Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 11

Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 11
Garðar Gunnar Ásgeirsson þjálfari Leiknis Football Club hefur verið að gera góða hluti með liðið að undarförnu. Leikn- ir eru komnir í fyrstu deild á meðan ÍR eru ennþá í annarri deild. Hér kemur smáspjall við Garðar um velgengni Leiknis og piltanna í liðinu: Leikni hefur gengið mjög vel í ár, hvað gerðuð þið öðruvísi í ár, með æfingarnar og keppnisaðferð- irnar? „Við höfum alltaf reynt að vera skipulagðir og lagt okkur 100% fram í hvern leik, við reynum að haga öllum undirbúningi eins í hvert skipti og skiptir þá engu hvaða leik við erum að fara að spila. Eini munurinn á þessu ári og öðrum er að á undirbúnings- tímabilinu fórum við í bootcamp með strákana í staðinn fyrir hefð- bundin hlaup og lyftingar og var það mjög gaman, mikil tilbreyting og þjappaði hópnum vel saman.“ sagði Garðar. En fyrir þá sem vita ekki hvað Bootcamp er, þá eru það æfingar sem að minna helst á heræfingar. Og það er ekki ann- að að segja en að Bootcamp er að virka. Leiknispiltarnir eiga auðvitað stærsta þáttinn í sigrum liðsins, og þá verður auðvitað að spyrja hvort að þjálfarinn sé ekki stoltur af strákunum sínum, og hvernig honum finnst þeim hafa gengið á þessu leikári: „Hvernig finnst þér piltunum hafa gengið? Þeir eru að ég held nokkuð sáttir en hefðu viljað vera með fleirri stig, því við töp- uðum fyrir Fram þar sem við átt- um a.m.k. eitt stig skilið og svo klúðruðum við unnum leik niður í jafntefli á móti Víking Ó. og þ.a.l. ættum við að vera með 10 stig, en svona er þetta og við verðum að berjast fyrir hverju einasta stigi þar til dómarinn flautar til leiksloka.“ Flestir áhugamenn um fótbolta eru ábyggilega mjög forvitnir að komast að því sem fram fer í bún- ingsklefanum og ég sá þarna al- veg fullkomið tækifæri til að kom- ast að því og Garðar sagði: „Á æfingum er mikið grínast í búningsklefanum, er oft mikið fjör þá og grínast drengirnir með allt saman, gera mikið at í hvor öðrum og annað slíkt. Fyrir leiki förum við yfir málin, bæði and- stæðingana og okkur og þá er al- varan í fyrirrúmi.“ Allir íþróttaþjálfarar hafa vænt- ingar til liðsmanna sinna en hvaða væntingar hefur Garðar til Leiknismanna og hvert stefnir Leiknir? „Ég hef þær væntingar að hver og einn mæti á allar æfingar og leggi sig eins mikið fram og þeir geta í hvert skipti. Við ætlum okkur að halda okkur uppi í deildinni og tryggja okkur í sessi sem 1. deildarfélag.“ Leiknismenn æfa 4 til 5 sinnum í viku og oftast nær er einn leikur í viku eftir alla þjálfunina. Garðar er án efa upptekin mað- ur og ég vildi vita hvernig er dag- ur í hans lífi: „Hann er misjafn, það fer eftir því hvort ég sé að vinna eða ekki. Ef ég er að vinna er hún búin um kl. 15:30 og þá fer maður og sæk- ir dæturnar í leikskólann og svo fer maður heim og á smá tíma með þeim, svo um kl. 17:45 fer maður að þjálfa og svo er maður kominn heim um kl. 20:00, oft verður maður að fara á völlinn eftir æfingar til að sjá andstæð- ingana spila, og þá er maður kominn heim um klukkan 22:00.“ Best er að enda viðtalið á svar- inu við titli greinarinnar, Hverjir eru bestir? Garðar svaraði: „LFC - Leikn- ir Football Club.“ Erna Ýr JÚNÍ 2006 11Breiðholtsblaðið Hverjir eru bestir? Garðar Ásgeirsson þjálfari Leiknis með dætrum sínum Ingibjörgu Erlu og Írisi Eddu og myndin að sjálf- sögðu tekin við markið á Leiknisvellinum í Breiðholti. Grill og ostur – ljúffengur kostur! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.