Fréttablaðið - 06.10.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.10.2015, Blaðsíða 4
Kjaramál Undirritun kjarasamn- inga Starfsgreinasambandsins (SGS) og Flóabandalagsins við ríkið sem fara átti fram í gær var frestað þangað til á morgun að beiðni ríkis- ins. Heimildir blaðsins herma að frestunin eigi rót sína í þeirri vinnu sem á sér stað á vettvangi svonefnds SALEK-hóps þar sem unnið er að því að ná „heildstæðri niðurstöðu“ þar sem undir séu allir samningar ríkis- ins við stéttarfélög. Á meðan samningur SGS og Flóans hefur legið fyrir í rúma viku, er kjara- deila þriggja stærstu félaga BSRB strand og búið að boða verkföll sem að óbreyttu hefjast í lok næstu viku. Fundur hefur hins vegar verið boð- aður hjá BSRB félögunum þremur, SFR – stéttarfélagi í almannaþjón- ustu, Sjúkraliðafélagi Íslands (SLFÍ) og LL (Landssambandi lögreglu- manna), með samninganefnd ríkis- ins hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Þegar samninganefndirnar funduðu síðast fyrir viku var staða deilunnar óbreytt og bar enn mikið í milli. SALEK-hópurinn (Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahags- forsendur kjarasamninga) fundaði á föstudag, auk þess sem heimildir blaðsins herma að fundað hafi verið um helgina og í gær. Í hópnum eiga sæti ríkissáttasemjari og full- trúar samtaka á vinnumarkaði, bæði atvinnurekenda og verkalýðs- hreyfinga. Meðal þess sem rætt hefur verið á þessum vettvangi, þar sem að frumkvæði ríkissáttasemjara hefur síðustu vikur verið leitað leiða til að innleiða hér nýtt fyrirkomulag kjaraviðræðna að norrænni fyrir- mynd, er hvort samræming lífeyris- réttinda milli opinbera og almenna- vinnumarkaðarins geti verið hluti af „mjúkri lendingu“ yfirstandandi samningalotu. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir vonir standa til þess að á fund- inum í dag leggi ríkið eitthvað meira til málanna en verið hafi á síðustu fundum, sér í lagi í ljósi þess að fyrir liggi samningur ríkisins við Flóann og SGS. Til þess að ná samningum við SFR, SLFÍ og LL þurfi hins vegar að ræða við félögin. Að ná niðurstöðu sem einnig feli í sér samræmingu líf- eyrisréttinda sé bæði stórt og flókið viðfangsefni. „Það er mjög erfitt að klára þetta ein, tveir og þrír. En það er ennþá verið að ræða þetta,“ segir hann. olikr@frettabladid.is Fundur í dag hjá ríki og BSRB Draga kann til tíðinda í deilu þriggja stærstu félaga BRSB við ríkið á fundi í dag. Undirritun fyrirliggjandi samnings við SGS og Flóann var frestað. Nái BSRB-félögin ekki samningi hefjast verkföll í næstu viku. Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Frá kr. 134.900 m/morgunmat Netverð á mann á Marcella Royal m.v. 2 í herbergi. Róm 15. október í 4 nætur Baráttufundur SFR, SLFÍ og LL um bætt kjör var í Háskólabíói um miðjan september. FRéttaBLaðið/anton Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, vonast eftir útspili frá ríkinu. FRéttaBLaðið/anton OrKumál Landsvirkjun hyggst draga til baka boðaðar takmarkanir á afhendingu rafmagns til viðskipta- vina í ljósi bættrar miðlunarstöðu eftir mikið innrennsli í lón í sept- ember. Staða í miðlunum fyrirtækisins í lok ágúst var slæm, sérstaklega í Hálslóni. Þá tilkynnti Landsvirkjun viðskiptavinum með mánaðar fyrir- vara að líklega þyrfti að nýta ákvæði í samningum og draga úr raforku- framboði í vetur. Heildarmiðlunarforði Landsvirkj- unar stendur nú í rúmum 93 pró- sentum. Lón á Þjórsársvæði standa nú í 91 prósenti. Fylling Blöndulóns er 75 prósent. Fylling Hálslóns er 95 prósent. – shá Hætta við skömmtun Ólíkt fyrri árum fór Hálslón ekki á yfir- fall í sumar. mynd/LandSviRkJun mannréttindi Útlendingastofnun óskaði ekki eftir þjónustu frá Hafn- arfirði vegna hælisleitenda í nýrri móttökustöð í Bæjarhrauni þar til 1. október. Enn bíða tólf börn sem hafa stöðu hælisleitenda eftir skólavist í Hafn- arfirði. Fimm börn hófu skólagöngu í Reykjavík eftir að Útlendinga- stofnun sá að sér og sótti um vist fyrir börnin. Stofnunin hafði látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir börnin þrátt fyrir ítrekaðar áminn- ingar frá lögfræðingi Rauða krossins og Umboðsmanni barna. Haraldur L. Haraldsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, segir að Útlend- ingastofnun og Hafnar fjarðar bær hafi ekki samning um þjónustu en stefnt sé að því að börnin geti hafið skólagöngu innan fárra daga „Útlendingastofnun kemur ekki beinlínis að skólagöngu barnanna, túlkamál og annar stuðningur kemur því í hlut skólanna sjálfra. Stofnunin mun aftur á móti vinna með skólunum í að koma þessum atriðum í réttan farveg auk þess að standa straum af mestum eða öllum kostnaði við skólagöngu barnanna,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefna- stjóri hælissviðs hjá Útlendinga- stofnun. – kbg Tólf ekki enn komin í skóla s tj ó r n sýs l a U m b o ð s m a ð u r Alþingis telur þörf á að Seðlabank- inn, fjármálaráðherra og Alþingi taki afstöðu til þess hvort gera eigi breytingar á fyrirkomulagi athugana og rannsókna vegna ætlaðra brota gegn gildandi reglum um gjald- eyrismál. Þetta kemur fram í bréfi sem umboðsmaður sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og Þórunni Guðmundsdóttur, for- manni bankaráðs. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans hefur eftirlit með því hvort reglum sé fylgt. „Ég hef þá fyrst og fremst í huga að tekin sé afstaða til þess hvort það fyrirkomulag að fela Seðlabank- anum að fara með þessi verkefni samhliða almennri stjórnsýslu við framkvæmd gjaldeyrishaftanna í þeim mæli sem raunin er í dag full- nægi nægjanlega þeim kröfum sem talið er rétt að viðhafa í skipulagi stjórnsýslu á aðgreiningu verkefna sem meðal annars tekur mið af því að tryggja að fyrir hendi sé nægjan- leg þekking, reynsla og þjálfun í úrlausn viðkomandi verkefna. Slíkri aðgreiningu verkefna er líka ætlað að treysta grundvöll málefnalegrar stjórnsýslu,“ segir Tryggvi Gunn- arsson, umboðsmaður Alþingis, í bréfinu. Nýlega var greint frá því að sér- stakur saksóknari hefði fellt niður rannsókn á meintu gjaldeyrisbrota- máli Seðlabanka Íslands eftir þriggja ára málsmeðferð. Átaldi Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, seðlabankastjóra fyrir meðferðina á því máli. Umboðsmaður Alþingis segir að Seðlabankinn þurfi að huga betur að því við undirbúning og ákvarðanatöku um athuganir og rannsóknir, og hugsanlega kæru til að lögreglu, að sá lagagrundvöllur sem slíkar ákvarðanatökur byggi á séu fullnægjandi. Eins og sjá megi af tilurð og breytingum á lagaákvæð- um og reglum um gjaldeyrismál er ljóst að Seðlabanki Íslands hefur haft verulega aðkomu að undirbún- ingi þeirra. – jhh Umboðsmaður gagnrýnir Seðlabanka Ég hef þá fyrst og fremst í huga að tekin sé afstaða til þess hvort það fyrirkomulag að fela Seðlabankanum að fara með þessi verkefni samhliða almennri stjórnsýslu við framkvæmd gjaldeyrishaft- anna í þeim mæli sem raunin er í dag fullnægi nægjanlega þeim kröfum sem talið er rétt að viðhafa í skipulagi stjórnsýslu á aðgreiningu verk- efna. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis 6 . O K t ó b e r 2 0 1 5 Þ r i Ð j u d a G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 2 -C 0 6 0 1 6 C 2 -B F 2 4 1 6 C 2 -B D E 8 1 6 C 2 -B C A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 5 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.