Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 11

Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 11
Hanna Lísa Herbertsdóttir, nemandi í FB varð hlutskörpust í söngvakeppni Fjölbrautaskólans í Breiðholti, en undankeppni fyrir söngvakeppni framhaldsskólanna var haldin nýlega í skólanum. Keppnin var haldinn með glæsibrag í Tjarnarbíó. Alls var boðið upp á 15 söngatriði og voru mörg þeirra einkar glæsileg. Áhorfendur voru fjölmargir og myndaðist mikil og góð stemmning. En að lok- um var það Hanna Lísa sem náði að bræða hjörtu dómaranna og stóð uppi sem sigurvegari og söng hún lagið Hallelujah sem var útfært á íslensku. Tek- ur hún því þátt fyrir hönd FB í söngvakeppni fram- haldsskólanna sem verður haldinn 3. apríl nk. Dómnefndin var ekki af lakari endanum, en með- al dómara voru Höddi í Brain Police, Klara í Nylon og Dóri DNA. Ekki má gleyma þeim sem stóðu að því að skipuleggja keppnina og eiga þeir hrós skilið. Frábært þegar vel tekst til og enn skemmti- legra þegar mæting er góð og alltaf gaman þegar nemendur sem stunda félagslífið lítið láta sjá sig á viðburðum sem þessum. FEBRÚAR 2006 11Breiðholtsblaðið Thor troðfyllti Gerðuberg Thor Vilhjálmsson rithöfundur hélt troðfullu húsi af fólki við efn- ið á liðlega tveggja tíma löngu fyrsta ritþingi ársins í Gerðubergi 21. janúar sl. Raunar má kalla þessa samkomu rit- og sjónþing vegna þess að í tengslum við rit- þingið var opnuð sýning á mynd- verkum Thors en hann liðtækur myndlistarmaður ekkert síður en rithöfundur. Halldór Guðmunds- son bókmenntafræðingur stýrði ritþinginu og fékk til liðs við sig þá Ástráð Eysteinsson bók- menntafræðing og Sigurð Pálsson skáld og rithöfund er skyldu rekja úr innviðum Thors efni um líf hans og einkum störf. Raunar þurfti hvorki bókmenntafræðinga né skáld til að kalla tjáningarþörf Thors fram á hið áheyrilega svið þar sem hann miðlaði bæði for- vitnum og fróðleiksfúsum við- stöddum af visku sinni og reynslu og sparaði heldur ekki gaman- semi ef hann taldi hennar þörf til þess að vekja athygli á máli sínu eða komast nær áheyrendum sín- um enda af nægu að taka. Víðförull í meira en hálfa öld Starfsferill Thors nær yfir meira en hálfa öld og eftir hann liggja 11 stórar skáldsögur, auk smásagna, ljóðgerðar, ferðasagna og síðast en ekki síst umfangmikilla þýð- inga þar sem sagt er að hann hafi ráðist í að læra nýtt tungumál í upphafi hverrar þeirra. Má vera að um ýkjur sé að ræða en að- spurður á málþingunu kvaðst Thor ætíð hafa lagt sig eftir því að gera sitt besta. Vinna hlutina eins vel og honum var unnt. Thor er víðförull og hefur einnig starfað nokkuð sem fararstjóri. Ferðalaga hans má víða finna stað í bókum hans er hann flutti evrópsk og ekki síst suðurevrópsk áhrif inn í íslenska bókmenntasögu. Á öðr- um og einkum síðari hluta ferils síns snéri hann sér meira að heimafengnum veruleika, í Foldu þar sem hann gerir grín að sam- löndum sínum bæði í íslenskri sveit og á ferðum til fjarlægari slóða. Rammíslenskra áhrifa gæt- ir þó hvað mest í bókinni Grá- mosinn glóir sem um margt er tímamótaverk á ferli hans. Camus, Sarte og Eliot Thor kom inn í mikla umbreyt- ingartíma í skáldskap, skáld- sagnagerð og myndlist hér á landi þegar listamenn orðs og lita fóru um leitandi og sóttu sér form og fyrirmyndir í strauma og stefnur sem fóru um listaheiminn. Ást- ráður Eysteinsson segir að fyrsta bók Thors sé að sínu leyti fjöl- listaverk og forspá um þá miklu umbeytingu sem einkennir mörg síðari verk hans og það frjálsræði sem hann leyfir sér í efnistökum, lítt hamlaður af reglum bók- menntategunda og framsetningar. Thor dvaldi á yngri árum í Frakk- landi og voru fyrstu verk hans að nokkru bendluð við franska til- vistarstefnu frá því um miðju lið- innar aldar. Thor sótti sér titla og einkunnarorð fyrstu bóka sinna í T.S. Eliot. „Það er engu að flýja frá og einskis og flýja til og Maðurinn er alltaf einn“ eru sótt til verka þessa merka módernista. Á rit- þinginu fjallaði Thor jafnt um verk sín, tilurð þeirra og sagði sögur af förum sínum og sam- tímafólki einkum því sem hann kynntist á ferðum sínum erlendis. Samstarf við myndlistarmenn Tengsl Thors við myndlistina koma ekki eingöngu fram í þeim myndverkum sem hann hefur sjálfur skapað. Hann hefur átt samstarf við ýmsa myndlistar- menn. Þar má sérstaklega nefna samstarf hans við Örn Þorsteins- son. Saman unnu þeir bækurnar Spor í sandi og Sporrækt á ní- unda áratugnum og Thor reit ein- nig bók um Svavar Guðnason list- málara auk samvinnu við marga myndlistarmenn, nú síðast Pál á Húsafelli þar sem Thor hefur ort ljóð við myndverk hans. Á sýning- unni á myndverkum Thors sem nú stendur yfir í Gerðubergi og lýkur 5. mars má sjá yfirlit um hann sem myndlistarmann. Hann er formbyltingarmaður í mynd- listinni líkt og í skáldsagnagerð og öðrum ritstörfum. Hann hefur unnið undir sterkum áhrifum þeirra strauma sem runnu um miðbik liðinnar aldar. Abstrakt formið er honum nærstætt en einnig umhverfið og náttúran sem hann túlkar frá sambærileg- um sjónarhornum og mannlífið í textum sínum. Maðurinn er alltaf einn er honum gjarnan hugleikið ef ekki jafnan í myndverkunum þar sem mannsmyndin birtist oft umlukin náttúrunni stundum dul- arfullri og óræðri. „Fylgir heillastjörnu“ Sigurður Pálsson, skáld og rit- höfundur, komst nálægt æviverki Thors Vilhjálmssonar er hann sleit ritþinginu með frumsömdu ljóði sem hann flutti honum af til- efni dagsins. „Fylgir heillastjörnu Einn á áttræðum báti Siglir með aflann Alla leið í höfn Alla leið í heila höfn“ Thor á palli í Gerðubergi ásamt viðmælendum sínum. Fr.v. Sigurður Pálsson, Halldór Guðmundsson, Thor Vilhjálmsson og Ástráður Eysteinsson. Um margt að spjalla í kaffihléi. Þröngt á ritþingi í Gerðubergi. Ungt fólk setti svip á samkomuna. Fjölmargir áhorfendur skemmtu sér hið besta á söngvakeppni FB. Thor tengir gjarnan mynd og mál í verkum sínum. Hér má líta eitt af verkum hans á sýningunni í Gerðubergi. Mörg glæsileg atriði í söngvakeppni FB

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.