Fréttablaðið - 16.10.2015, Side 24

Fréttablaðið - 16.10.2015, Side 24
Friðrika Hjördís Geirsdóttir umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is Nú þegar myrkrið færist yfir þá kveikja margir á kertum innan- dyra og gera huggulegt heima hjá sér. Nýleg dönsk rannsókn leiddi í ljós að hefðbundin kerti menga mjög mikið og voru sum dönsk heimili svo sótug og meng- uð að það mátti líkja þeim við fjölfarna umferðargötu. Því skipt- ir það máli að velja kerti af kost- gæfni og eru kerti sem eru gerð úr náttúrulegum efnum líkt og tólg eða vaxi frá býflugum bæði betri fyrir umhverfið og heilsuna. HeilsusamleGum kertum Í dag verður Bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur á landinu en hann er hápunktur árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameins- félag Íslands. Tilgangurinn er að vekja athygli á krabbameini hjá konum. Í upphafi var mánuðurinn helgaður brjóstakrabbameini en undanfarin ár hefur Krabbameins- félagið beint athyglinni að öllum þeim krabbameinum sem greinast í konum. Í fyrra var einblínt á leg- hálskrabbamein og konur hvattar til þess að mæta í leghálskrabba- meinsleit. Skipuleg hópleit Núna í ár er það krabbamein í ristli sem fær alla athyglina. „Ristilkrabbamein er eitt af þeim fáu krabbameinum sem hægt er að koma í veg fyrir með því að greina það á frumstigi,“ segir Lára G. Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélags- ins. „Undanfarna mánuði hefur Krabbameinsfélagið unnið að hug- myndum til að finna góðan farveg fyrir skipulega hópleit að ristil- krabbameini hér á landi. Dr. Sunna Guðlaugsdóttir meltingarlækn- ir hefur leitt þá vinnu í samstarfi við landlæknis og að beiðni vel- ferðarráðuneytis. Nýgengi ristil- krabbameins hefur aukist undan- farna áratugi en nú síðustu ár erum við farin að sjá lækkun á tíðni þessa sjúkdóms. Það má lík- lega þakka þeirri staðreynd að hér fer fram óskipuleg skimun að ein- hverju leyti. Sem dæmi, þá niður- greiða nokkur stéttarfélög kostnað við leit að ristilkrabbameini fyrir sína félagsmenn,“ segir Lára. Einkennin lúmsk Ristilkrabbamein er þriðja algengasta dánarorsök af völd- um krabbameina á Íslandi en ár- lega greinast að meðaltali 135 einstaklingar og 52 látast úr sjúk- dómnum. Ætla má að um 2.000 Íslendingar séu nú þegar með í sér ógreint ristilkrabbamein eða sepa sem munu þróast yfir í ristilkrabbamein á næstu 10-15 árum. Af þeim greinast um 600 með sjúkdóminn á lokastigi og um 800 munu deyja úr sjúkdómn- um. „Ristilkrabbamein er ein- kennalaust til að byrja með en eftir því sem það stækkar geta komið fram einkenni eins og blóð í hægðum, breytingar á hægða- venjum, til dæmis niðurgang- ur sem varir vikum saman. Kvið- verkir eða krampi sem hætt- ir ekki auk blóðleysis, þreytu og þrekleysis,“ segir Lára. Þessi ein- kenni geta verið af völdum ein- hvers annars en krabbameins en rétt er að leita álits læknis. Slaufan er samfélag Átakinu var hleypt af stokkunum fyrir 15 árum með sölu á bleiku slaufunni og hefur vaxið og dafn- að með hverju árinu. Núna í ár var það gullsmiðurinn Erling Jó- hannesson sem hannaði slaufuna en hann lýsir henni sem litlu sam- félagi sem stendur með þér þegar á bjátar og er hann þar að tala um Krabbameinsfélagið. Bleika slaufan er seld fyrstu tvær vikurnar í október en hægt er að kaupa slaufur fyrri ára á vefsíðunni bleikaslaufan.is. Einn- ig er hægt að styrkja átakið og gerast velunnari. Ristillinn í sviðsljósinu Bleiki dagurinn er í dag. Hann er hápunktur fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands. Lára G. Sigurðardóttir er læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. 25%- afsláttur af öllum vörum á opnunartilboði - Reykjarvíkurvegi 66 - Sími: 611 - 8800 - - líFið mælir með ÚtGáfuféLaG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 umsjón Friðrika Hjördís Geirsdóttir rikka@365.is l ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is l forsíðumynd Stefán Karlsson auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Lífið www.visir.is/lifid ugla Stefanía er baráttukona mikil fyrir réttindum hinseg- in fólks og transfólks. Hér deil- ir hún sínum uppáhaldslögum sem eru kjörin fyrir kertaljós og huggulegheit þegar kólna tekur í veðri. TroLLabundin Eivör ró MaMMút rauðiLækur MaMMút roads PortishEad i’LL drown sólEy G.u.Y. lady GaGa The ChanGe EvanEscEncE LiThium EvanEscEncE androGYnous Joan JEtt, laura JanE GracE & MilEy cyrus ParT of Your worLd littlE MErMaid „Ristilkrabbamein er eitt af þeim fáu krabbameinum sem hægt er að koma í veg fyrir með því að greina það á frumstigi.“ 2 • LÍfIÐ 16. oKtóbER 2015 Notalegir tóNar 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 1 -4 E 1 0 1 6 C 1 -4 C D 4 1 6 C 1 -4 B 9 8 1 6 C 1 -4 A 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 5 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.