Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 13

Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 13
13VesturbæjarblaðiðFEBRÚAR 2007 Fisk isló ð Gra nda gar ður MýrargataÁna nau st Við erum hér! Arnar GuðborgDagný Rakel KongaSilla SALON REYKJAVÍK Grandagarði 9 • Reykjavík • S. 568 5305 salon@salon.is Vertu velkomin(n)! Við erum flutt út á Granda! Hárgreiðslustofan Salon Reykjavík hefur flutt sig um set úr Glæsibæ út á Grandagarð 5, gegnt gamla Ellingsen húsinu. Grandagarði 5 • Reykjaví . 5 salon salo .i Þjónustumiðstöðvar Reykjavík- urborgar eru blómin í vasa hvers hverfis. Með tilkomu þeirra hef- ur yfirbragð þjónustukjarna í hverfum gjörbreyst og íbúar leita með fjölbreytt erindi sín til mið- stöðvanna. Gömlu ,,borgarhluta- skrifstofurnar” hýstu eingöngu verkefni tengd velferðarmálum en hugmyndafræði þjónustumið- stöðvanna snýst um að öll verk- efni, vandamál og viðfangsefni íbú- anna finni sér farveg í jónustumið- stöðvum. Hreyfing, fjölmenning, húsnæði, leikskólar, íbúasamtök, félagsstarf eldri borgara, hverfa- menning, hátíðir og forvarnir. Viðfangsefni hverrar fjölskyldu eru leyst þverfaglega á þjónustu- miðstöðvunum, sérfræðingar og faglegir ráðgjafar vinna í teymum og því hefur náðst góður árangur í málefnum fjölskyldna sem áður var vísað á milli stofnanna. Þjónustumiðstöðvarnar voru stofnaðar á síðasta kjörtímabili og Samfylkingarfólk barðist ötullega fyrir þeirri stjórnkerfisbreytingu. Ein þjónustumiðstöð, Miðgarður í Grafarvogi, hefur þó verið starf- andi í 9 ár og þar hefur náðst ein- staklega góður árangur með þver- faglegri samvinnu allra í hverfinu. Hverfisráð Samfylkingin hefur alla tíð lagt áherslu á sterk hverfi og að hverf- isráðin tíu séu pípulögn fyrir íbúa hverfisins til að koma skoðunum sínum og áhyggjum á framfæri. Í hverfisráðunum sitja þrír kjörnir fulltrúar og vinna náið með fram- kvæmdastjóra hverrar þjónustu- miðstöðvar. Nútímalegir stjórnar- hættir byggja á sífellt auknu sam- ráði við íbúana sem kallar á öflug hverfisráð. Hlutverk hverfisráða er margþætt; að stuðla að hvers konar samstarfi innan hverfi, móta stefnu og leggja fram tillög- ur á vettvangi borgarráðs. Ýmis skipulagsmál fara til umsagnar hverfisráða, ýmis hagsmunasam- tök kynna sína starfsemi í hverf- isráðunum og ráðsmenn eru mik- ilvægir tengiliðir við íbúa hvers hverfis; enda gjarnan búsettir í hverfunum og þekkja þau vel af eigin reynslu. Hverfisráðin eru vettvangur íbúasamráðs, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda. Íbúar verða sífellt meðvitaðri um sitt nærumhverfi og þjónustumið- stöðvarnar eru geysimikilvægur hlekkur í þeirri keðju. Það voru því kaldar kveðjur frá meirihluta borgarstjórnar að vængstýfa hverfisráðin með því að taka frá þeim það f jármagn sem þau höfðu yfir að ráða. Fjármagn sem hverf- i s r á ð i n gátu ráð- s t a f a ð beint t i l íbúasam- taka, hverf- i s h á t í ð a , h v e r f i s - b l a ð a o g ýmissa við- burða innan hverfanna. Nú þurfa framfaraöflin í borginni að ganga bónleið til borgarstjóra og það gagnrýnir Samfylkingin harðlega. Valddreifing og valdefling eiga að vera leiðarljós í nútímalegri stjórn- sýslu. Þannig byggjum við upp sterk hverfi í henni Reykjavík. Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi og formaður Borgarmálaráðs Sam- fylkingarinnar Hverfin í borginni Í lok síðasta árs opnaði heilsu studio á 2. hæð í Eiðistorgi. Þar eru námskeið í Rope yoga bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Boðið er Fit-Pilates námskeið og unnið með íslensku blóma- dropana. Rope yoga geta allir stundað óháð því hvort þeir eru í góðu formi eða ekki. Unnið er út frá miðju líkamans, kviðvöðvar styrkjast, brennsla og flæði eykst ásamt orku og þoli. Notaðir eru íslensku blómadropana þegar ver- ið er að vinna í kenningum Rope yoga. Ástundun hug- og heilsurækt- ar hjálpar okkur að rækta hug líkama og sál. Fit - Pilates eru skemmtilegar æfingar á boltum þar sem vel er tekið á öllum vöð- um líkamans, æfingarnar styrkja og móta líkamann. Hug- og Heilsustudio í Eiðistorgi Þessi mynd er frá 1890 og sýn- ir vestasta hluta Vesturgötu um hádegisbil að sumarlagi. Horft er frá Ánanaustum, á gatnamótum Vesturgötu og Brunnstígs, og aust- ur eftir Vesturgötunni. Vinstra megin húsakeðjunnar, nálægt miðju, má sjá húsin sem reist voru þar sem áður stóðu hinir þekktu Hlíðarhúsabæir. Takið eft- ir konunni í forgrunni, sem er að leggja fisk til þerris, ekki ósenni- lega fyrir saltfiskframleiðslu Thor Jensens sem var til húsa vestast á Mýrargötu, í svonefndu Alli- ance húsi sem nú standa deilur um hvort eigi að víkja fyrir nýju deiliskipulagi eða ekki. Konan leggur fiskinn óhrædd yfir göngustíg fólks en sjá má að vestar í götunni koma menn gang- andi eða ríðandi eftir moldargöt- unni. Breidd Vesturgötunnar var, eins og víðar í Reykjavík á þessum árum, aðeins nokkrir metrar og miðaðist við breidd hestakerra, samanber fiskkerru fiskbreiðslu- konunnar. Vesturgatan fyrir 117 árum Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Sam- fylkingarinnar. Atvinnuhúsnæði óskast strax AUGL†SINGASÍMI 511 1188 & 895 8298 150 - 200 fm. atvinnuhúsnæði óskast strax í Vesturbænum. Upplýsingar í síma 566 6161.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.