Fréttablaðið - 06.10.2015, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 06.10.2015, Blaðsíða 48
Ég ákvað að sýna gífurlegt hug-rekki og þroskaða stefnumóta-viðleitni með því að prófa Tinder. Hélt ég væri að demba mér út í djúpa laug rómantíkur og spenn- andi skilaboða. En furðu fljótt urðu flettingar í forritinu eins og tölvu- leikur í símanum. Í auglýsingahléi, á biðstofunni eða rauðu ljósi. Fer eftir stigi athyglisbrestsins. Ýta til vinstri, hægri, vinstri, vinstri, vinstri, hægri – match! Eitt stig. Maður tekur kannski Tinder ekki jafn alvarlega á eins litlum markaði og sá íslenski er. Það er auðvelt að henda vörunum í körfuna en maður klárar ekki endilega viðskiptin. Svo- lítið eins og að vera í Kolaportinu og finnast margt sniðugt og skemmti- legt. Það passar við stílinn manns og myndi sóma sér vel sem stofustáss. En þar sem maður er bara með kort og nennir ekki að standa í því að fara í hraðbanka og taka út reiðufé þá heldur maður áfram leið sinni að næsta sölubás. Ég ákvað samt að hugsa minn gang eftir óþægilegt atvik um daginn. Þá var ég í heilalausum flettingarleik að ýta piparsveinum landsins hverjum í sína áttina yfir morgunkaffinu. Allt í einu birtist frændi sætur og strokinn fyrir framan mig. Þar sem þjálfaður þumalfingurinn er orðinn svo skil- yrtur og sjálfstæður í karlamálum mínum, fleygði hann frænda á ógnar- hraða lengst til hægri. Ég gaf frænda undir fótinn! Ég fann óeðlið krauma í maganum þegar risastórir grænir stafir mynduðu orðið LIKE yfir skjá- inn minn. Sem er ekki hægt að taka til baka, sko. Ég vona að frændi sé ekki orðinn jafn firrtur og ég þannig að óþægilegasta match sögunnar gerist ekki í mínum síma. Svo ég tali nú ekki um jólaboðið eftir fáeinar vikur. Ég íhuga nú að fá mér Nokia 3110 og halda mig við Snake. Sumt fólk á aldrei að eignast snjall- síma. Frændsemi á Tinder Bakþankar Erlu Bjargar Gunnarsdóttur STÖÐ 3 +ENDALAUST TAL +1 GB Í GSM 1.990 kr. til 1. nóvember* Fáðu þér áskrift í síma 1817 eða á 365.is HEILL HELLINGUR AF NÝJUM ÞÁTTUM Á STÖÐ 3 FÁÐU STÖÐ 3 Á BETRA VERÐI Í HAUST *G ild ir fy rir e in a ás kr ift . V ið sk ip ta vi ni r s em ta ka þ es su ti lb oð i f yr ir 1. nó ve m be r h al da þ es su m k jö ru m í ei tt á r. Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 1 -F 5 F 0 1 6 C 1 -F 4 B 4 1 6 C 1 -F 3 7 8 1 6 C 1 -F 2 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 5 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.