Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 13

Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 13
JÚNÍ 2006 13Breiðholtsblaðið Smiðjuvegi Hér er ég! Fyrir nokkrum dögum ók égvestur á Snæfellsnes í björtuog stilltu veðri. Þegar ég ók út úr Hvalfjargöngunum að norð- anverðu og austur með Akrafjall- inu blasti við þessi fallegi fjörður, Hvalfjörður, sléttur, kyrrlátur, tignarlegur. En ekki hafði ég ekið lengi þegar náttúrufegurðin breyttist og upp í loftið liðuðust grámóskulegir reykjarmekkir sem voru eins og sár á himninum. Guf- ur þessar komu frá þeim verk- smiðjum sem eru á Grundar- tanga, mengunarreykur sem fylgir svona atvinnustarfsemi. Og verk- smiðjurnar á þessu svæði eru ein- hverjar þær ljótustu byggingar sem maður hefur séð hér á landi, eins og sár á landinu. Er ekki sér- kennilegt hvað við veljum oft fal- lega staði fyrir þess konar verk- smiðjur? Það er gott að hugsa þegar mað- ur er að aka bíl. Mér var hugsað til þess þennan fagra dag hve skammsýn við erum oft í þessu landi að þessu leyti og hve sú stóriðjustefna sem rekin hefur verið hérlendis er að mínu mati um margt gagnrýnisverð. Mér var hugsað austur á firði þar sem ég bjó í hálfan annan áratug. Þar er verið að umbylta landinu og reisa verksmiðjur sem munu spúa svona lofti um nágrennið. Og svo heyrir maður í fréttum að orku- verðið, sem verður víst að vera leyndarmál, sé svo lágt að þjóðin ber nær ekkert úr býtum og landsspjöllin veiti aðeins stund- arábata. Ég er nýbúinn að lesa hina stór- góðu bók, Draumalandið, eftir Andra Snæ Magnason. Þar fjallar hann á afar skýran og raunsann- an hátt um þessa stóru blekkingu sem þessi stóriðjustefna sem rek- in hefur verið undanfarin ár er í raun og veru. Hann bendir jafn- framt á þá barnalegu sýn margra talsmanna þessarar stóriðju- stefnu þegar því er haldið fram, að þeir auðhringar sem eru að reisa hér verksmiðjur fyrir stór- iðju sína, séu einhvers konar góð- gerðarstofnanir, vinir náttúrunn- ar og mannlífs í landinu. Þessir auðhringar eru hér bara til þess að græða peninga, málið er nú bara ekki mikið flóknara en það. Þeir veita peningum inn í landið meðan framkvæmdir standa yfir en auðmyndunin í verksmiðju- rekstrinum gengur til þeirra þeg- ar þeir hafa greitt þann kostnað sem upp er settur. Og sá kostnað- ur virðist hér á landi vera lítill miðað við sem gengur og gerist og því una þeir sér vel hér á landi. Ég held að fólkið í landinu sé að átta sig á hve miklu við erum að fórna fyrir lítið og þeir sem halda öðru fram eru bara ekki trúverð- ugir. Nýliðnar kosningar og hrær- ingar í pólitíkinni hér innanlands tel ég að beri þess merki að hugs- unarháttur okkar sé e.t.v. að breytast, náttúrunni í vil. Við erum að framleiða dýrmæta orku í veröld sem glímir við hækkandi orkuverð, en seljum hana með litlum ábata til verkefna sem skemma ásýnd landsins og spilla umhverfinu. Fólki almennt hugn- ast ekki svo ógeðfelld framtíðar- sýn. Við verðum að fara að gefa umhverfismálum meira vægi. Fyrrverandi varaforseti Banda- ríkjanna hefur nýlega bent á að við erum á síðasta snúningi að vinna náttúrunni óbætanlegt tjón með þessum hamagangi á náttúr- unni. Þessi staðreynd er að verða æ fleirum ljósari. Sú stund kann að renna upp að ekki verði aftur snúið. Hugsum um það. TI L UMHUGSUNAR Eftir sr. Svavar Stefánsson Framsýni?

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.