Fréttablaðið - 06.10.2015, Blaðsíða 44
Breska sálar- og popphljómsveitin
Simply Red sækir Ísland heim í
annað sinn þann 31. maí næstkom-
andi og spilar á tónleikum í Laugar-
dalshöll.
Sveitin spilaði hér á landi þann
16. júní árið 1986 ásamt hljómsveit-
inni Lloyd Cole & the Commotions
á fyrra kvöldi Listapopps á Listahá-
tíð en seinna kvöldið tróðu hljóm-
sveitirnar Madness og Fine Young
Cannibals upp.
„Ég sá þá fyrir 30 árum í Laugar-
dalshöll, þá voru þeir rétt að byrja
feril sinn og það er gaman að geta
séð þá þrjátíu árum síðar á sama
stað eftir allar þessar plötur og
smelli sem þeir hafa gefið út,“ segir
Guðbjartur Finnbjörnsson, sem flyt-
ur sveitina inn til landsins, glaður í
bragði.
„Þeir eru á stórum þrjátíu ára
afmælistúr núna sem heitir Big
Love. Hann hefst í Evrópu núna
síðar í október og sveitin spilar
meðal annars í Þýskalandi, Frakk-
landi, Hollandi, Danmörku og það
er allt meira og minna uppselt.
Sveitin á dyggan aðdáendahóp og
flott lög sem allir þekkja,“ segir
Guðbjartur og bætir við: „Sem dæmi
spilar sveitin í O2-höllinni í London
í desember þrjú kvöld í röð og það
er allt orðið uppselt þar þannig að
það eru 60.000 manns að fara að sjá
hana þar.“ Árið 2010 fór hljómsveit-
in í pásu en ákvað að fagna þrjátíu
ára afmæli sínu með stæl og halda í
tónleikaferð.
Guðbjartur segir sitt uppáhalds-
lag með hljómsveitinni vera Hold-
ing Back the Years sem finna má á
fyrstu breiðskífu sveitarinnar, Pict-
ure Book, sem kom út árið 1985.
Lagið náði fyrsta sæti á Billbord
Hot 100 listanum og varð númer
tvö á UK Singles Chart sama ár og
er annað lag sveitarinnar sem náði
sæti númer eitt í Bandaríkjunum en
lagið samdi söngvari og aðal sprauta
sveitarinnar, Mick Hucknall, þegar
hann var sautján ára gamall.
Hljómsveitin var upphaflega
nefnd Red sem vísun í gælunafn
söngvarans en hann skartaði áber-
andi rauðum lokkum en nafninu
var breytt í Simply Red þegar hljóm-
sveitin spilaði á tónleikastað í upp-
hafi ferilsins og umboðsmaður
staðarins átti í erfiðleikum með
að ná utan um nafn sveitarinnar.
Þá svaraði Hucknall að nafnið
væri „Red, simply R e d “ .
E i n hve r s m i s -
skilnings varð
vart og var
nafnið Simply
Red prentað á
auglýsingaplaköt
fyrir tónleikana og
festist í kjölfarið við
sveitina.
Hljómsveitin hefur
á starfsævi sinni gefið
út ellefu breiðskífur og
selt yfir fimmtíu millj-
ónir eintaka af plötum
en meðal helstu smella hennar er til
að mynda ábreiða af laginu If You
Don’t Know Me by Now.
Mannaskipan hljómsveitarinnar
hefur breyst talsvert á síðustu þrjá-
tíu árum en forsprakki og söngvari
sveitarinnar er eini upphaflegi
meðlimur hennar. Auk söngvarans
verður átta manna hljómsveit á
sviðinu og meðal þeirra er
hljómborðsleikarinn
Ian Kirkham sem
spilað hefur með
sveitinni síðan árið
1986.
Aðspurður segist
Guðbjartur sjálfur
þrælspenntur fyrir
tónleikunum og lofar
að sveitin taki alla sína
helstu smelli og fleiri
til á tónleikunum
en miðasala hefst
klukkan 10.00 þann
13. október á midi.is.
gydaloa@frettabladid.is
l Hljómsveitin á rætur að rekja til
borgarinnar Manchester á Englandi og
var formlega stofnuð 1985.
l Simply Red var stofnuð af Mick
Hucknall og umboðsmanninum Elliot
Rashman og er nafnið Red vísun í hárlit
söngvarans.
l Upprunalegir meðlimir voru auk
Hucknalls þeir David Fryman, Tony
Bowers, Fritz McIntyre, Tim Kellett og
Chris Joyce, en Hucknall er nú eini upp-
runalegi meðlimur sveitarinnar.
l Sama ár kom fyrsta breiðskífa sveitar-
innar út, Picture Book, en á henni má
finna helsta smell sveitarinnar Holding
Back the Years.
l Lagið er vinsælasta lag sveitarinnar og
náði fyrsta sæti á Billboard Hot 100
listanum en söngvarinn og aðalsprauta
sveitarinnar, Mick Hucknall, samdi lagið
þegar hann var sautján ára gamall.
l Móðir Hucknalls yfirgaf hann og föður
hans þegar Hucknall var þriggja ára
gamall og segir hann þann atburð hafa
veitt sé innblástur þegar hann samdi
lagið.
l Simply Red hefur gefið út ellefu breið-
skífur, þá síðustu, Big Love, þann 29. maí
á þessu ári.
l Sveitin hefur selt yfir 50 milljónir ein-
taka af plötum sínum.
l Í byrjun nóvember árið 2014 tilkynnti
hljómsveitin að hún myndi halda í
afmælistónleikaferð undir yfirskriftinni
Big Love og mun sveitin koma fram víða
í Evrópu, Ástralíu og Suður-Ameríku en
Simply Red spiluðu í Laugardalshöll
þann 16. júní árið 1986.
l Vinsælustu lög Simply Red eru, auk
Holding Back the Years, A New Flame,
It's Only Love, If You Don't Know
Me By Now, For Your Babies, Stars,
Money's Too Tight (to Mention),
Fairground og Something Got Me
Started.
Hljómsveitin Simply Red treður
upp í annað sinn í Laugardalshöll
Sveitin Simply Red hefur verið starfandi frá árinu 1985 og spilaði í Laugardalshöllinni fyrir rúmum þrjátíu árum.
Pönnusteiktur þorskur
900 g þorskur
5 kúfaðar matskeiðar af hveiti
2 egg
150 g brauðrasp
1-2 pressuð hvítlauksrif
Nokkrir stönglar af fersku rós-
maríni
Sítróna, skorin í báta
Sætir kartöflubátar
2 stórar eða 4-5 litlar sætar
kartöflur
1-1,5 tsk. reykt paprika
Salt
Pipar
Ólífuolía
Basilíkumajónes
4 basilíkustönglar
Sjávarsalt
2 msk. majónes
Safi úr ½ sítrónu
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Afhýðið
sætu kartöflurnar og skerið á
lengdina í 8 báta. Leggið bátana
í eldfast mót og veltið þeim upp
úr ólífuolíu og kryddum. Bakið í
ofni í 35-40 mínútur.
Takið fram þrjár skálar. Setjið
hveiti í fyrstu skálina og kryddið
með salti og pipar. Hrærið
eggin og setjið í aðra skálina.
Setjið brauðrasp í þriðju skálina.
Veltið þorskbitunum fyrst upp
úr hveitiblöndunni, síðan hrærðu
eggjunum og að lokum brauðra-
spinu.
Hitið ólífuolíuna við miðlungs-
hita á pönnu og bætið hvít-
lauknum og rósmaríngreinunum
í olíuna. Þetta er gert til að bragð-
bæta olíuna. Þegar hvítlaukurinn
byrjar að krauma er þorsknum
bætt á pönnuna. Steikið þorskinn
í nokkrar mínútur á hvorri hlið,
þar til hann fær fallegan lit.
Maukið basilíkulaufin í mortéli
ásamt sjávarsaltinu. Bætið
majónesi og sítrónusafa út í og
blandið vel.
Uppskrift fengin af Ljufmeti.com.
Mynd af Simply Red frá árinu 1987.
Pönnusteiktur þorskur með basilíkumajónesi
Hucknall er þekktur
fyrir rauða hárið en
nafn sveitarinnar er
vísun í gælunafn sögn-
varans.
6 . o k t ó b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J U D A G U r24 L í f I Ð ∙ f r É t t A b L A Ð I Ð
Lífið
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
C
3
-3
1
F
0
1
6
C
3
-3
0
B
4
1
6
C
3
-2
F
7
8
1
6
C
3
-2
E
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
5
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K