Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 12

Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 12
Grundvallar forsenda allrar vinnu gegn fordómum og mis- munun, felst í almennum skilningi fólks á kostum fjölbreytninnar. Einstaklingar sem að tilheyra meirihlutahópum samfélagsins skilja og finna í gegnum gagnvirk samskipti, kosti og mikilvægi fjöl- breytileikans fyrir samfélagið í heild. Börn sem og fullorðnir hafa gott af því að kynnast fólki af öðr- um uppruna og einnig að kynnast frábrugðnari menningu en þeirri sem þau þekkja. Það gefur þeim meiri heildarsýn á heiminn og það er líka bara mjög þroskandi að búa í samfélagi með fólki af blönduðum uppruna. Blaðamaður fór og talaði við nokkra krakka sem eru í námi í nýbúadeild Breiðholtsskóla og spurði þau ýmissa spurninga um Ísland og hvað þeim finnst um að búa hérna. Einnig talaði ég við eina konu sem er af finnsku bergi brotinn, hún starfar á leikskólan- um Seljaborg í Seljahverfi, hún hefur verið búsett hér nokkuð lengi þannig að hún er ábyggilega orðin atvinnumanneskja í að svara svona spurningum en hún hafði þó mjög margt áhugavert að segja. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin, segi ég nú bara. Hvað er menningaráfall Anna Guðrún Júlíusdóttir kenn- ir börnunum í nýbúadeildinni í Breiðholtsskóla og ég ákvað að spyrja hana um þetta prógramm og einnig hvernig henni finnst börnin vera að aðlagast á Íslandi. Hvort að hún sjái hvort börnin verða fyrir einhverri andúð ann- arra nemenda. „Nýbúadeildin var opnuð haustið 2000. Það var m.a. vegna þess að börnum af erlendum upp- runa hafði fjölgað í úthverfum í austurborginni. Breiðholtsskóli liggur miðlægt við Mjódd og því eru samgöngur einfaldar innan Breiðholtsins og úr öðrum hverf- um borgarinnar,“ sagði Anna þeg- ar blaðamaður spurði út í stofnun nýbúadeildarinnar. Börn eru mis- fljót að aðlagast nýjum aðstæðum eins og nýjum skóla eða nýju hverfi, en það getur ekki verið auðvelt fyrir börn að aðlagast nýju landi, sem er kannski gjör- samlega andstæða því sem þau þekkja, hvernig finnst þér börnin aðlagast Íslandi? „Það fer eftir aldri og einstak- ling. Það er auðveldara fyrir yngri börnin að aðlagast félagslega. Á unglingsárum er oft erfiðara að aðlagast nýjum heimi. Það fylgir mikið álag því að flytja til annars lands. Hugtakið menningaráfall kom fyrst fram árið 1958 til að út- skýra þá streitu sem oft fylgir því að flytja frá einu menningarsvæði til annars. Fólkið veit oft ekki hvernig það á að haga sér á nýj- um stað. Mikilvægt er að skilja eðli menningaráfalls svo hægt sé að bregðast skynsamlega við því og draga úr áhrifum þess ef það er hægt. Menningaráfall er eins konar sorgarferli í fimm stigum. Og það dregur úr sorginni ef nem- endur mæta hlýju viðmóti og skilningi.“ Anna lét fylgja með net- fang þar sem er hægt að læra meira um menningaráfall. Hún er; www.breidholtsskoli.is/fjolmenn- ing/1/Menningarafall/menning- arafall Uppbygging fjömenning- arlegs skóla Nemendur í nýbúadeildinni geta skoðað um menningarheima hvers annars á Fjölmenningar- vefnum, en þeir gera oftast meira af því þegar íslenskukunnáttan er orðin góð því að allar upplýsing- arnar eru settar inná vefinn á ís- lensku. En börnin tengjast vin- áttuböndum og tengjast á þann hátt og læra um menningu hvors annars. Er einhver samvinna á milli nýbúanna og íslensku barn- anna? „Það þarf að vinna skipulega og meðvitað með þann þátt og hjálpa nemendum að tengjast. Í Breiðholtsskóla hafa nemendur unnið saman að ákveðnum verk- efnum til dæmis tengt þemavik- um og árshátíðum. Í vetur hófst þróunarverkefnið Lýðræði í skólastarfi: Samstarf foreldra, kennara og nemenda í uppbygg- ingu fjölmenningarlegs skóla. Þetta er gert af frumkvæði og í samvinnu við Kennaraháskóla Ís- lands. Við höfum einnig nýtt okk- ur ráðgjöf frá InterCultural Ice- land í þróunarverkefninu sem er sjálfstæð fræðslumiðstöð, m.a. á sviði fjölmenningarlegrar kennslu og ráðgjafar. Þessi samvinna mun halda áfram næsta haust.“ Það er einnig gaman að segja frá að Rauði Kross Íslands mun einnig byrja með þróunarverkefni í Breiðholtsskóla næsta vetur. Markmiðið er samvinna erlendra og íslenskra nemenda við ýmis skemmtileg verkefni. Fordómar koma frá full- orðnum Ung stúlka sagði eitt sinn við mig að fordómar komi frá full- orðnum og þeir smitast yfir á börn. Ef að maður myndi setja saman hóp af börnum af öllum kynþáttum, hvaðan af úr heimin- um undir eitt þak, yrðu engir for- dómar af því að þetta væri það eina sem þau myndu þekkja og þeim þætti þetta auðvitað mjög eðlilegt. Það er hægt að koma í veg fyrir fordóma af því að fólk verður að skilja að það á enginn einstaklingur skilið að verða fyrir barðinu á fordómum því að allir eru eins, guð skapaði manninn á sama hátt, hvar sem þeir eru í heiminum. En hann gerði þó hvern og einn á sinn hátt. Erna Ýr JÚNÍ 200612 Breiðholtsblaðið Sarah Daisog Mangubat er 12 ára gömul og nemandi í nýbúa- deild Breiðholtsskóla. Hún kom hingað frá Filippseyjum fyrir sex mánuðum, og hún er á fullu að læra íslensku og henni gengur mjög vel að aðlagast Íslandi. Ég byrjaði á að spyrja alla viðmæl- endur mína að því hvernig þeim líkaði á Íslandi og Sarah svaraði mér þessu: „Mér líkar vel á Íslandi, það er gaman að læra í íslenskum skóla og mér gengur vel að aðlagast tungumálinu.“ Menningin hér- lendis er mjög frábrugðin því sem Sarah þekkir á Filipseyjum. „Það er góð menning á Íslandi, en ég hef lítið fylgst með íslenskri tón- list en ég veit samt hver Silvía Nótt er. Það er erfitt að búa í Fil- ipseyjum og það er erfitt fyrir fólk að ná sér í vinnu þannig að það skapar auðvitað erfiðar aðstæður fyrir fólkið og þar með er mikið um fátækt. En í Filipseyjum er mjög góður matur.“ Það er oft ekki auðvelt fyrir einstaklinga af erlendum uppruna að tengjast nýju umhverfi strax og þá verður maður oft feimin við eitthvað sem maður þekkir. Það er oft tilefni annarra til að stríða og uppnefna þá, Sarah sagði að hún hefur orð- ið frá einhverju aðkasti frá skóla- félögum sínum. „Stóru krakkarnir taka húfuna mína, mér er einnig strítt út af því hvernig ég tala, en ég á samt marga íslenska vini.“ Erna Ýr Íslenskt samfélag - Fjölmenningarlegt samfélag Anna Guðrún Júlíusdóttir. Sarah Daisog Mangubat Mér er strítt en ég á samt marga íslenska vini Rizon Gurung, 12 ára frá Nepal og frændi hans Raj Deep Gurung 14 ára frá Nepal hafa verið búsett- ir á Íslandi í nokkurn tíma, þó hef- ur Raj Deep verið hérna í þrjú ár á meðan Rizon hefur verið hérna í aðeins eitt ár. Ég spurði Rizon og Raj Deep um hvað þeim fannst um Ísland og þeir sögðu: Rizon- „Það er gaman að leika í snjónum og það er líka mjög skrýtið að það geti snjóað hvenær sem er og svo kemur mikil sól á sumrin.“ Raj Deep- „Það er bara gott á Íslandi, íslenskt fólk er mjög gott.“ Eins og áður er sagt koma þeir báðir frá Nepal, og þeir sögðu mjög svipaða hluti um menningu Nepal. Rizon - „Það er ekki gott ástand í Nepal núna, konungurinn er ekki góður maður og það er eitthvað um fátækt, en ég veit samt ekki mikið um það.“ Raj Deep - „Ja, það er eitthvað um fá- tækt. Kóngurinn er vondur, ég veit samt ekki alveg hvernig hann er.“ Rizon hefur fundið fyrir andúð frá Íslendingum en hann ætlar ekki að láta það buga sig: „Já, ég hef fundið fyrir andúð. Ég á samt íslenska vini en enga vini í skólanum. Ég leik mér við hin útlensku börnin í skólanum og í frímínútum.“ Raj Deep hefur ekki fundið fyrir neinni andúð og á alveg fullt af íslenskum vinum. Erna Ýr Rizon Gurung Raj Deep Gurung Hefur fundið fyrir andúð Xeniya Katunina er í 9. bekk í Breiðholtsskóla. Hún kemur frá Úkraínu og er búin að vera búsett hérlendis í rúmt ár. Henni líkar mjög vel að búa á Íslandi og það sem henni finnst best við Ísland kom mér mjög á óvart því að þetta eru hlutir sem að ég tel vera sjálfsagða hluti, en þegar hún sagði þetta fannst mér þetta ein fallegustu orð sem ég hef heyrt. „Góðar og bjartar nætur á sumrin og það er einnig æðislegt að hafa gott vatn í vaskinum, því að það er ekki hægt að fá sér vatn úr krananum í Úkraínu, þú verður að kaupa það. „ Xeniya er mjög ánægð með ís- lenska menningu þó að hún sé ekki alveg komin inn í dægur- menning okkar. „Maturinn er fínn, og ég er alltaf að bragða á nýjum mat. Ég hlusta ekkert á íslenska tónlist og ég hef heldur ekkert fylgst með íslensku sjónvarps- efni.“ Ég veit ekki mikið um menn- inguna í Úkraínu, en Xeniya fræd- di mig töluvert um menningu Ís- lands og þetta hafði hún að segja. „Það eru haldin jól í Úkraínu en þau eru 6. og 7. janúar, þannig að þau eru haldin eftir áramótin sem eru haldin sömu daga og á Ís- landi. Í skólum í Úkraínu má borða nammi í skólanum en það er ekki leyft hérna og ég tek líka eftir því hér að yngstu skólabörn- unum er ekki alltaf hleypt út en það er öðruvísi í Úkraínu þar eru börnin frjáls í frímínútum.“ Xeni- ya finnur ekki fyrir mikilli andúð frá öðrum Íslendingum þó hún eigi enga íslenska vini. Hún kann ekki enn mikið í íslensku en hún talar rússnesku, úkraínsku og pól- sku reiprennandi. „Mér líður ekki vel að fara á böll og fleira í skól- anum af því að ég kann ekki nægi- lega mikið í íslenskunni. Ég á ekki marga íslenska vini en ég er mikið með stelpu frá Rússlandi, við náum vel saman, af því að ég tala rússnesku.“ Xeniya Katunina Í Úkraínu má borða nammi í skólanum Jaana-Marja, kemur frá Finn- landi og hefur verið búsett hérna í um 11 ár. Það er ekkert rosaleg- ur munur á Íslandi og Finnlandi þannig að Jaana var ekki lengi að aðlagast Íslandi. „Mér líkar mjög vel hérna, ég hef verið hérna það lengi að þetta er orðið heimalandið mitt!!“ Jönu líkar vel við íslenska menningu þó að hún sé ekkert að kynnast einhverju gjörsamlega frábrugðnu. „Menningin er ekki heldur mjög ólík finnskri menn- ingu, ekki ef maður ber saman við, t.d. eitthver Afríkuríki eða svo. Maturinn er ágætur að mestu leiti. Í hverju landi er alltaf eitthvað sem manni finnst ekki gott, en allmennt borða ég bara allt - jafnvel hákarl og skötu! Er ekki mjög hrifin af súrum þorra- mat.“ Blaðamaður spurði Jönu um andúð Íslendinga gagnvart út- lendingum og hvort að hún hafði fundið fyrir einhverri andúð frá einhverjum í gegnum árin. „Ekki beint. Við erum jú persónur og hver og einn hefur sína fordóma gagnvart hinu og þessu. Kannski hef ég aðallega fundið fyrir því að ekki fá sömu tækifærin t.d. í at- vinnuleit með því að heita út- lendu nafni; manni er ekki boðið í viðtal þó að maður sé mun meira menntaður en krafist er! Allmennt hafa Íslendingar reynst mér mjög vel og finnst mér nú til dags að ég sé orðin hálfpartin Íslendingur sjálf, enda er ég líka orðin íslensk- ur ríkisborgari.“ Jaana-Marja. Ekki sömu tækifæri í atvinnuleit

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.