Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 8

Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 8
8 Vesturbæjarblaðið FEBRÚAR 2007 Björnsbakari var stofnað árið 1905, og var því 100 ára á sl. ári. Synir Árna Kristins Magnússon- ar skipstjóra stofnuðu bakaríið, þeir Magnús og Karl, en það mun heita í höfuðuð á manni sem kom nálægt stofnum þess með einhverjum hætti. Fyrsta bakar- ið var í Vallarstræti en 1944 var svo stofnað bakari að Hringbraut í blokk, en reistar voru þar tvær blokkir í í stríðslok. Þess má geta að blokkirnar tvær við Hring- braut, sem byggðar voru um leið og bakaríið, hafa sett mikinn svip á Reykjavík og þar hafa búið ýms- ir þekktir menn. Þeirra þekktastir eru líklega rithöfundarnir Þórberg- ur Þórðarson og Sjón. Skilti er við stigaganginn þar sem Þórbergur bjó, hann samdi þar eitt af róm- aðri verkum sínum, Sálminn um blómið, um Lillu-Heggu og fleiri íbúa stigagangsins og umhverfis- ins. Björnsbakarí er einnig til við Skúlagötu, en það er í eigu ann- ara. Þriðji ættliður bakara Árið 2003 keypti Steinþór Jóns- son Björnsbakari ásamt föður sín- um, Jóni Alberti, sem um árabil var m.a. með rekstur Myllunnar og þar áður í Álfheimabakaríi, sem afi Steinþórs, Kristinn Alberts- son, stofnaði 1959 þegar Áflheima- hverfið var í byggingu. Steinþór er því þriðji ættliður- inn sem leggur bakaraiðnina fyrir sig. Steinþór segir að þeir feðg- ar hafi falast eftir Björnsbakarí til kaups, það hafi verið heppileg rekstrarstærð og allt annar mark- aður en Myllan er í, sem er fyrst og fremst heildsala á brauði, og stærst á sínu sviði. Seinna keypti Steinþór svo um 100 fermetra hús- næði á efri hæðinni, húsnæði sem Litabær var í, og fékk þar aðstöðu fyrir skrifstofuhald. “Um 90% viðskipta Björnsbak- arís er smásala gegnum búðirnar sem eru hér á Austurströnd, við Hringbraut og á Fálkagötu. Sama vöruúrval er að sjálfsögðu í öll- um brauðbúðunum. Heildsalan er fyrst og fremst til skóla hér í nágrenninu og stofnanna, en við erum ekki að sækjast eftir heild- söluviðskiptunum. Síðan við keyptum hér hefur vöruúrvalið ekki tekið umtalsverðum breyt- ingum, en auðvitað erum við líka að baka samkvæmt pöntunum, eins og t.d. í brúðkaup, fermingar, afmæli eða erfidrykkju. En þessar sérpantanir eru lítill hluti daglegs umfangs.” Búð í takt við tímann Okkur langaði til að gera hér nýja búð sem væri meira í takt við nútímann, en verslunin hér á Aust- urströnd hefur verið óbreytt í 18 ár. Við ákváðum einnig að auka það rými þar sem viðskiptavinur- inn gat sest niður með sitt brauð, kaffi, súpu eða annað og snætt. Þetta er þróun sem hefur verið að eiga sér stað í mörgum bakaríum um allt, en salan í smurðu brauði hefur t.d. verið að aukast mikið. Hér er auk þess góð aðkoma, gott bílastæði svo ég var farinn að taka eftir fólki sem verslaði hér, fór út í bíl og borðaði þar vegna þess að hér inni var ekki að hafa nein sæti. Nú gjörbreytist það en svona aðstöðu er ekki að finna hér í nágrenninu,” segir Steinþór Jónsson, bakarameistari. Frá nýinnréttuðu Björnsbakarí á Austurströnd 14, sem þjónar Vestur- bæingum nú enn betur en áður þar sem nú hefur verið stækkað það pláss þar sem hægt er að setjast niður og neyta þess sem keypt er í bakaríinu. Gjörbreytt Björnsbakarí á Austurströnd Björnsbakarí hefur verið við Hringbrautina síðan húsið var byggt árið 1944 en þrátt fyrir að vera ekki í stóru húsnæði, eða um 70 fermetr- um, er það vinsælt og órjúfanlegur hluti Vesturbæjarins. Hjá okkur starfar öflug liðsheild sem hefur valið að starfa við aðhlynningu aldraða. Við óskum nú eftir aðstoð þinni til að stækka okkar góða hóp. Sjúkraliðar Fjölbreytt og sjálfstætt starf ! Hvernig væri að prófa? Sjúkraliðar starfa sem hópstjórar, það býður upp á mikið sjálfstæði og góða reynslu. Starfshlutfall og vinnutími samkomulagsatriði. Starfsfólk í aðhlynningu Starfsfólk óskast í aðhlynningu, bæði heilsdags- og hlutastörf. Bjóðum upp á styttri vaktir og sveigjanlegan vinnutíma. Kvöld-, helgar- og næturvaktir sem gætu einnig hentað námsmönnum. Sumarvinna Erum líka farin að taka á móti umsóknum um sumarstörf. Endilega hafið samband við okkur til að athuga hvort leiðir okkar gætu legið saman. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri virka daga milli kl. 8 og 15.00 Grund dvalar-og hjúkrunarheimili Hringbraut 50 s:5306100 www.grund.is AUGL†SINGASÍMI 511 1188 895 8298

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.