Breiðholtsblaðið - 01.09.2005, Page 8

Breiðholtsblaðið - 01.09.2005, Page 8
Nýlega opnaði Auður B. Krist- insdóttir, sérkennari og kennslu- ráðgjafi ráðgjafarstofu um lestur, Læsismiðstöðina, sem er til húsa á Þarabakka 3, á þriðju hæð, gengið inn þar sem útibú Íslands- banka er. Auður hefur langa reynslu í sérkennslu á grunn- og framhaldsskólastigi og hefur auk þess unnið sem ráðgjafi við skóla og haldið námskeið fyrir skóla og stofnanir. Orðið læsi felur í sér bæði lestur og ritun og Læsismiðstöðin mun meðal annars annast greiningar og athuganir á lestar- og ritunar- vanda (dyslexiu) einstaklinga. Að sögn Auðar eru margir þeirra sem leita til Læsismiðstöðvarinnar full- orðnir einstaklingar sem eru nú að snúa aftur í framhaldsnám eftir nokkurt hlé eða eftir að hafa flosn- að upp úr skóla á yngri árum. „Skilningur og þekking á vanda fólks með námserfiðleika hefur aukist mikið á síðustu árum og þar með hefur þjónusta framhalds- skólanna aukist og tekið er tillit til fólks með dyslexiu eða lesblindu á ýmsan hátt í skólastarfinu“. -Hvenær er hægt að athuga hvort börn eru með dyslexiu (lesblindu)? „Núna er hægt að sjá ákveðnar vísbendingar sem tengjast mál- þroska barna strax á leikskólastigi. Þau börn eiga frekar á hættu að glíma við lestrarerfiðleika í grunn- skóla. Lestur er undirstaða annars náms og mikilvægt að foreldrar fylgist með þróun lestrar hjá börn- um sínum frá upphafi skólagöngu og taki virkan þátt í því að aðstoða barnið. Hafi foreldrar áhyggjur af lestrarfærni barna sinna geta þeir óskað eftir athugun hjá Læsismið- stöðinni og fengið mat á stöðunni ásamt hagnýtri ráðgjöf hvernig þeir geti aðstoðað börnin við lestr- arnámið“. Lestrarerfiðleikar koma líka fram í fleiri námsgreinum eins og stærðfræði og tungumálum og hafa áhrif á hegðun og líðan barna. Auður leggur áherslu á að mikilvægt er að greina námsvandamál áður en í slíkt óefni er komið. „Ég hef sérstakar áhyggjur af unglingunum í 8.-10. bekk. Reynsla mín sýnir að margir hafa í raun gefist upp í námi einmitt á þeim aldri og þessir krakkar eiga mjög erfitt með að fóta sig í framhalds- skólunum, oft hafa þau ekki fengið greiningu á námserfiðleikum sín- um í grunnskóla og þar af leiðandi ekki aðstoð eða ráðgjöf við hæfi“. Auður sagði að lokum, að þjón- usta Læsismiðstöðvarinnar sé ein- nig ætluð skólum og stofnunum, ýmist með beinni ráðgjöf og með því að halda námskeið og fræðslu- fundi fyrir kennara eða í formi þró- unarverkefna. SEPTEMBER 20058 Breiðholtsblaðið Hvaða bók/bækur ertu að lesa? Lesandi júnímánaðar er Daníel Gunnarsson skólastjóri Fjalla-Eyvindur og Halla Það kom vel á vondan mitt í öllu annríkinu við að koma skóla- starfinu af stað að vera sett fyrir heimaverkefni af fyrrum nemanda mínum, Ólafi Darra Ólafssyni. Sjálfsagt hefur hann haft af því nokkurt gaman að setja fyrrum kennara sínum fyrir og skipta á hlutverki frá því að ég var kennar- inn og hann nemandinn með fang- ið fullt af heimavinnu. Það er nokkuð árstíðabundið hvaða lesefni er á náttborðinu mínu. Eftir jólin dett ég oft í nýút- komnar skáldsögur en á sumrin og haustin sæki ég í þjóðlegan fróðleik og ferðabækur um landið okkar. Til viðbótar því les ég tímarit sem gefin eru út um hesta- mennsku og skólamál. Síðustu daga renndi ég yfir nýjasta tölu- blað af Skólavörðunni en það blað er gefið út af Kennarasam- bandi Íslands. Í ágætri grein Svan- hildar Óskarsdóttur er lögð áher- sla á mikilvægi þess að vanda til lestrarkennslu. Undir það get ég svo sannarlega tekið. Einnig fjall- ar hún um Stóru upplestrar- keppnina en það er keppni á með- al 12 ára nemenda á Íslandi ár hvert þar sem lögð er áhersla á vandaðan upplestur og fágaða framkomu. Einnig er í þessu tímariti fjallað um frammistöðu okkar í PISA en það er alþjóðleg könnun á náms- árangri nemenda. Það vekur hvað mesta athygli að við Íslend- ingar stöndum okkur vel saman borið við aðra þátttakendur og þó einkum og sér í lagi stóðu ís- lenskar stúlkur sig vel. Það á ein- nig við í stærðfræði en lengi var sú skoðun útbreidd að stærð- fræði væri frekar námsgrein drengja. Samkvæmt könnuninni er það ekki rétt, nokkuð sem kem- ur okkur skólafólkinu ekkert á óvart. Annars er það umhugsun- arefni fyrir okkur hvort skólinn sé orðinn of stúlknamiðaður. Víst er að megin þorri starfsmanna leik-, grunn- og framhaldsskóla eru konur. Bókin á náttborðinu mínu þessa stundina er Saga Fjalla-Ey- vindar. Ég var svo lánsamur í sumar að komast á slóðir hans og hef oft hugsað til þeirra Höllu síð- an. Saga Eyvindar er um margt mjög sérstök og í rauninni óskilj- anlegt hvernig þau Eyvindur og Halla gátu lifað á fjöllum í um 40 ár. Hann var tekinn þrisvar sinn- um og hún oftar en ævinlega sluppu þau aftur til fjalla. Talið er að þau hafi endað ævina á Ströndum undir verndarvæng séra Helga Einarssonar prests að Stað í Grunnavík. Sennilega fædd- ist Fjalla-Eyvindur 1713 eða 1714 elstur að minnsta kosti tíu systk- ina. Hann fæddist í Hlíð í Hruna- mannahreppi og ólst þar upp. Aldrei var með fullu vitað hver sekt hans var og ef til vill var hún engin önnur en að hlýða kalli náttúrunnar en eftir að útilegan hófst er öllum ljóst að hann varð brotamaður. Saga þeirra Eyvindar og Höllu hefur verið efniviður í sögur og leikrit. Nægir í því sambandi að nefna leikrit Matthíasar Jochum- sonar, Útilegumennirnir, sem fljót- lega hlaut nafnið Skugga-Sveinn. Fullvíst má telja að fyrirmynd Skugga-Sveins sé Fjalla-Eyvindur. Það er í rauninni stórmerkilegt hvað stutt er síðan almenningur á Íslandi var uppfullur af trú á úti- legumenn, sennilega langt fram á 19. öld og jafnvel lengur. Daníel skorar á Sigurbjörn Sveinsson Hæðarseli 8 aðgreina lesendum frá bókakostinum á náttborðinu. Daníel Gunnarsson. „Mikilvægt að foreldrar fylgist með þróun lestrar hjá börnum sínum“ Ráðgjafarstofa um lestur opnuð í Mjódd AUÐUR B. KRISTINSDÓTTIR sérkennari og kennsluráðgjafi í Læsismiðstöðinni í Þarabakka 3. Alein á vakt þegar barnaskarinn fyllti frístundaheimilið: Metnaðarfullt starf sem glímir við alger- an skort á starfsfólki Barbara Kristjánsdóttir er for- stöðumaður frístundaheimilisins Álfheimar sem starfar í Hóla- brekkuskóla. Hún er á lokaáari í Kennaraháskólanum í tóm- stunda- og félagsmálafræði, sem er ný grein við skólann. Hún er að byrja á lokaritgerðinni til að fá BA-próf. Haustið hefur verið erfitt hjá Barböru í starfinu. Erf- iðlega gekk að ráða fólk til starfa í frístundamiðstöðina, og þær konur sem fengust sneru fljót- lega frá, vildu ekki vinna við þau kjör sem í boði voru fyrir vinnu, sem þeim þótti í meira lagi erfið. Þegar blaðamann Breiðholts- blaðsins bar að garði var Barbara ein á vaktinni og átti von á barna- skaranum eftir nokkrar mínútur. Hún sagði að vegna starfsmanna- eklunnar væru öll börnin í 1. bekk á biðlista. „Þetta er skelfilegt ástand í dag,“ sagði Barbara. Hún sagði að svona slæmt hefði þetta ekki verið síðustu fimm árin. Að- staðan í Álfheimum í kjallara skól- ans, er nokkuð góð, og hug- myndafræði Barböru og Mið- bergs sem annast um frístunda- heimilin, er tvímælalaust til fyrir- myndar. Þarna er aðstaða til að hita upp nesti sem börnin koma með og kæla drykkina. Þarna er möguleiki fyrir börnin að leggja sig og hvílast eða ærslast á dýn- um í einu herberginu, vinnustofa og litaherbergi þar sem aldrei eru nema sex í einu að vinna. Þá er þarna dúkkukrókur, það er allra herbergi eins og Barbara segir, því strákarnir dunda sér þar ekk- ert síður en stelpurnar. Barbara fullyrðir að dúkkur séu ekkert frekar fyrir stelpur. Reynt er að kenna börnunum rétt mataræði í frístundaheimil- inu og þeim innprentað að rækta heilsuna strax frá unga aldri. Heimilið fær stundum góða gesti, og Barbara nefndi þar sem dæmi Halla í Botnleðju, Söngsystur, og Ólaf Gunnar Guðlaugsson en hann er höfundur Benedikts búálfs og kom í heimsókn. Þó það nú væri, það er einmitt úr bókinni hans sem nafn heimilisins er feng- ið, Álfheimar. Farið er í sund einu sinni í viku, farið í íþróttaskólann einu sinni til tvisvar í viku, í bókasafnið og samvinna er við skátana svo nokkuð sé nefnt. „Í bókasafninu eru lesnar fyrir okkur sögur og það gerum við líka hérna. Það er nú svoleiðis að það er varla nokkur að lesa sögu fyrir börnin nema við, þau koma seint heim að kvöldi og þá á eftir að læra, borða og sofa,“ sagði Barbara. Barbara er afar ánægð með samvinnuna við skólann og já- kvæða afstöðu skólastjórans til starfsins. Barbara og félagar hennar eru allavega á góðri leið með eða kannski búin að útrýma hugtakinu „barnageymsla“ í sam- bandi við frístundaheimilin. Þar er unnið frábært starf fyrir börn- in, og foreldrar í Breiðholti greiða aðeins 7.150 krónur á mánuði fyr- ir þennan aukaskóla sem veitir útivinnandi fjölskyldum svo mik- ið öryggi. Það er fyrir tímann frá hálftvö til rúmlega fimm á dag- inn. Í Garðabæ til að mynda kost- ar þessi sama þjónusta 15.500 krónur á mánuði og endalaust tekið við börnum á heimilið. „Við reynum að sporna gegn því að ótakmarkað sé tekið inn á heimilið án þess að nægilega margir starfsmenn séu til staðar,“ sagði Barbara. „Við berum hag barnanna fyrir brjósti og viljum að þeim líði vel hjá okkur. Til að svo sé verður umhverfið að vera öruggt, og að við höfum tíma til að sinna þeim. ÍTR hefur þetta að leiðarljósi“, sagði Barbara Kristjánsdóttir að lokum. BARBARA KRISTJÁNSDÓTTIR - stjórnar frístundaheimilinu Álfheimar í kjallara Hólabrekkuskóla..

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.