska bíla því þau þóttu svo glæsileg. Í fyrri heims- styrjöldinni voru plön hjá Þjóð- verjum um að leggja Frakkland undir sig úr tveimur áttum. Til þess að stöðva Þjóðverjana áður en þeir næðu Parísarborg þurfti franski herinn að hafa snör hand- tök og mæta þeim á miðri leið. Til þess tók herinn allar þúsundirn- ar af Renault-leigubílum úr Par- ísarborg, fyllti þá af hermönnum og kom þeim út úr borginni til að mæta Þjóðverjunum og á endan- um bjargaði það borginni. Renault fór þá að framleiða hergögn í stað fólksbíla og framleiddi næstum allt fyrir franska herinn í stríð- inu. Frægasta hertækið sem Louis hannaði var Smáskriðdrekinn (e. Lighttank) sem var lítill og létt- ur skriðdreki sem komst allt og fór hratt yfir. Eftir stríð hélt Ren- ault áfram að framleiða bíla en Citroën var byrjað að mynda sam- keppni með Type A bílnum. Ren- ault svaraði samkeppninni með því að framleiða grunn að bíl sem hægt var svo að nota í alls kyns verk með mismunandi tólum, svo sem slökkvistarf, sorphirðu, vöru- flutninga o.fl. og varð gríðarlega vinsæll. Varð að vinna með nasistum Í seinni heimsstyrjöld þegar Þjóð- verjar voru búnir að hertaka Frakkland þurfti Louis Renault að gera upp við sig hvort hann neit- aði að vinna með nasistum og lík- lega missa allt sem hann átti eða gerði samning við nasista og kæmi í veg fyrir að verksmiðja hans væri tekin í sundur og flutt til Þýskalands. Hann valdi að semja við nasista og fá að stjórna áfram verksmiðju sinni. Hann reyndi eins og hann gat að hægja á fram- leiðslu hergagna nasista sem voru framleidd í verksmiðju hans. Bandamenn sprengdu verksmiðju hans þrisvar sinnum en alltaf reisti Renault hana úr rústunum í von um að einhvern daginn gæti hann framleitt aftur bíla fyrir al- mennan markað. Þegar stríðinu lauk var Louis Renault handtek- inn fyrir landráð og dó nokkrum mánuðum síðar. Renault-fyrir- tækið var orðið eign franska rík- isins eftir stríð og byrjaði á því að framleiða bíl sem Louis Ren- ault hafði hannað í leyni á meðan á stríðinu stóð. 4CV hét hann, var byggður á svipuðum grunnþáttum og Volkswagen-bjallan, og varð gríðar lega vinsæll. Sá sem tók við af 4CV var Dauphine og varð hann enn vinsælli. Þá fór Renault í vík- ing og setti á laggirnar verksmiðj- ur í öðrum löndum og margfald- aði söluna. Næst fór Renault að framleiða sendibíla sem þróaðist yfir í vörubíla sem þeir framleiða í dag. Renault-bílar hafa oftast verið framúrstefnulegir í útliti og vinsælir. Þrátt fyrir það hafa þeir ásamt öðrum frönskum bílum haft óorð á sér seinustu áratugi fyrir að vera óáreiðan legir. Citroën vann fyrir Mors André-Gustave Citroën fædd- ist árið 1878. Afi hans vann við að selja ávexti og fékk viðurnefn- ið Limoenman (sem þýðir límónu- maðurinn) en pabbi André færði nafnið yfir á hollensku og úr varð Citroen – sem André breytti svo sjálfur í Citroën. Þegar André var búinn með háskóla hafði hann misst báða foreldra sína og ákvað að heimsækja heimaland móður sinnar, Pólland. Þar sá hann tré- smið notast við tannhjól með „síldarbeinasniði“ (e. Herring- bone structure), þ.e. að tennurn- ar lágu skáhallt hver á móti ann- arri. Hann keypti einkaleyfið á þessari uppfinningu ódýrt og not- aði síðar meir í bílana sína sem einkenndi þá, en gírarnir voru mun hljóðlátari en aðrir gírar og afköstuðu meira. Eftir það hefur þessi týpa tannhjóla gjarnan verið notuð í bíla og fleiri tæki. Citroën- merkið er einmitt skírskotun í síldarbeina tannhjólið (e. Double Chevron). Bílasaga André Citroën byrjaði þegar honum var boðið að stjórna Mors-bílaframleiðandanum, en þar gekk honum mjög vel þrátt fyrir ungan aldur. Í fyrri heims- styrjöld fjöldaframleiddi hann vopn fyrir Frakklandsher. Citroën 4. stærsti í heiminum Árið 1919 stofnaði hann svo bíla- framleiðandann Citroën sem varð einmitt fyrsti fjöldaframleiðandi bíla utan Bandaríkjanna en André öðlaðist reynslu af vopnafram- leiðslu í stríðinu. Á aðeins átta árum var Citroën orðinn fjórði stærsti bílaframleiðandinn í heim- inum. Árið 1924 kynnti Citroën fyrsta bílinn utan Bandaríkjanna sem var aðeins úr stáli, B10. Tíu árum síðar gaf Citroën út hinn framúrstefnulega Tract ion Avant sem var fyrsti fjöldaframleiddi framhjóladrifni bíllinn og einn fyrsti fólksbíllinn sem ekki var byggður á grind, þ.e. að styrkur bílsins var í yfirbyggingunni eins og flestir bílar eru í dag. Sá bíll kostaði gríðarlega mikið í þróun og tækjabúnaði fyrir Citroën og olli því að fyrirtækið fór á hausinn og var tekið yfir af dekkjafram- leiðandanum Michelin. Rétt fyrir seinni heimsstyrjöld var André Citroën farinn að þróa nýjan ódýr- an fólksbíl sem átti að vera hið fullkomna tæki fyrir bændur í sveitum Frakklands. Eftir stríð var þráðurinn tekinn upp að nýju og úr varð 2CV sem er mest seldi bíll Citroën. Citroën DS mesta þróunarstökkið Árið 1955 kom út annar bylt ingar- kenndur bíll frá Citroën, DS. Sá bíll var stútfullur af tækninýjung- um og er í raun sá bíll sem ýtti undir mesta þróunarstökk í sögu bílaiðnaðarins. James May úr sjónvarpsþáttunum Top Gear lýsir honum sem „tvímælalaust besta bíl í heimi“. Ég fer meira í smáat- riðin síðar í greininni. André hafði mikið vit á fram- leiðslu og markaðsfræðum og átti heimsmet í stærstu auglýsingu í heimi þegar allur Eiffel-turninn var ein risastór Citroën-auglýs- ing á millistríðsárunum 1925-1934 og sendi hann, líkt og Peugeot, bíla sína í langferðir um torfær- ur í Afríku, Asíu og Ameríku sem markaðsherferð fyrir ágæti bíla hans. Citroën framleiddi líka mjög sniðuga sendibíla sem voru áreið- anlegir og elskaðir af litlum sem stórum fyrirtækjum. Á sjöunda áratugnum keypti Citroën nokkur fyrirtæki eins og Panhard og Ber- liet frá Frakklandi og Maserati frá Ítalíu. Fiat tekur yfir Citroën Eftir það seldi Michelin hlut sinn í fyrirtækinu og FIAT tók yfir. Á þeim tíma voru Citroën í sam- vinnu við Maserati og N.S.U. við að framleiða bílvélar. Mikill skatt- ur var lagður á eyðslufrekar vélar og sportbílavélarnar frá Mase- rati og Rotary (Wankel) vélarn- ar frá N.S.U. skiluðu báðar fjöl- mörgum hestöflum en hræðileg- um eyðslutölum sem gerði þær allt of dýrar. Auk þess þurfti Citro- ën að hætta að selja bíla sína í Franska byltingin Það vill oft gleymast hversu stóran þátt Frakkar áttu í þróun bifreiðarinnar og hversu snjallir og útsjónarsamir þeir hafa verið í gegnum tíðina. Citroën DS Citroën 2CV. Louis Renault þurfti að ákveða sig hvort hann neitaði að vinna með nasistum og líklega missa allt sem hann átti eða að gera samning við þá og koma í veg fyrir að verk- smiðja hans yrði tekin í sundur og flutt til þýska- lands. Sindri Snær Thorlacius bílar Fréttablaðið 2 6. október 2015 ÞRIÐJUDAGUR 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 3 -7 C 0 0 1 6 C 3 -7 A C 4 1 6 C 3 -7 9 8 8 1 6 C 3 -7 8 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 5 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.