Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Qupperneq 5
Nemendur 7. bekkjar Granda-
skóla á sl. vetri unnu það afrek í
haust að hljóta 2. verðlaun í
verðlaunasamkeppni sjávarút-
vegsráðuneytisins um sjávarút-
vegsvef, en verðlaunin voru af-
hent á Íslensku sjávarútvegssýn-
ingunni í Kópavogi í september-
mánuði sl. Námið í Grandaskóla
tengist töluvert sjónum, m.a.
fara 12 ára nemendur í sjóferð
út á sundin og safna lífverum
sem þau setja í sjóbúr í skólan-
um og vinna síðan rannsóknar-
vinnu á sjávarlifverum í skólan-
um.
Valgeir Gestsson kennari segir
að sjávarútvegsvefur Granda-
skóla hafi að geyma ýmiss konar
vinnu nemenda sem tengist sjón-
um. Grandaskóli verður 20 ára 5.
maí 2006 og af því tilefni verður
opið hús í skólanum. Þá verður
formlega opnaður afmælisvefur
sem nemendur skólans vinna nú
að. Um 350 nemendur eru í
Grandaskóla og eru þar 30 kenn-
arar í 23 stöðugildum. Tón-
menntaskennsla er þar mikil en
nemendur eru í 2 tímum á viku
hverri og tvisvar í viku er sam-
söngur. Í tengslum við tón-
menntakennsluna fer fram ákveð-
ið þróunarstarf, sem er tölvur og
tónlist. Skólastjóri Grandaskóla er
Kristjana Kristjánsdóttir. ■
OKTÓBER 2005 5Vesturbæjarblaðið
Listagyðjunni þjónað
af nemendum
Hagaskóla
Nokkrir nemendur 10.
bekkjar Hagaskóla voru með
myndlistakennara sínum,
Gunnhildi Ólafsdóttur, við
Ægisíðuna í fyrir nokkru og
voru að þar að gera skissur á
blað.
„Þau eru að læra hér að taka
gera skissur og ná inn litum,
áferð o.fl. Þetta umhverfi er
mjög hentugt til, ekki síst þessir
gömlu grásleppuskúrar sem eru
allir í ryði og málningaslettum.
Skúrarnir eru því í öllum regn-
bogans litum. Ekki má heldur
gleyma hvönninni og njólanum.
Þegar komið er til baka í skólann
er þetta endurteiknað á vatns-
litapappír og vatnsliltaðar æðis-
legar myndir. Í 10. bekk velja
nemendur greinar, og myndlist
er ein valgreinin. Þetta hef ég
gert á hverju hausti undanfarin
ár en ég hef kennt við Hagaskóla
í 15 ár. Þetta gerum við líka á
vorin, en þá vinnum við þetta
öðru vísi, því þá förum við með
vatnslitina út. Við ræðum um
ferðina upp í skólastofu áður en
lagt er í hana svo þau vita vel
hvað þau eiga að gera þegar þau
koma hingað. Þau velja sér sjálf
mótív en þurfa að taka þrívídd,
velja ljós og skugga og gera sér
grein fyrir hvaðan birtan kemur
og gera sér einnig grein fyrir
áferð.“
- Leynast einhverjir „Kjarvalar“
í hópnum?
„Já blessaður vertu, alltaf! Það
leynast í þessum hóp margir
hæfileikaríkir krakkar en því
miður nýta krakkar sem hafa
hæfileika til að verða myndlista-
menn ekki alltaf þann mögu-
leika. Þessir myndlistahæfileikar
nýtast einnig til ýmissa annara
starfa, hæfileikarnir eru skap-
andi á markaðnum í dag,“ segir
Gunnhildur Ólafsdóttir kennari.
Þessir strákar voru ekkert að láta trufla sig við listsköpunina.
F.v.: Pétur Jóhann Pétursson, Eggert Rafn Einarsson og
Arnór Kristinn Guðmundsson.
LANGAR ÞIG AÐ KYNNAST
ROPE YOGA
Upplýsingar í síma 825 4122
kennslustaður í vesturbænum
Grandaskóli:
Krakkarnir í þessum bekk voru að fara í einhvers konar hópavinnu
sem væntanlega þroskar þau.
Börnin fá hollan mat í skólanum.
Hér er steiktri ýsu gerð
viðhlítandi skil.
Nemendur vinna að afmælisvef
vegna 20 ára afmælis skólans