Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 3

Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 3
3VesturbæjarblaðiðFEBRÚAR 2007 Varp táknar fæðingu nýrra hugmynda Varp heitir ný miðlunardeild Reykjavíkurakademíunnar sem í ár fagnar 10 ára afmæli sínu. Markmiðið er að bjóða upp á nýstárlega fræðslu og miðla þeim hafsjó þekkingar sem er að finna í dag innan veggja Reykja- víkurakademíunnar. Nafnið Varp táknar í senn fæð- ingu nýrra hugmynda, að verpa, og miðlun þeirra, að varpa. Starf- semin er enn í þróun, en leitað er ýmissa leiða í fræðslustarfinu, s.s. að spyrja ekki hvað fólk lang- ar til að læra og þannig miðla því þeirri þekkingu sem er til staðar og koma þannig á óvart. Boðið verður upp á málþing, námskeið, ráðstefnur og fyrirlestra sem verða sniðir að þörfum ýmissa hópa, s.s. skóla, fyrirtækja en ein- nig alls almennings. Hjá Reykjavíkurakademíunni eru starfandi í dag um 80 fræði- menn á ýmsum sviðum, flestir þó á sviði félags- og hugvísinda. Akademían býður upp á vinnu- aðstöðu fyrir sjálfstætt starfandi fræðimenn, stuðlar að þverfag- legu og alþjóðlegu samstarfi sem og þekkingarmiðlun. Akademían getur verið spennandi tækifæri til að endurskoða viðhorf og aðferðir. Merkilegt og öðruvísi bókasafn Bókasafn Dagsbrúnar tók til starfa í húsakynnum Reykjavík- urAkademíunnar 27. nóvember 2003, en þá var undirritaður samningur Eflingar - stéttarfé- lags og Reykjavíkurakademíunn- ar um rekstur og vörslu þess síðarnefnda á safninu. Safnið er sérfræðisafn á sviði atvinnulífs- rannsókna og verkalýðsmála. Á safninu er góð vinnuaðstaða fyr- ir þá sem rannsaka þróun verka- lýðshreyfingar, velferðarkerfis og íslensks atvinnulífs. Safnkostur er um 18.000 titlar, m.a. dagblöð og íslensk tímarit. Við opnunarathöfn sagði for- seti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson m.a. vera sannfærður um að staðsetning bókasafns Dagsbrúnar hjá Reykjavíkuraka- demíunni hvetti til rannsókna á verkalýðsbaráttu og atvinnulífi, félagsmálum og velferðarþróun. Vonandi mundi sá andi sem rit- unum fylgdi í fundarherbergjum Dagsbrúnar gefa Reykjavíkuraka- demíunni aukið þrek til að ganga á hólm við úrelt viðhorf, boða nýja hugsun. Á því þurfi svo sannarlega allir á því halda. Úr bókasafni Dagsbrúnar sem er til húsa i húsnæði Reykjavíkuraka- demíunnar í JL-húsinu við Hringbraut 121. F í t o n / S Í A Þjónustustöð ESSO er opin allan sólarhringinn Komdu við hjá okkur og byrjaðu daginn á heitu kaffi og glóðvolgu bakkelsi á nýrri og glæsilegri þjónustustöð ESSO, á mótum Hringbrautar og Njarðargötu. Matvörur, smávörur, eldsneyti og allt fyrir bílinn. Frábær þjónusta. Bæði Subway og Serrano á staðnum. Hágæða lífræn kókosolía frá BODE til grenningar! Á síðari árum hafa menn verið að uppgötva eiginleika kókosolíu og tengsl hennar og megrunar. Það hefur komið í ljós að kókosfitan eykur brennslu í líkamanum og gefur aukna orku til að takast á við daglegt líf. Dæmi eru um að fólk hafi misst mörg kíló á skömmum tíma með því að taka inn 2–4 tsk. á dag. Sjá ítarlegri upplýsingar á www.madurlifandi.is Maður lifandi, Borgartúni 24, sími 58 58 700 og Hæðasmára 6, sími 58 58 710. Opið virka daga kl. 10–20, laugardaga kl. 10–17. Kókosolía til grenningar Kó kos olía n fæ st l íka í Me lab úði nni

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.