Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 10

Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 10
10 Vesturbæjarblaðið FEBRÚAR 2007 Nýlega voru birtar niðurstöð- ur könnunar, sem framkvæmd var af Rannsóknum og grein- ingu, um hagi og líðan nem- enda í efstu bekkjum grunnskóla landsins. Er þetta í níunda sinn sem könnun er lögð fyrir nem- endur varðandi neyslu en fjórða sinn þar sem einnig eru skoð- aðir félagslegir þættir svo sem tengsl við fjölskyldu og vini, líð- an, aðstæður í skóla og íþrótta og tómstundaiðkun. Þjónustumiðstöð Vesturbæjar stóð fyrir opnum fundi í Neskirkju 25. janúar s.l. þar sem Álfgeir Logi Kristjánsson geindi frá niðurstöð- um um neyslu tóbaks, áfengis og ólöglegra vímuefna en jafnframt niðurstöðum varðandi líðan og félagslegt umhverfi unglinga í Vesturbæ samanborið við Reykja- vík og landið í heild. Til fundarins var sérstaklega boðið lykilfólki í hverfinu, fulltrúum foreldra, starfsmönnum skóla og öðrum er koma að starfi með börnum og ungmennum. Br yndís Guðmundsdótt ir kennsluráðgjafi á Þjónustumið- stöð Vesturbæjar, segir Vesturbæ- inn koma nokkuð vel út úr könn- uninni í ár og hafi neysla vímu- efna dregist saman síðan kannan- ir voru fyrst lagðar fyrir. Þróunin sé að flestu leyti svipuð í Vestur- bæ og í Reykjavík og á landinu í heild og megi t.d. geta þess að hlutfall nemenda í 10. bekk sem ekki hafa notað vímuefni hefur hækkað jafnt og þétt frá því kann- anir hófust. Ákveðin merki um neyslu sé þó vissulega áhyggjuefni og und- irstrikar að aldrei megi slaka á og stöðugt þurfi að vera á verði. Nem- endur eru m.a. spurðir hvar þeir neyti áfengis sé um slíka neyslu að ræða og er algengast að nefnt sé “heima hjá öðrum, í bænum eða annars staðar úti við” og á það bæði við um Vesturbæ sem Reykjavík og landið í heild. “Svona könnun veitir mikilvæg- ar upplýsingar um stöðu mála og er góður grunnur fyrir alla sem koma að málefnum barna og ung- menna og leitast við að gera líf þeirra innihaldsríkara og betra. Mikilvægt er að beina sjónum að rótum vanlíðunar sem getur birst með ýmsu móti m.a. í misnotkun vímuefna, geðrænum erfiðleikum, brotinni sjálfsmynd og brottfalli úr skóla. Bregðast þarf við með markvissum hætti og leita fjöl- breyttra leiða til að styrkja ein- staklingana og félagslegt umhverfi þeirra. Rannsóknir undanfarinna ára og áratuga hafa sýnt fram á tengsl milli félagslegrar stöðu barna og ungmenna og vímuefnaneyslu. Miklu skiptir því að ungmennin séu í góðum tengslum við fjöl- skyldu, líði vel í skólanum og séu virk í tómstundastarfi. Umhyggja foreldra, samvera, stuðningur og eftirlit verður seint ofmetið og hef- ur margvísleg jákvæð áhrif á líf barna. Forvarnastefna Reykjavíkur tekur til barna og ungmenna frá fæðingu til tvítugs en jafnframt til foreldra og allra sem koma að uppeldi og málefnum barna. Þar er lögð áhersla á að forvarnir hefj- ist strax í barnæsku og að börn- um og ungmennum séu sköpuð jákvæð uppeldisskilyrði sem efli sjálfsmynd þeirra, sjálfstraust og félagsfærni. Í stefnunni eru sett fram skýr og mælanleg markmið sem annars vegar lúta að almenn- um forvörnum sem ná til allra barna og hins vegar sértækum forvörnum sem ná til einstaklinga og hópa í áhættu. Gott forvarna- starf þarf að vera fjölbreytt og hefjast snemma til að koma megi í veg fyrir vanlíðan og niðurbrot einstaklinga en því fyrr sem grip- ið er inn í hjá þeim sem erfitt eiga uppdráttar þeim mun meiri líkur eru á að snúa megi þróuninni til betri vegar.” Upplýsinganámskeið fyrir foreldra “Velferðarsvið ber ábyrgð á heildstæðu forvarnastarfi í Reykja- vík og hefur eftirlit með að unnið sé í samræmi við stefnu borgar- innar. Þjónustumiðstöð ber hins vegar að hafa yfirsýn á forvarna- starf í hverfinu og að eiga frum- kvæði varðandi útfærslu og sam- ræmingu aðgerða í góðu samráði við börn, ungmenni, foreldra, skóla og aðrar stofnanir. Skólar, félagasamtök og aðrar stofnanir í hverfi móta sínar forvarnaáætl- anir út frá forvarnastefnunni og marka þar áherslur og verkefni eftir þörf og aðstæðum á hverj- um stað. Sú vinna stendur yfir og er misjafnlega á veg komin. Leikskólar eru nú þegar með mót- aðar áætlanir aðrir eru skemmra á veg komnir. Ýmis verkefni eru í gangi í Vesturbæ og má þar m.a. nefna uppeldisnámskeið fyrir for- eldra, lífsleikniverkefni um Vini Zippý í yngstu bekkjum, Olweus- arverkefnið í öllum grunnskólum og víðar, Sjáumst félagsfærnihóp- ur á miðstigi og þróunarverkefn- ið “Hress með unglingum.” Von- andi heldur jákvæð þróun áfram í Vesturbæ um ókomin ár og miklu skiptir að allir leggist á eitt um að vera á verði, styrkja öryggisnet- ið og styðja börn og ungmenni í að verða heilbrigðir og sterkir einstaklingar,” segir Bryndís Guð- mundsdóttir. Neysla vímuefna hjá nemendum í Vesturbæ hefur dregist saman Álfgeir Logi Kristjánsson greindi frá niðurstöðu könnunar um hagi og líðan nemenda. Þann 26. janúar sl. voru afhent- ar viðurkenningar í samkeppni sem Námsgagnastofnun hélt um nýyrði fyrir ýmis þau orð sem mönnum er orðið tamt að sletta, eins og wannabe, trendsetter og skeitari (skater). Annar tveggja verðlaunahafa var Guðrún Ingi- björg Þorgeirsdóttir, þrettán ára nemandi í Hagaskóla. Hún fékk sérstaka viðurkenningu fyrir góð heildartök á verkefninu og hún kom með margar ljómandi góðar uppástungur, eins og til dæmis að stinga upp á tískulaukur fyrir enska orðið trendsetter. Viðstödd verðlaunaafhendinguna voru af skólans hálfu þau Svava Árna- dóttir umsjónarkennari Guðrún- ar, Ágústa Ragnars íslenskukenn- ari, Einar Magnússon, skólastjóri og foreldrar Guðrúnar, Guðrún Erla Sigurðardóttir og Þorgeir J. Andrésson. Í tilefni dags íslenskrar tungu 16. nóvember sl. stóð Námsgagna- stofnun fyrir skemmtilegu verk- efni þar sem búa átti til íslensk orð yfir tíu ensk orð sem algeng eru í íslensku máli. Þátttakendur fengu eftirfarandi texta og áttu þeir að finna heppileg orð í stað þeirra sem sem sett voru innan gæsalappa. Ég “deitaði” lengi stelpu sem var hreint ekki “casual” í klæðnaði. Hún var meira svona “trend- setter” og verslaði nær eingöngu í “outlet” verslunum. Við kynnt- umst þegar ég gaf henni “nickið” mitt á msn einn daginn þegar ég var að “surfa” á netinu. Henni fannst ég vera “wannabe” rokk- stjarna því hún segir tónlistina mína “crossover” milli popps og klassíkur. Ég ætla niður á Ingólfs- torg að “skeita”. Samantekt Guðrúnar Þorgeirs- dóttur var eftirfarandi: 1) Casual Ég myndi sjálf nota orð eins og venjulegur, hversdags- legur og þægilegur til að lýsa merk- ingu þessa orðs, þó að þetta séu nú ekki beint nýyrði. Athugið að þarna á ég við fatnað, það er kall- ast svo oft í daglegu tali “casual” fatnaður. 2) Crossover Þarna finnst mér orðið blanda hæfa vel eða jafnvel blandari. Orðin eru ekki nýyrði en myndu þarna öðlast nýtt líf og nýja merkingu. 3) Date Nú kemur loksins nýyrði. Í staðinn fyrir “sögnina” að deita kæmi sögnin að daga. T.d. ég dagaði hann/hana. 4) Fusion Hér vil ég setja orð- ið bræðing. Þá væri til að mynda hægt að segja bræðings-eldhús. 5) Nick Gæla er held ég ágætt yfir þetta. Orðhlutanum “net” væri svo hægt að skeyta framan við þar sem það ætti við og fá út “net- gæla”. Hægt væri að segja “Hver er (net)gælan þín á MSN?” 6) Outlet Orðið bakbúð fann ég hér. Það þarfnast þó kannski örlítilla útskýringa með, en þetta er hugsað þannig að tryggingafé- lög, t.d., eru með eitt sem heitir tryggingar og annað sem heitir baktryggingar. Baktryggingarnar eru “plan b” og þannig má í raun hugsa “outlet” búðir líka, auk þess sem þar fæst eitthvað sem við höf- um hent á bak við okkur, það er merkja-og tískuvara frá því í fyrra. 7) Skate Hér gæti fólk not- að sögnina að bretta. Sbr. hjól, að hjóla, bretti, að bretta. T.d. “Við fórum og brettuðum í gær.” 8) Surf Þarna hefur maður nú oft heyrt sögnina að vafra. Þetta finnst mér gott orð og vel nýtanlegt, en mér datt þó í hug nýyrðið að brima sbr. það að brim- brettakappar eru upp á enskuna að “surfa”. Einnig má nota orðið að dratta. Hann drattaði á netinu, hann brimaði á netinu. 9) Trendsetter Orðið tísku- laukur á þarna vel við, fyrst er laukurinn, svo koma blómin. 10) Wannabe Ef frumleikinn á að fá að ráða væri hægt að segja “villvera” Hann er villvera rokk- stjarna. Orðið óskari er þó einnig góð tillaga að mínu mati. Eru stelpur meira “trendsetter” en “tískulaukar”? Guðrúnu Ingibjörgu Þorgeirsdóttir er margt til lista lagt. Hér spilar hún á pianó á skólaskemmtun í Melaskóla meðan hún var nemandi þar. Frostaskjól fær heim- sókn frá Englandi Í byrjun þessa mánaðar fær félagsmiðstöðin Frostaskjól heimsókn frá ungmennum sem búa í Newcastle í Englandi. Þetta er annar hluti af þremur í spenn- andi ungmennaskiptaverkefni sem sett var af stað fyrir um ári. Auk Íslands koma þátttakendur frá Finnlandi og Englandi. Mark- mið verkefnisins er að fá gefa þátttakendum kost á kynnast lífi og starfi samaldra sinna í öðrum löndum, skapa vináttutengsl til framtíðar og jafnfram að víkka almennt sjóndeildarhring sinn gagnvart menningu og þjóðfélög- um utan Íslands. Síðastliðinn ágústmánuð fóru 13 ungmenni úr Frostaskjóli og félagsmiðstöðinni 101 í Austur- bæ til Kontula í Finnlandi og dvöldu þar í góðu yfirlæti finnsk- ra ungmenna í vikutíma. Ferðin heppnaðist mjög vel og hópur- inn kom heim reynslunni ríkari, ögn fróðari um samfélagsaðstæð- ur finnsku félaga sinna og höfðu augljóslega tengst sterkum vina- böndum sem er það sem þau koma til með að njóta góðs af og búa að um ókomna tíð. Það verður um 20 manna hóp- ur sem kemur hingað til lands, 15 ungmenni og 4 leiðbeinend- ur með þeim. Þegar er búið að skipuleggja góða dagskrá fyrir hópinn, en meðal þess sem þeim verður sýnt er Gullfoss og Geys- ir, Bláa Lónið auk þess sem farið verður í Alþjóðahúsið og Þjóð- minjasafnið skoðað en Íslending- arnir munu að sjálfsögðu leggja sig fram við að kynna land og þjóð af sæmd. Til að fjármagna verkefnið hefur fengist styrkur frá stofnunni Ungt Fólk í Evr- ópu en auk þess hafa krakkarnir staðið fyrir ýmiss konar fjáröfl- un. T.d. stóðu þau fyrir kaffi- og kakósölu á Þrettándagleðinni við Melaskóla og gekk sú fjáröfl- un afar vel. Í mánuðinum munu ungmennin svo hittast og leggja lokahönd á dagskrána fyrir dvöl Englendinganna og halda áfram að safna inn fjármagni fyrir verk- efnið. Nýlega hefur opnað Heilsu- stofa og verslun í Eiðistorgi 13, sem heitir Nýjaland á 2.h. Þar er nýtekin til starfa Nathalie Simon nýútskrifaður hómópati LCPH . Hómópatían er heild- ræn meðferð sem snýst um að líkt læknast af líku, það er að einkenni manns meðhöndl- ast af sambærilegu einkenni sem koma fram í ákveðinni rem- edíu (smáskammta af efnum). Val smáskammtsins fer eftir ein- staklingsbundnum viðbrögðum við umhverfinu, líkamlega,and- lega og tilfinningalega. Vegna hinnar miklu þynningar eru smá- skammtar fullkomlega hættu- lausir og ekki ávanabindandi. Remedíum fylgja engar óæski- legar aukaverkanir og eru örugg- ir jafnvel fyrir ungabörn, börn, mæður með börn á brjósti og ófrískar konur. Hómópatía nýt- ist í flest öllum tilfellum áfalla, sjúkdóma, slysa og kvilla. Hægt er að fá ráðgjöf og panta viðtalstíma í síma 5614724 milli kl.18.00 og 20.00 virka daga. Nathalie nam í 4 ára í hómópa- tíu við The College of Practical Homoeopathy. Hún er meðlim- ur í Organon fagfélagi hómópata og Bandalagi íslenskra græðara. Hómópatía getur ekki truflað aðrar aðferðir né lyfjatöku. N‡ hómópatastofa

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.