Breiðholtsblaðið - 01.09.2005, Qupperneq 15

Breiðholtsblaðið - 01.09.2005, Qupperneq 15
Gott ár ÍR-inga að baki í frjálsum Í heildina séð var árið 2005 eitt besta árið í sögu frjálsíþrótta- deildarinnar um langt árabil. Iðk- endafjöldi fór stöðugt vaxandi og rúmlega 300 iðkendur greiddu æf- ingagjöld á árinu. Iðkendur 12-14 ára og yngri náðu öðru sæti í stigakeppni Íslandsmótsins í ágúst og 14 ára telpur urðu meist- arar félagsliða í sínum árgangi. Auk þessa hafði unglingalið ÍR 15- 22 ára algera yfirburði á Íslands- mótunum bæði innanhúss og utan. Sveinar og meyjar 15-16 ára og stúlkur 17-18 ára sigruðu í stigakeppni félaga bæði innan- húss og utan á Íslandsmótunum. Efnilegir unglingar í frjálsum ÍR á nú 24 unglinga á aldrinum 15-20 ára sem hafa náð lágmörk- um inn í Úrvalshóp FRÍ sem er um fjórðungur allra sem eru í hópnum en í honum eru ung- menni af öllu landinu. Einnig á ÍR 7 af 30 í svokölluðum afrekshópi ungmenna FRÍ en það eru allra efnilegustu ungmenni landsins í frjálsíþróttum. ÍR átti einn keppanda á HM 17 ára og yngri sem fram fór í Maroccó og þrjá á ólympíuhátið Evrópuæskunnar fyrir 16 - 17 ára í sumar. Þrír ÍR-unglingar kepptu á Norðurlandamóti unglinga í ágúst og tveir á Norðurlandamóti unglinga í fjölþrautum. Meistaraflokkur ÍR hreppti síð- an annað sætið í Bikarkeppni FRÍ í 1. deild og gerir sig nú líklegan til ógna veldi FH-inga. Sama sæti náðist á Meistaramóti Íslands í karla- og kvennaflokki þar sem ÍR varð í öðru sæti í heildarstiga- keppni mótsins. ÍR-ingar stóðu sig vel í keppn- um á erlendri grundu með lands- liði Íslands en í frjálsíþrótta- keppninni á Smáþjóðaleikunum í Andorra átti félagið þrjá keppend- ur og í Evrópubikarkeppni lands- liða fjóra. Uppbygging undanfarinna ára er nú augljóslega farin að skila sér í bættum árangri meistara- flokks og stefnt er að því að ÍR verði sterkasta frjálsíþróttafélag landsins á 100 ára afmæli félags- ins árið 2007. Vetrarstarfið Stöðugur uppgangur frjáls- íþróttadeildar ÍR mun halda áfram í vetur eins og undanfarna vetur m.a. í nýrri og glæsilegri Laugardalshöll. Í október verður tekinn þar í notkun fyrsti alþjóð- legi innanhússfrjálsíþróttavöllur landsins með 200 metra hlaupa- brautum og öllu sem til þarf til alþjóðlegs mótahalds og æfinga á öllum getu- og aldursstigum. Með bættri aðstöðu verður loks aðstaða til að fjölga iðkend- um verulega hjá frjálsíþróttadeild ÍR og bjóða öllum æfingaflokkum sem geta æft í Laugardalnum upp á góða aðstöðu til æfinga og keppni. Enn vantar þó verulega upp á að frjálsíþróttir hafi sæm- andi aðstöðu til æfinga í Breið- holti og vonandi að úr því verði bætt með nýju íþróttahúsi á ÍR-svæðinu. Alls verða 11 þjálfarar við störf hjá deildinni í vetur og þar af eru 9 sem hafa starfað hjá deildinni undanfarin ár. Soffía Tryggva- dóttir, Albert Magnússon, Hörður Gunnarsson og Örvar Ólafsson sjá um þjálfun flokka 14 ára og yngri. Þráinn Hafsteinsson, Jón Oddsson, Þórdís Gísladóttir, Martha Ernstdóttir, Sverrir Guðmundsson og Óskar Thorarensen sjá um þjálfun ung- lingaflokks og meistaraflokka og Gunnar Páll Jóakimsson verður áfram þjálfari skokkhóps ÍR. Nýir iðkendur eru alltaf velkomnir til að taka þátt í frjálsíþróttum í góðum félagsskap við góðar aðstæður undir stjórn valinkunnra þjálfara. SEPTEMBER 2005 15Breiðholtsblaðið Fréttir Íþróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 • Sími 587 7080 Myndsími: 587 7081 Tölvupóstur: iradal@isholf.is Eitt megin markmið frjáls- íþróttadeildar ÍR er að vinna að öflugri barna- og unglinga- stefnu með áherslu á að allir hafi sömu möguleika á að iðka íþróttir óháð utanaðkomandi þáttum eins og fjárhagsstöðu og heimilisað- stæðum. Hinsvegar er okkur einnig ljóst að áhugi eldri iðkenda er mikill og er þá bæði um að ræða þá sem stunda lengri hlaup og hlaupa Laugaveginn og heil og hálf maraþon, og líka þá sem eitt sinn iðkuðu frjálsar íþróttir og hafa ekki getað sleppt hendinni af gadda- skónum og kastáhöldunum. Þess- um ÍR-ingum er það ljóst að heil- brigð sál í hraustum líkama er það sem gefur lífinu gildi og bætir lífi við árin. Skokkað um heimsbyggðina Starfsemi skokkhóps ÍR hefur verið mjög lífleg í ár og góð mæting á æfingar. ÍR-skokkarar hafa tekið þátt í fjölmörgum hlaupum innan- lands og utan á þessu ári. Í vor hlupu 14 úr hópnum London mara- þon, nokkrir tóku þátt í Fær- eyjamaraþoni og nú í haust verða ÍR-skokkarar meðal þátttakenda í Berlínarmarþoni og New York maraþoni. Innanlands eru stærstu viðburðirnir Laugavegshlaupið og Reykjavíkurmaraþon. Í Laugavegs- hlaupinu hlupu 15 úr hópnum og um 30 tóku þátt í Reykjavíkurmara- þoni og er nokkuð jöfn skipting milli karla og kvenna. Árangur hef- ur verið mjög góður og ÍR-skokkar- ar átt hlaupara í verðlaunasætum í flestum aldursflokkum. ÍR-skokkar- ar hlaupa frá ÍR-heimilinu við Skóg- arsel kl. 17:30 á mánudögum, mið- vikudögum og fimmtudögum og frá Breiðholtssundlaug á laugardögum kl. 9:30. Allir velkomnir. Fínn árangur í HM öldunga Núna nýlega tóku tveir ÍR-ingar þátt í heimsmeistaramóti öldunga sem fram fór í San Sebastian á Spáni. Þetta voru þau Stefán Hall- grímsson, sem keppir í flokki 55-59 ára og Fríða Rún Þórðardóttir sem er á sínu fyrsta ári í flokki 35-40 ára. Stefán er gamalreyndur kappi í þessari keppni og margfaldur heims- og Evrópumeistari í tug- þraut og sjöþraut. Fríða Rún er aftur á móti nýgræð- ingur í flokki öldunga en hefur keppt um áraraðir í frjálsum íþrótt- um og þar af í um 10 ár með ÍR og er hún enn í A-landsliði Íslands og keppti m.a. fyrir Ísland á Smáþjóða- leikunum nú í vor. Stefán reið á vaðið í tugþrautinni í keppni hinna 5 Íslendinga sem þarna voru stadd- ir og átti ágætan fyrri dag. Seinni dagurinn byrjaði ekki vel þegar Stefáni fipaðist í grindahlaupinu og datt. Hann lét samt engan bilbug á sér finna og efldist svo við þetta mótlæti að hann náði stórgóðum árangri bæði í kringlukasti og spjótkasti og endaði í 2. sæti í keppninni þrátt fyrir að fá ekki stig fyrir grindahlaupið. Það er því ljóst að með smá heppni hefði Stefán náð að sigra í annað sinn í röð á heimsmeistaramóti í tugþraut. Fríða Rún hóf keppni í 5000 metra hlaupi og varð í 8. sæti af 16 keppendum á tímanum 17:46.41 mín, hennar ársbesta tíma og árs- besta tíma íslenskrar konu, þetta er einnig hennar besti tími síðan 2003. Næsta grein var 800 metra hlaup en þar þurftu konurnar að hlaupa und- anrásir vegna fjölda keppenda en alls 18 konur hlupi í tveimur riðl- um. Fríða Rún náði 5. besta tíma í undanrásunum en náði frábæru hlaupi með miklum endaspretti í úrslitunum og varð í 3. sæti með ársbesta tíma, 2:18.10 mín. Þetta er þriðji besti árstími íslenskrar konu og hennar besti tími síðan 2003. Lokagreinin var 1500 m hlaup og þar var Fríða Rún einnig í eldlín- unni en fyrir hlaupið var hún skráð með 3. besta tímann. Þegar 200 metrar voru eftir var Fríða Rún í 5. sæti og lokuð inni af tveimur öðr- um keppendum. Hún náði þó að komast fram úr þeim og endaði í 2. sæti af 16 á tímanum 4:38.40 mín sem er eins og í 800 m hlaupinu, þriðji besti árstími íslenskrar konu og hennar besti árangur síðan 2003.. Tímarnir í 800 metra og 1500 metra hlaupunum eru án efa Ís- landsmet í þessum flokki en líklegt er að Martha Ernstdóttir, sem ein- nig keppir fyrir ÍR, eigi betri tíma í 5000 m hlaupi. ÍR-sigur í Reykjavíkurmaraþoni Reykjavíkurmaraþon fór fram nú fyrir stuttu og átti ÍR þar sigurveg- ara í kvennaflokki í heilu maraþoni, þegar Bryndís Ernstdóttir kom fyrst í mark og varð hún um leið Ís- landsmeistari í þessari vegalengd. Martha Ernstdóttir varð fyrst í hálfu maraþoni en hún varð Ís- landsmeistari í þessari vegalengd í Brúarhlaupi Selfoss á dögunum. Gamlir ÍR-ingar góðir í kastgreinunum Um sl. helgi fór meistaramót öld- unga fram á Kópavogsvelli. Alls tóku 29 keppendur, þar af 7 frá ÍR þátt í mótinu. Ágætur árangur náð- ist í mörgum greinum og flokkum á mótinu. Agnar Steinarsson sem keppir í flokki 40-45 ára sigraði í 800 m hlaupi, kúluvarpi, kringlukasti og langstökki. Hann varð svo í 2. sæti í 100 m hlaupi og í hástökki. Í flokki 50-54 ára sigraði Elías Sveinsson í kúluvarpi, spjótkasti, sleggjukasti, kringlukasti og lóðkasti. Stefán Hall- grímsson sigraði í spjótkasti í flokki 55-59 ára. Jón H. Magnússon sem keppir í flokki 65-69 ára sigraði í kúluvarpi, spjótkasti, kringlukasti, lóðkasti og sleggjukasti. Jón. Þ. Ólafsson sigraði í kringlukasti í flok- ki 60-64 ára. Jón Ögmundur Þór- móðsson sem einnig keppir í flokki 60-64 ára sigraði í sleggjukasti og lóðkasti. Að lokum sigraði Marteinn Guðjónsson í lóðkasti 80-84 ára. Það má því segja að ÍR-ingar hafi hirt mestan hluta verðlaunanna sem í boði voru í kastgreinum. Í stigakeppninni fékk FH 171 stig en ÍR kom næst með 122 stig. Það má því segja að þessir 7 keppendur hafi virkilega staðið fyrir sínu. Uppgangur er í öldungastarfinu á Reykjavíkursvæðinu og hefur Ís- landi verið falið að sjá um að halda Norðurlandamót Öldunga innan- húss árið 2007 í hinni nýju glæsi- legu höll sem verið er að leggja síð- ustu hönd á núna þessa dagana. Eldri ÍR-ingar að gera það gott á mótum víða um veröld Stuðningsmannafélag ÍR í handboltanum hefur hlotið nafn. Bláa höndin heitir félagið og er það því Bláa höndin sem styður ÍR og mun blá hönd því lögð á plóginn í vetur til stuðn- ings handboltanum í ÍR. Andri Úlfarsson formaður Bláu handarinnar sagði í spjalli við Breiðholtsblaðið: „Við ætlum að mæta vel á leikina í vetur og standa fyrir sem öflugustu starfi stuðningsmannanna. Við viljum byggja liðið upp með jákvæðum hætti í allan vetur. Fyrsta skrefið var golfmót sem fór fram 10. sept- ember sem tókst vel og standa væntingar til að það verði að ár- legum viðburði. Næsti viðburður var kynningarfundur sem við héldum sama dag og fyrsti leikur- inn okkar fór fram, þann 17. sept- ember í ÍR-heimilinu klukkan 13. Þá fórum við yfir starfið í vetur, skipulagið á deildinni, liðsskipan og áherslur í dómaramálum. Þjálf- ararnir fóru yfir liðið og markmið vetrarins og fulltrúi úr dómara- stéttinni flutti okkur þann boð- skap allan. Markmiðið er líka að fjölga félögum í stuðningsmanna- klúbbnum og þeir sem vilja bæt- ast við mega endilega senda póst á blaahondin@simnet.is og við svörum um hæl“. Hulunni svipt af Bláu höndinni: Lifi ÍR Frá Frjálsíþróttadeild ÍR, - Af eldri iðkendum Frá frjálsíþróttadeild ÍR: Blómlegt vetrarstarf við frábærar aðstæður framundan Æfingunum stýrir Björn H. Halldórsson 3.dan, sem hefur áralanga reynslu í þjálfun í öll- um aldursflokkum, bæði hér heima og erlendis. Við viljum fá þig í hópinn Með iðkun Judo muntu ná að auka við þig fimi, kraft, sjálfs- traust og vellíðan. Mættu í prufutíma þú sérð ekki því. Uppl. í síma 587 7080 Frá Júdódeild ÍR: Æfingar eru að hefjast í ÍR heimilinu Skógarseli 12 Upplýsingar um starfsemi félagsins er að finna á heimasíðunni og heimasíður deilda félagsins eru með tengingu við www.irsida.is Athugið að æfingatöflur deildanna eru á heimasíðunni. Heimasíða ÍR er www.irsida.is

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.