Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Síða 12

Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Síða 12
12 Vesturbæjarblaðið MARS 2007 Bernskuminningar úr Vesturbænum Það voru bardagasenur við Kamparana Hvar í Vesturbænum ólst þú upp? Á Nesvegi 39, nú Ægissíðu 137, bláa húsið á horninu fyrir neðan KR blokkina. Hverjar eru helstu minningarn- ar úr hverfinu? Það voru bardagasenur við Kamparana, Grímsstaðaholts- strákanna og stundum kom til smá stimpinga við strákanna í Skjólunum sem við þó tilheyrð- um ef við fórum í hin stærri stríð, t.d. við Kamparana. Dúfu- rækt var töluverð hjá okkur strákunum og farið í margar háskaferðir upp á þök nágrann- anna til að leita fanga. Ég var sendill og innanbúðamaður í Pétursbúð (það nafn tengist mér þó ekkert) sem var í kjall- aranum heima hjá mér frá 7 ára aldri til 12 ára aldurs. Í því starfi kom ég inn á mörg heim- ili í Vesturbænum og Seltjarnar- nesi, en ef ég fór með pöntun út á Seltjarnarnes fékk ég auka bónus sem var ein kók og tvær Ingimars kexkökur. Við innan- búðarstörfim kynntist maður mörgu góðu fólki sem og lærði hin ýmsu fræði sem tengjast við- skiptum Hverjir voru æskufélagar þínir? Það voru nú strákarnir á myndinni hér fyrir neðan sem bjuggu næst mér, einnig Ingv- ar Karlsson og Dundi sem áttu heima í Sörlaskjólinu. Einnig átti ég góðar vinkonur; María og Hildigunnur á Nesveginum, Addý, Sigrún, Una og Rósa í Sörlaskjóli og Granaskjóli. Hvar stundaðir þú nám? Ég var fyrst í tímakennslu hjá Kristínu á Ránargötunni, en stoppaði stutt þar við, því mér líkaði ekki kennsluhættir hennar. Síðan lá leiðin í Landakotsskóla, Hagaskólann, Verzlunarskólann, Menntaskólann í Hamrahlíð og að lokum í Háskóla Íslands. Áttu einhver afrek (prakkara- strik) að baki úr skólalífinu eða hverfinu? Varstu í íþróttum og/ eða í hverju tókstu þátt? Prakkarastrikin voru af ýms- um toga, frá dyrabjölluati í það að “teika” bíla, einkum strætó á Kaplaskjólsveginum sem var þó glæfralegt. Við strákarnir spiluðum fót- bolta á Hjallalandstúninu, þar sem KR blokkin stendur nú og eitthvað var maður að æfa með 5. flokk í KR, en þar sem ég fór alltaf í sveit á sumrin var það í minna mæli. Í gegnum Pét- ursbúð kynntist ég eldri krökk- um sem stunduðu skíði uppi í Skálafelli og buðu mér með á skíði Amma tók til handagagns gamlar sparibuxur og setti hvíta teygju undir og þar voru komn- ar forláta skíðabuxur. Ég fór oft upp í Skálafell með þessum krökkum og náði þar tökum á skíðamennskunni, sem ég hef sundað síðan. Þessir skíðafé- lagar mínir hétu Dabbi, Kóki, Gummi, Geiri, Steini og Tobba og systir hennar sem ég man ekki hvað heitir. Fjaran fyr- ir neðan Faxaskjólið þar sem Sunnubúðin stóð við hornið á Sörlaskjólinu togaði oft í mann í leik í hellisskútum þar. Á þeim stað söfnuðum við í áramóta- brennu, oft gömlum árabátum úr fjörunni þar vestur frá. Þessi brennusöfnun var í miklu kappi og metingi við brennuna á Ægis- síðunni. Hver voru framtíðarplönin eða draumarnir á þessum árum? Á Nesveginum ólst ég upp ásamt systur minni, Eddu, hjá ömmu minni og afa. Þetta var ekki það venjulegasta fjölskyldu- mynstur sem við sáum hjá öðrum krökkum. Amma sagði stundum, þegar maður hagaði sér eitthvað illa, að það yrði ekk- ert úr manni með svona hátt- arlagi. Minn draumur var að láta “ósk” ömmu minnar ekki rætast. Hvað er best við að búa í Vesturbænum? Ég flutti úr Vesturbænum 12 ára gamall en hélt þó áfram námi í Hagaskólanum. Flestir mínir vinir í dag eru frá þessum tíma, einkum Hagaskólaárunum. Vesturbærinn sem slíkur togar alltaf í mann og til merkis um það þá er ósjálfrátt farið í sunnu- dagsbíltúrinn með fjölskylduna, oftast þangað. Hin seinni ár tók ég upp á því að skokka og nokkra skokktúrana hef ég farið úr Garðabænum, sem ég bý nú, vestur í bæ og heimsæki stund- um þá æskufélaga mína, Teit, Steingrím og Guðmund sem þar búa. Svo á hverju sumri tek ég þátt í Reykjavíkurmaraþoni, 10 km. sem liggur um Vesturbæinn og Seltjarnarnesið. Í þeim hlaup- um fara margar minningar um hugann frá því á æskuárunum. Myndin er tekin af 7 ára bekk, krakkar fæddir 1948. Fyrir aftan stendur systir Clementina og Sigrún kennari og Pétur er í öftustu röð lengst til hægri. Pétur Kristinsson á skrifstofu sinni á fasteignasölunni Neseignum. Myndin er tekin fyrir 50 árum fyrir utan húsið Nesvegur 37 sem nú heitir Ægissíða 135. Bræðurnir Óli, Halli og Logi áttu heima á Nesvegi 35, bræðurnir Himmi og Gunni á Nesvegi 37, og ég, Pétur Kristinsson, á Nesvegi 39, bláa hornhúsið sem stendur nú fyrir neðan KR blokkina. Við strákarnir vorum þarna nýbakaðir ylfingar í skátahreyfingunni og stilltum okkur þarna upp fyrir ljósmyndarann. Á myndinni eru frá vinstri talið: Fremsta röð: Gunnar R Jónsson, Haraldur Björgvinsson, Logi Björgvinsson. Miðröð: Hilmar Jónsson, Pétur Kristinsson. Aftasta röð: Ólafur Björgvinsson. Faðir minn Kristinn Reyr, börn mín Margrét Jústa, Kristinn, Sigríður og eiginkona mín Sonja Þórarinsdóttir. Pétur Kristinsson, fjármálaráðgjafi og löggiltur fasteignasali bjó í Vesturbænum til 12 ára aldurs og rifjar hér upp bernskuminningar sína úr Vesturbænum. Pétur ólst upp á Nesveginum ásamt systur sinni hjá ömmu sinni og afa.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.