Breiðholtsblaðið - 01.09.2005, Qupperneq 2

Breiðholtsblaðið - 01.09.2005, Qupperneq 2
SEPTEMBER 20052 Breiðholtsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Ritstjóri: Jón Birgir Pétursson, Sími: 891 8121 Netfang: jonbp@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Íslandspóstur 8. tbl. 12. árgangur Breiðholtsblaðið er gefið út í 9000 eintökum og dreift ókeypis í hvert hús í Breiðholtinu. Breiðhyltingur í borgarstjórastól? BREIÐHOLTSBÚINN/ ANDRÉ BACHMANN, GLEÐIGJAFI Í MÚSÍK OG STUNDVÍS STRÆTISVAGNASTJÓRI Beðinn um óskalög í strætó! Breiðholtsbúi septembermán- aðar ber franskt nafn, André Bachmann, nafnið er borið fram Andri á íslensku. Þannig stend- ur á nafninu að André var skírð- ur í höfuð föðurbróður síns sem var látinn, sá aftur á móti fékk nafnið frá frönskum hefðar- manni sem bjó í Höfða, því merka húsi við Borgartúnið. André Bachmann er þekktur maður fyrir hljóðfæraleik sinn. Fyrir góð tilþrif og glæsta ball- stjórn fékk hann viðurnefnið Gleðigjafinn. Ekki lítið það. „Ég byrjaði seint að spila, en áður en varði var ég kominn af stað í spileríi. Þetta vatt upp á sig,“ segir André. Einhverju sinni skemmti hann ásamt félaga sín- um á Hótel Sögu, það átti að standa stutt, en þar léku þeir við miklar vinsældir næstu misserin. „Ég er með Birgi J. Birgissyni núna og við erum að spila í Kaffi Óperu. Ætluðum að vera þar í hálfan mánuð, en það gekk svona þrusuvel að við verðum fram að áramótum. Við syngjum róman- tíkina og eingöngu fyrir matar- gesti. Það þarf að leggja heilmikið á sig að syngja þessi lög. Þau finnst mér erfiðust satt best að segja,“ sagði André Bachmann í viðtali við Breiðholtsblaðið. „Hvernig kom til titillinn Gleðigjafinn? „Það var víst hann Bjarni Ara á Aðalstöðinni sem kom fyrst fram með þetta, og það festist einhvern veginn við mig. -Hvernig er hægt að gleðja fólk með söng eins og þú ert frægur fyrir? „Það geri ég með því að lesa salinn eins og ég kalla það. Það er mikilvægt að skilja hvernig andinn er í salnum. Þetta hefur aldrei klikkað hjá mér. Þegar spilað er undir borðum þá verð- ur fólk til dæmis að geta talað saman. Á böllum gilda auðvitað aðrar reglur,“ sagði André -Þið hafið lengi búið í Breiðholt- inu, þú og þín fjölskylda? „Jú, við höfum víst búið hér í ein 27 ár. Hér er gott að búa, allt til alls, hér er sundlaug, apótek, stutt í Elliðaárdalinn og fjallaloft- ið stórkostlegt. Kostirnir við að búa hér eru margir, ókostina hef ég ekki orðið var við“. Aðalstarf André Bachmann er að keyra strætó. Hann segist kunna vel við starfið. -Þú syngur náttúrlega fyrir farþegana? „Nei, ég hef nú ekki gert það,“ segir André og hlær. „En ég hef oft verið beðinn um það.“ -Hvernig fer nýja leiðakerfið í þig, André? „Bara vel, en mér finnst að það hefði mátt kynna kerfið betur áður en það skall á. Eldra fólkið á dálítið erfitt með þetta. En þetta venst allt saman.“ -Hvernig er forstjóri Strætó við stýrið? „Toppnáungi. Ég kenndi hon- um að keyra svona vel,“ segir André og hlær og bætir við: „Ég er nú bara að plata. Annars unn- um við saman á þvottastöð SVR í gamla daga og það voru skemmtilegir dagar. Þá vorum við ungir og fallegir. Núna erum við gullfallegir,“ segir André og skellihlær. Kona André Bachmann er Emilía Ásgeirsdóttir „Maður getur ekkert án hennar,“ segir André og það er ljóst að hann meinar það sem hann segir. ANDRÉ BACHMANN, - strætóstjórar eru úrvalsfólk. S koðanakannanir undanfarið sýna veg Sjálfstæðisflokksins í borginnivaxandi eftir að Reykjavíkurlistinn liðaðist í sundur og hvarf í -ör-eindum sínum heim til föðurhúsa. Flokkurinn er með 54% fylgi borgarbúa og 9 borgarfulltrúa af 15. En skoðanakönnun er eitt og kosn- ingar annað. Sjálfstæðisflokknum hættir til að mælast vel í skoðanakönn- unum nokkrum mánuðum fyrir kosningar en niðurstaðan veldur iðulega vonbrigðum. Ekkert verður því fullyrt hvað gerist í maí á næsta ári þegar borgarbúar kjósa. T veir verðugir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins keppa um leiðtogasætiðí borginni og þá hugsanlega um borgarstjóraembættið. Þetta erutveir góðir Breiðhyltingar, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þrautreynd- ur sveitarstjórnarmaður og oddviti flokksins í dag og Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi, ungur og vaskur maður. Fyrstu kannanir sýna að borgarbúum hugnast best að sjá Gísla Martein í stóli borgar- stjóra. En þetta þýðir auðvitað ekki að félagar í Sjálfstæðisflokknum séu endilega á þessu máli. Það kemur í ljós í prófkjöri innan flokksins á næstu vikum. Aðstöðuvandræði ÍR-inga senn leyst B reiðholtshverfin iða af lífi alla daga. Þar búa á þriðja tug þúsundamanna. Og þrátt fyrir að hverfin séu vel gróin eftir frumbýlingsárin,þá er hér margt ungmenna í hópi íbúanna, og þessir krakkar sækja útrás í starfi íþróttafélaganna. Því miður hefur uppbygging íþróttamannvirkja í Breiðholti ekki verið með þeim hætti að borgarstjórnin fá hrós heimamanna fyrir. Þó hefur ýmsu verið lofað um margra ára skeið og íþróttahús frumteiknað, - en síðan ekki söguna meir. Ef litið er yfir landamærin til þeirra í Kópavogi má sjá öfluga og mark- vissa uppbyggingu íþróttastarfsins á örfáum árum. Meðan þar er nánast allt fyrir hendi , vantar mikið upp á hér. En nú er að rofa til. Breiðholtsblaðið ræddi við Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúa og formann hverfisráðsins. Hann hafði góðar fréttir að segja, - allt lítur út fyrir að íþróttamannvirki og endurbætur skóla í Breið- holti séu að verða að veruleika. E itt elsta íþróttafélag landsins, Íþróttafélag Reykjavíkur, nærri 100ára gamalt félag með 1.900 virka félaga starfar í Breiðholti. Á svæðifélagsins er enn ekki kominn gervigrasvöllur eins og flest íþróttafé- lög í Reykjavík ráða yfir í dag. Þar er heldur ekki íþróttahús. Það er óhætt að taka undir með ÍR-ingum og skora á borgaryfirvöld að ganga frá fjármögnun á gervigrasvellinum, - og í kjölfarið rísi alvöru fjölnota í- þróttahús á svæðinu. Jón Birgir Pétursson

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.