Fréttablaðið - 06.10.2015, Blaðsíða 14
Nýjast
6 . o k t ó b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J U D A G U r14 s p o r t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
sport
91
61 57 49
7876
85
103
✿ Fjöldi marka erlendra leikmanna í úrvalsdeild karla í fótbolta undanfarin ár
FótboLtI Skagamaðurinn Garðar
Gunnlaugsson kom um helgina
í veg fyrir að erlendir leikmenn
tækju alla markaskóna í fyrsta sinn
í efstu deild karla á Íslandi en það
breytti ekki því að sumarið 2015
er metár í mörkum erlendra leik-
manna í úrvalsdeildinni.
Alls skoruðu erlendir leikmenn
liðanna 103 mörk í leikjunum 132
og er þetta í fyrsta sinn sem þeir
rjúfa hundrað marka múrinn á
einu tímabili í úrvalsdeild karla.
Gamla markametið var frá sumrinu
2008, síðasta tímabilinu fyrir hrun,
en erlendir leikmenn skoruðu sam-
anlagt 91 mark það sumar.
Fleiri erlend mörk á hverju ári
Erlendir leikmenn hafa verið meira
áberandi með hverju tímabilinu
undanfarin ár og var þetta fjórða
sumarið í röð þar sem mörkum
erlendra leikmanna fjölgar í
deildinni. Sumarið 2011 skoruðu
íslenskir leikmenn Pepsi-deildar-
innar 88 prósent markanna en sú
tala var komin niður í 73 prósent
í sumar.
Hér munar vissulega mikið um
það að marksæknustu leikmenn
deildarinnar eru að koma að utan.
Annað árið í röð voru erlendir leik-
Yfir hundrað mörk í fyrsta sinn
Það voru danskir dagar í Pepsi-deildinni í sumar en aldrei hafa leikmenn frá einni erlendri þjóð skorað svo
mikið á einu tímabili í efstu deild á Íslandi. Erlendir leikmenn skoruðu samanlagt 27 prósent markanna.
menn tveir markahæstu leikmenn
Pepsi-deildarinnar. Í fyrra voru það
Englendingurinn Gary Martin og
Trínidad-búinn Jonathan Glenn
og í ár varð Glenn aftur að sætta sig
við silfurskóinn en Daninn Patrick
Pedersen tók gullskóinn.
Fyrsti Daninn með gullskó
Pedersen er fyrsti Daninn sem fær
gullskóinn hér á landi en ekki sá
fyrsti sem verður markakóngur.
Þróttarinn Sören Hermansen var
einn af þremur markakóngum
deildarinnar sumarið 2003 en
missti þá gullskóinn til liðsfélaga
síns Björgólfs Takefusa á fleiri
leikjum spiluðum.
Danskir leikmenn Pepsi-deild-
arinnar skoruðu samanlagt 36
mörk í sumar og bættu tuttugu
ára met Júgóslava um átta mörk.
Pedersen og Jeppe Hansen (8
mörk) voru markahæstir þeirra en
Kennie Knak Chopart (6 mörk í 11
leikjum) átti frábæra innkomu í
lið Fjölnis, Rolf Toft skoraði fjögur
mörk fyrir Víkinga alveg eins og
Sören Frederiksen gerði fyrir KR.
Jacob Schoop var sjötti Daninn
sem skoraði í Pepsi-deildinni í
sumar en markið hans kom strax
í fyrsta leik.
Metið hafði staðið frá 1995
Júgóslavarnir sumarið 1995 voru
sex saman með 28 mörk fyrir
sín lið. Mihajlo Bibercic skoraði
þrettán mörk og var markahæstur
erlendu leikmannanna en næstur
honum var Keflvíkingurinn
Marko Tanasic með fimm mörk.
Mihajlo Bibercic hafði ári fyrr
orðið fyrsti erlendi leikmaðurinn
til að verða markakóngur þegar
hann skoraði fjórtán mörk fyrir
Skagamenn.
Þetta sumar 1995 var líka í fyrsta
sinn sem erlendu mörkin náðu 50
en það met stóð til ársins 2008
þrátt fyrir að litlu hafi munað
bæði 2003 (48) og 2005 (49).
Nú er að sjá hvort þessi þróun
haldi áfram næsta sumar og hvort
enn meiri ábyrgð í markaskorun
færist þá yfir á herðar erlendra
leikmanna sem munu lífga upp á
Pepsi-deildina 2016.
ooj@frettabladid.is
tvö búin að skipta um kana
Tvö lið í Domino’s-deild karla í
körfubolta eru búin að skipta um
bandarískan leikmann þótt tíma-
bilið sé ekki enn hafið. Njarðvíkingar
fengu Marqiuse Simmons í stað
Stefans Bonneau sem sleit hásin
eins og talsvert hefur verið fjallað
um. Silfurliðið frá því í fyrra, Tinda-
stóll, hefur einnig ákveðið að skipta
um Kana. Stólarnir leystu Darren
Townes undan samningi og fengu
Jerome Hill í staðinn. Hann er 1,96
metra hár framherji sem lék með
Gardner-Webb háskólanum.
snýr bjarni aftur til eyja?
Bjarni Jóhannsson er einn þeirra sem
koma til greina sem næsti þjálfari
ÍBV. Þetta staðfesti Ingi Sigurðsson,
gjaldkeri knattspyrnudeildar ÍBV, í
samtali við Fréttablaðið í gær. Eyja-
menn eru í þjálfaraleit enn eitt árið
en frá því að Heimir Hallgrímsson
hætti sem þjálfari ÍBV 2011 hefur
enginn þjálfari enst lengur en eitt
tímabil hjá félaginu. Bjarni þekkir
vel til í Eyjum en hann stýrði ÍBV
1997-99 og gerði liðið tvívegis að
Íslandsmeisturum og einu sinni að
bikarmeisturum. Bjarni var síðast við
stjórnvölinn hjá KA en hann er einn
reyndasti þjálfari landsins.
Jæja, nú eru Liverpool-
menn farnir að gera Klopp
að óþolandi fígúru. synd og
skömm, kunni alltaf vel við
hann.
Tryggvi Páll Tryggvason
@tryggvipall
2015 - 36
1995 - 28
2012 - 27
2012 - 26
2003 - 24
2013 - 23
1994 - 22
2005 - 22
2014 - 21
2013 - 21
2014 - 19
Flest mörk á einu tímabili:
20152008
þriðja liðið á einu ári
Ásmundur Arnarsson skrifaði í
gær undir þriggja ára samning við
1. deildarlið Fram. Hann tekur
við starfinu af Pétri
Péturssyni. Fram
er þriðja liðið sem
Ásmundur stýrir á þessu
ári en hann var þjálfari
Fylkis áður en honum
var sagt upp störfum
um mitt sumar. Þá tók
hann við ÍBV og tókst
að bjarga liðinu frá
falli. Ásmundar,
sem lék áður með
Fram, bíður erfitt
verkefni en Fram rétt
slapp við fall í 2. deild
í sumar.
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
C
2
-7
6
5
0
1
6
C
2
-7
5
1
4
1
6
C
2
-7
3
D
8
1
6
C
2
-7
2
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
5
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K