Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 9

Breiðholtsblaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 9
Nokkur umræða hefur orðið að undanförnu um hvort inn- leiða beri sérstakan skólafatnað í grunnskólum hér á landi. Upp- haf umræðunnar má rekja til fjölskyldunefndar sem sett var á laggirnar af ríkisstjórninni í framhaldi af áramótaávarpi Halldórs Ásgrímssonar, forsætis- ráðherra á gamlársdag 2004 þar sem hann vék að stöðu fjölskyld- unnar. Í framhaldi af skipan nefndarinnar var ákveðið að fá Ólöfu Pálínu Úlfarsdóttur, kenn- ara og námsráðgjafa í Breið- holtsskóla, til þess að kanna kosti og galla þess að innleiða skólafatnað í ljósi þessara um- ræðna. Hún hefur nú skilað álitsgerð um málið. Í hverjum skóla fyrir sig Ólöf Pálína segir ýmis rök mæla með því að innleiða skólabúninga en einnig megi finna mótrök í því efni. Í því sambandi skipti miklu hvernig litið sé á félagslegan jöfn- uð og hvernig hinu faglega and- rúmslofti sé háttað innan viðkom- andi skóla. Hún gengur út frá því í álitsgerð sinni að innleiðing skólafatnaðar verði á grundvelli hvers skóla en einnig að hugsan- legt sé að tiltekin skólahverfi eða sveitarfélög geti tekið sig saman og einnleitt skólafatnað. Hún seg- ir auðvelt að láta reyna á notkun skólafatnaðar innan hvers skóla og aðlaga þessa nýjung starfsemi og hefðum á hverjum stað sé vilji og samstaða foreldra fyrir hendi. Þá sé einnig hægt að þreifa sig áfram og sníða af galla sem geti komið fram við breytingar sem þessar. Dregur úr félagslegum þrýstingi Ólöf Pálína segir að skólafatn- aður geti dregið úr félagslegum þrýstingi um að börn gangi alltaf í nýjustu fatatísku og þar af leið- andi úr samkeppni um hvernig þau séu klædd á hverjum tíma. Þetta dragi m.a. úr því að ákveðn- ir hópar eða klíkur geti myndast vegna tísku eða klæðaburðar nemenda. Fatnaður geti verið dýr í innkaupum, einkum tiltekin tískumerki og misjafnt sé hversu rúm ráð foreldrar hafi til þess að kaupa föt á börnin. Að þessu leyti geti efnahagur fólks ráðið miklu um hvort börn þeirra lendi í þess- um hópnum eða hinum eða jafn- vel orðið fyrir einelti í skólanum vegna klæðaburðar. Hún segir að margir foreldrar hafi tekið þess- um hugmyndum af áhuga og sé umhugað um að reyna þær. Vissulega séu skoðanir skiptar eins og alltaf verði í jafn róttæku máli. Hún segir að í athugun sinni fyrir fjölskyldunefnd hafi komið fram að fjárhagur foreldra og geta til fatakaupa sé veigamikill þáttur í því hverju börnin klæðist. Í rannsóknum sem hún hafi athug- að; m.a. í rannsókn Stefáns Ólafs- sonar og Karls Sigurðssonar komi fram vísbendingar um að fátækt á meðal barna sé ívið algengari hér á landi en annarsstaðar á Norður- löndunum og að fátækt barna ein- stæðra foreldra sé algengari en barna sem alast upp hjá fjölskyld- um með tvær fyrirvinnur. Ólöf Pálína bendir á að í Bandaríkjun- um sé talið að notkun skólafatn- aðar dragi úr ofbeldi og einnig þjófnaði nemenda til þess að komast yfir tískufatnað og hættan á að hópar og klíkur geti auð- kennt sig með sérstökum fatnaði hverfi. Skólafatnaður auki á aga nemenda og hjálpi foreldrum og nemendum að takast á við félags- legan þrýsting sem og að auka áhuga á námi. Þá megi benda á að skólafatnaður geti virkað sem ör- yggisnet fyrir skólasamfélagið þar sem þeir sem ekki klæðast slíkum fatnaði séu ekki hluti af því samfé- lagi og geti því verið í erindis- leysu eða óeðlilegum tilgangi inn- an viðkomandi skóla. Formlegheit eða sköpunargáfa Þeir sem gagnrýna notkun skólafatnaðar telja að ekki eigi að hefta fólk til þess að klæðast þeim fötum sem það vill. Einnig hefur verið bent á að skólafatnað- ur auki ekki námsárangur og geti jafnvel haft öfug áhrif. Ólöf Pálína segir mismunandi sjónarmið ríkj- andi að þessu leyti. Sumum finn- ist skólafatnaður dýr og benda á að engin not séu fyrir hann fyrir utan skólans og efist því um gildi þess að með skólafatnaði sé verið að draga úr mismunun eftir efna- hag foreldra. Þá séu skiptar skoð- anir um hvort verið sé að leggja meiri áherslu á formlegheitin en sköpunargáfuna með skólafatn- aði. Góð reynsla Fimm grunnskólar og fjórir leik- skólar hér á landi hafa tekið upp skólafatnað auk þess sem skóla- peysur með merki skólans hafa verið til sölu í nokkrum grunn- skólum án þess að foreldrafélögin hafi bundist samtökum um að börnin klæðist þeim á hverjum degi. Það eru foreldrafélögin í hverjum skóla sem oftast hefja umræðuna um innleiðingu skólafatnaðar í sínum skóla. Ef samstaða næst og meirihluti for- eldra er því samþykkur þá koma þeir því áleiðis til skóla- stjórnenda. Ólöf Pálína segir að gert sé ráð fyrir að árlegur kostn- aður vegna skólafatnaðar fyrir hvern nemenda fyrir einar buxur, bol og flíspeysu geti verið á bilinu sex til sjö þúsund krónur og sé þá miðað við að fatnaðurinn sé seld- ur á kostnaðarverði. Hún segir að sú reynsla sem fengin er af notk- un skólafatnaðar hér á landi sé al- mennt mjög jákvæð. Mikill meiri- hluti foreldra sé sáttur við hann og áhugi á skólafatnaði í unglinga- deildum fari vaxandi. Benda verði á að skólafatnaðurinn sé ekki skylda heldur um frjálst val að ræða. Engu að síður velji lang flestir nemendur að ganga í skólafatnaðinum. Skólafatnaður skapar liðsheild En hver er árangurinn að mati þeirra sem reynt hafa notkun skólafatnaðar. Ólöf Pálína segir nokkuð samdóma álit skólafólks að hegðun barna hafi batnað til muna og að skólafatnaðurinn hafi aukið sjálfstraust margra nem- enda. Skólafatnaðurinn skapi liðs- heildir og nemendur einblíni meira á vinnu sína eftir að þeir hafi vanist honum. Þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af tískustraum- um og sérstaklega megi benda á að í hverju mánuði sé einn frjáls dagur þar sem ekki sé ætlast til að nemendur komi í skólafatnaði. Engu að síður sýni reynslan að allt að helmingur þeirra komi í skólafatnaðinum á frjálsum dög- um. Krökkunum finnist skólafatn- aðurinn greinilega þægilegur þeg- ar þau hafa vanist honum. JÚNÍ 2006 9Breiðholtsblaðið Krökkum finnst skólafatnaður þægilegur þegar þau hafa vanist honum Nemendur í Ártúnsskóla í peysum merktum skólanum sínum. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, kennari og námsráðgjafi í Breiðholtsskóla, van álitsgerð um kosti og galla skólafatnaðar fyrir fjölskyldunefnd.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.