Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 15

Vesturbæjarblaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 15
Handboltinn í KR er sífellt að stækka við sig og bæta. Mik- il sprengja varð eftir að HM í Þýskalandi hófst og sérstaklega í ljósi þess góða árangurs sem íslenska liðið náði í upphafi og um miðbik mótsins. Foreldrar barna í hverfinu geta flestir varla beðið eftir að senda börn- in sín á æfingar til að prófa að kasta bolta og eru duglegir við að spyrjast fyrir um hin ýmsu mál tengd boltanum. Yngstu flokkarnir æfa í Íþrótta- húsi Hagaskóla og húsið rétt nær að halda utan um alla iðkendurna þessa dagana sökum mikillar aukningar í þátttöku hjá krökk- unum. Meistaraflokkurinn hefur leik í efri hluta utandeildar mjög fljótlega en frí var gert á deildinni rétt fyrir jól og hefst hún að nýju nú í byrjun febrúar. 4. flokkur kvenna er að keppa sína deildar- leiki á Íslandsmótinu í 2. deild A- liða. Gengið hefur verið þokkalegt en úrslitin stundum ekki nógu góð þrátt fyrir ágætis spilamennsku inn á milli. Síðasti leikur endaði í jafntefli gegn ágætu Valsliði eftir að KR-liðið hafði yfirhöndina og yfirburði allan leikinn. Valsstúlkur náðu að jafna úr vítakasti á síð- ustu sekúndunum. KR-liðið er sem stendur um miðja deild en stefnir á að spila vel seinni hlutann til að koma sér vel fyrir í deildinni áður en úrslitakeppnin hefst! “5. og 6. flokkur spila í svoköll- uðum “túrneringum” og tökum við að sjálfsögðu þátt í öllum þeim mótum sem liðinu bjóðast en þau eru alls 5 yfir veturinn í hverjum flokk. 6. flokkur kvenna vann 3. deild A-liða fyrir ekki svo löngu síðan og 6. flokkur karla hef- ur verið hársbreidd frá verðlauna- sæti í síðustu tveimur Íslandsmót- um. Það er því mikið líf og fjör í handboltanum hjá KR þessa dag- ana og allt virðist vera á réttri leið,” segir Ingvar Örn Ákason, framkvæmdastjóri handknattleiks- deildar KR. Frekari upplýsingar um æfingatíma og annað tengt handboltanum fást á heimasíð- unni: www.kr.is/handbolti og í net- fanginu: ingvar@kr.is. Áfram KR! 15VesturbæjarblaðiðFEBRÚAR 2007 KR-SÍÐAN GETRAUNANÚMER KR ER 107 KR Akademían tók þátt í Color Line Cup 2007 Nýlega tók KR Akademían þátt í boðsmóti sem haldin var í Ála- sundi dagana 16. - 22. janúar sl. Mótið var hið glæsilegasta í alla staði en keppt var á nýjum keppn- isvelli sem tekur rúmlega 10.000 manns í sæti. Tilgangur ferðar- innar var fyrst og fremst að nota tækifærið og sjá hvar leikmenn KR stæðu í samanburði. KR-ingar hafa ekki átt við eins vel skipulögð og þjálfuð lið áður, enda fengu þeir þungan skell í byrjun móts á móti Lyn, töpuðu 7-1. Þegar leið á mótið náðu drengirnir aðeins að rétta úr kútnum og enduðu mótið á að vinna lið Fredrikstad 1-0 eft- ir að hafa verið einum leikmanni færri í leiknum í 70 mínútur. Guðjón Kristinsson, fram- kvæmdastjóri KR-sports, segir það ljóst að leikmenn KR hafi lært margt í ferðinni og þeir séu strax farnir að undirbúa sig fyrir næsta ár en KR var boðið að taka þátt í mótinu að ári liðnu. Guðjón segir það einnig hafa verið skemmtileg upplifun fyrir þá að spila á leikvangi sem verður einn af heimavöllum liða í efstu deildinni í Noregi, TippeLigaen. Nú hafi KR-Akademían ný viðmið og gaman verði að sjá hvort strák- arnir hafi náð að efla sig sem lið til að takast á við Norðmenn að ári liðnu. Jafntefli gegn Fylki dugði ekki í úrslitaleikinn KR og Fylkir gerðu jafntefli, 1-1, á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. Guðmundur Pét- ursson skoraði mark KR, en jafnteflið þýddi að KR komst ekki í úrslitaleik mótsins. Guð- mundur skoraði á 10. mínútu þegar Bjarnólfur sendi bolt- ann með jörðinni innfyrir Fylk- isvörnina, Guðmundur komst einn í gegn og sendi boltann örugglega í netið. Fylkir jafn- aði á 22. mínútu þegar KR- vörnin opnaðist illa, og þeir leika úrslitaleikinn. KR lék gegn ÍR í Reykjavíkur- móti kvenna, og sigraði 18-0, og er liðið til alls líklegt á kom- andi sumri, enda fengið mikla liðsbót. www.kr.is Úr einum leik KR-Akademíunnar á COLOR LINE CUP 2007. Uppskeruhátíð sunddeildar KR undirstrikaði mjög öflugt starf Uppskeruhátíð sundeildar KR var haldin sl. mánudagskvöld í samkomusal Hagaskóla. Fjöl- menni var á svæðinu, bæði kepp- endur og aðstandendur, en eftir hefðbundna dagskrá var boðið upp á glæsilegar veitingar sem ættaðar voru heiman frá kepp- endum. Viðurkenningar voru veittar stigahæstu einkstaklingunum eftir aldurshópum og sundmað- ur KR 2006 var útnefndur, sem er Ragnheiður Ragnarsdóttir, en Ragnheiður er Íslandsmethafi í 50 og 100metra skriðsundi og 100 metra fjórsundi. Ragnheiður átti auk þess stigahæsta sund á sl. ári og hún var útnefnd sundkona árs- ins 2006 af Sundsambandi Íslands. Auk þessa voru veittar viðurkenn- ingar til Garps árins, sem er Edda Guðmundsdóttir, viðurkenningar voru veittar fyrir ástundun og þjálfurum sunddeildar KR var þakkað frábært starf. Gullmót KR / Landsbankamót KR, fer fram í Laugardalslaug 23.- 25. febrúar nk. í 50 metra braut- um. Gullmót KR er opið öllum ald- ursflokkum þar sem keppt er i 89 greinum í 7 mótshlutum í 5 aldurs- flokkum, auk KR Super Challenge á laugardagskvöldi sem er hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkur en þar verður boðið upp á skemmtiat- riði, tónlistarflutning, ljósashow o.fl. Ein þekktasta sundkona Evr- ópu á síðustu 18 árum, Mette Jac- obsen frá Danmörku, mun taka þátt í Gullmóti KR sem sérstak- ur verndari mótsins. Mette hefur keppt á síðustu 5 Ólympíuleikum og komist í úrslit í hvert sinn. Vaxandi þátttaka og árangur í handboltanum hjá KR Borðtennisdeild KR fékk styrk vegna öflugs barna- og unglingastarfs Stjórn Afreks- og styrktar- sjóðs Reykjavíkur úthlutaði nýlega styrkjum til íþróttafélaga í Reykjavík. Alls var úthlutað vegna ársins 2006 11.350.000 króna. Í stjórn sjóðsins eru frá ÍTR þeir Björn Ingi Hrafnsson, Stefán Jóhann Stefánsson og Björn Gíslason og frá ÍBR þeir Reynir Ragnarsson og Örn Andr- ésson. Hæstu styrkirnir fóru til handknattleiksdeildar Fram, ein milljón króna vegna Íslands- meistaratitils í m.fl. karla; 1,5 milljón króna til knattspyrnu- deildar Vals vegna Íslands- og bikarmeistaratitils í m.fl. kven- na og 500 þúsund krónur til körfuknattleiksdeildar ÍS vegna bikarmeistaratitils í m.fl. kven- na. Meistara- og bikartitlar gefa því peninga í aðra hönd og því verður fróðlegt að sjá hvort ein- hverjir titlar skili sér ekki í hús á árinu 2007 hjá KR. Meistara- flokkur karla í körfu er á góðri siglingu um þessar mundir, og var í 2. sæti deildarinnar í sl. viku eftir að hafa leitt deildina lengst af vetrar. Vonandi fylgja fleiri hópar KR eftir þegar líða tekur á árið. Til deilda KR komu alls liðlega 1,3 milljónir króna, eða tæplega 12% heildarfjárupphæðarinnar sem úthlutað var. • Borðtennisdeild KR fékk 250 þúsund krónur; Guðrún G. Björnsdóttir og öflugt barna- og unglingastarf. • Glímudeild KR 200 þúsund krónur; öflugt starf og vegna Glímukóngs Íslands. • Keiludeild KR 150 þúsund krónur; góður árangur. • Knattspyrnudeild KR 250 þúsund krónur; stofnun Aka- demíu. • Körfuknattleiksdeild KR 250 þúsund krónur; til eflingar barna- og unglingastarfs. • Sunddeild KR 250 þúsund krónur; Ragnheiður Ragnars- dóttir og öflugt barna- og ung- lingastarf. Guðmundur Pétursson skoraði mark KR gegn Fylki. Stelpurnar í 6. flokki standa sig vel. Stigahæstu einstaklingarnir með sínar viðurkenningar ásamt Mads Claus- sen yfirþjálfara og Jóhannesi Benediktssyni, formanni sunddeildar KR. Frá leik KR gegn ÍR í Reykjavíkur- móti kvenna.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.