Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 6

Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 6
Þjóðdansafélag Reykjavíkur verður 55 ára á morgun föstu- daginn 16. júní. Af því tilefni hefur verið ákveðið að gefa fé- lögum tækifæri til þess að koma saman kl. 20.00 annað kvöld í sal félagsins við Álfabakka 14 í Mjóddinni í Breiðholti þar sem boðið verður upp á kaffi og létt- ar veitingar. Á þeim 55 árum sem Þjóð- dansafélagið hefur starfað hefur meginhlutverk þess ætíð verið að kanna og kynna þjóðdansa sem hluta af menningararfi þjóðarinn- ar. Þjóðdansar hafa lifað um aldir þótt á tímum hafi verið reynt að útrýma þeim af samfélags- og einkum trúarlegum ástæðum. Bendt Pedersen, formaður félags- ins, segir að raunverulega hafi Færeyingar varðveitt þessa menningararfleifð með því að dansa á laun þegar hvað harðast hafi verið gengið fram í því að kveða alla skemmtun niður og dansarnir síðan breiðst út til Norðurlandanna að nýju. Í gegnum tíðina hefur Þjóð- dansafélag Reykjavíkur haldið fjölda sýninga, bæði í einkasam- kvæmum, í Árbæjarsafni og ekki síst fyrir erlenda ferðamenn. Fé- lagið hefur einnig staðið fyrir nor- rænum þjóðdansamótum og verður eitt slíkt haldið hér á landi dagana 3. til 12. júlí næst kom- andi. Bendt Pedersen segir að þetta áhugamál tengi fólk mikið saman. Sama fólkið hittist aftur og aftur á þessum mótum og hluti þessa tíma sem mótin standi séu einskonar sumarleyfi fyrir það. Þjóðdansafélagið tekur mikinn þátt í erlendu samstarfi sem eink- um nær til Norðurlandanna og hafa félagar farið mörgum sinnum á þjóðdansamót erlendis. Sum þessara móta eru mjög fjölmenn og sýnir það hversu mikill áhugi er fyrir þjóðdönsum á Norður- löndunum. „Þetta er mikilvægur þáttur í starfi okkar bæði hvað varðar dansinn og einnig félagslíf- ið sem þessi samskipti gefur af sér,“ segir Bendt en bendir jafn- framt á að öll starfsemi félagsins sé borin uppi af því áhugafólki sem taki þátt í starfi þess. Annar þáttur í starfi þjóðdansa- félagsins er útleiga á búningum sem fólk notar við hin ýmsu tæki- færi. Félagið leigir m.a. út íslenska búninga auk annarra. Að sögn Helgu Þórarinsdóttur danskenn- ara, sem starfað hefur með félag- inu til margra ára segir að þessi þáttur í starfsemi þess hafi færst mikið í vöxt að undanförnu. Vin- sælt sé að nota þjóðbúninga og aðra búninga við tækifæri á borð brúðkaup og fermingar en fólk veigri sér við að koma sér upp slíkum fatnaði til þess að nota e.t.v. aðeins við eitt tækifæri. Einn nemenda minna í Ölduselsskóla, Þóra Björg Sigmarsdóttir, höfundur síðasta pistils, sýndi mér þann heiður að skora á mig í þennan leik og er mér bæði ljúft og skylt að taka þeirri áskorun. Stundum er haft á orði að bók sé best vina. Ef til vill er þar nokk- uð djúpt í árinni tekið en hitt veit ég að hver sá sem kemst upp á lag með að lesa sér til skemmtun- ar, fróðleiks og uppbyggingar eignast í bókinni ævifélaga sem aldrei bregst. Ég var svo heppin að læra þetta snemma og hafa bækur verið mér ómissandi æ síðan. Í seinni tíð les ég einkum glæpa- sögur mér til hvíldar og afþrey- ingar og svo kallaðar fagurbók- menntir þegar ég vil hafa meira við auk ljóða, Íslendingasagna og bóka H.K. Laxness sem ég glugga reglulega í. Í glæpasagnaflokknum kennir ýmissa grasa og væri að æra óstöðugan að telja þar allt upp. Þó vil ég geta nokkurra. Ég hef lengi haft dálæti á Minette Walt- ers, Patriciu Cornwell og Svíun- um Henning Mankell og Lisu Marklund. Allir þessir höfundar skrifa spennandi bækur með sál- fræðilegu og/eða samfélagslegu ívafi og hafa margar bækur þeirra verið þýddar á íslensku. Þá eru ís- lensku glæpasögurnar ótalar en þar er Arnaldur Indriðason að mínu mati fremstur meðal jafn- ingja þó ýmsir aðrir sæki jafnt og þétt í sig veðrið. Ljóðabækur hef ég alltaf við hendina og á náttborðinu mínu um þessar mundir er úrval ljóða eftir Snorra Hjartarson, ótæm- andi uppspretta fegurðar og speki og ljóðræns myndmáls sem fáir hafa leikið eftir og nýjasta bók Þorsteins frá Hamri, en hann var og er öndvegis ljóðskáld sem bara batnar með hverri bók og hverjum lestri. Þá vil ég geta sérstaklega tvegg- ja bóka sem ég hef lesið nýlega. Önnur er Viktoría ákveður að deyja eftir Paulo Coelho sem ég las í annað sinn um síðustu jól og nú í afbragðs þýðingu Guðbergs Bergssonar. Viktoríu voru gerð skil á þessum vettvangi nýverið og ætla ég því ekki að hafa um hana mörg orð en þvílíkan óð til lífsins í öllum þess myndum hef ég sjaldan lesið. Stórkostleg bók, ætti að vera skyldulesning allra, ekki síst ungmenna. Í síðustu viku lauk ég lestri Flugdrekahlauparans eftir Khaled Hosseini. Bókin er „tær snilld“ eins og unglingarnir segja. Sögu- þráðurinn er æsispennandi en þrátt fyrir hrollvekjandi lýsingar á atburðum og ástandi er bókin full af hlýju og húmor í bland við ást, sorg og söknuð sem höfundur gerir slík skil að lesandinn stend- ur á öndinni.. Og þó umhverfi og menning sé framandi, Afganistan fyrir og eftir innrás Rússa, hefur efnið skírskotun langt út fyrir tíma og rúm og minnir á að „Hjörtum mannanna svipar sam- an í Súdan og Grímsnesinu“ eins og Tómas sagði forðum. Nú er mál að linni. Tvær bækur enn eru þó á náttborðinu mínu. Önnur er Gæfuspor Gunnars Her- sveins. Lífsspeki sem auðgar and- ann. Hin er Draumalandið hans Andra Snæs Magnasonar sem ég er rétt að byrja á en lofað afar góðu. Að lokum vil ég skora á sam- starfskonu mína og vinkonu, Elínu Ástu Hallgrímsson, að skrifa næsta pistil. Veit að þar er af nógu að taka enda hefur hún stundum gaukað að mér bók og/eða hug- myndum að lesningu sem aldrei hefur brugðist. JÚNÍ 20066 Breiðholtsblaðið Handavinna í Seljahlíð Íbúar Seljahlíðar héldu sýningu á handavinnu sinni á dögunum. Margt fallegra muna var á sýning- unni og ljóst að bæði er að finna hugmyndaauðgi og hagleiks- hendur á meðal þeirra eldri borg- ara sem þar deila samfélagi á efri árum. Á sýningunni gaf meðal annars að líta útsaum, leirmuni, kertagerð og fatahönnun svo nokkuð sé nefnd en sjón er sögu ríkari. Hvaða bók/bækur ertu að lesa? Bryndís Halldóra Bjartmarsdóttir. Þjóðdansafélagið með afmælisboð í Mjóddinni Félagar í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur á æfingu í síðustu viku. Bendt Peterson formaður og Helga Þórarinsdóttir danskennari eru fyrir miðju á myndinni. Kisan mín sem er læða týndist 20. maí sl. frá Engjaseli 84. Þetta er innikisa sem datt niður af 3. hæð. Hún er hvít með svart skott og svart á höfði. Hún var ekki með ól. Ef einhver hefur orðið var við hana vinsamlegast hafið sam- band í síma 8668311, Ása. Týndur köttur

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.