Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Page 6
Hljóðfæraverkstæði eru ekki
mörg hérlendis, hvað þá ný-
smíði hljóðfæra. Margir gefa sig
hins vegar einnig út sem stilling-
armenn á píanó og flygla, en
grunnþekking þeirra er ærið
misjöfn. Ísólfur Pálmarsson rek-
ur hljóðfæraverkstæði á Bakka-
stíg 5 og stilir einnig píanó viðs
vegar um landið. Hann tók upp
merki föður síns í hljóðfæravið-
gerðum þegar hann féll frá, en
Ísólfur hafði reyndar starfað
með honum um árabil áður.
Hann lærði fyrst hjá föður sínum
en fór síðan í framhaldsnám til
Þýskalands. Faðir hans, Pálmar
Ísólfsson, var píanó og orgel-
smiður og hann smíðaði nokkur
píanó sem voru merkt „Pálmar
Ísólfsson Reykjavík.“ Nokkur
þeirra mun enn vera til og í
notkun.
Í dag er allnokkrir titlaðir hljóð-
færasmiðir hérlendis, en Ísólfur
segir að það þurfi að aðgreina þá
sem annars vegar eru píanó- og
orgelsmiðir og hins vegar t.d. gít-
arsmiðir eða fiðlusmiðir, enda sé
aðgreiningin skýr t.d. í Evrópu og
starfsheitin lögvernduð. Það sé
líka rangt að hljóðfærasmiður geti
gert við hvaða hljóðfæri sem er
því sérhæfingin sé allnokkur.
Þegar tekið var hús á Ísólfi á
verkstæði hans á Bakkastígnum
var hann að gera upp danskt pí-
anó sem smíðað var laust fyrir
aldamótin 1900 og er af gerðinni
Hindsberg en smíðað hjá verk-
smiðju Andreas Christiansen.
Þetta danska píanó var komið til
ára sinna, spengja þurfti hljóm-
botninn sem einnig var orðinn
verptur og allt filt var orðið
uppurið í hljóðfærinu og hlutir
voru orðnir brotnir í hamraverk-
inu. En þessir hlutir eru oft orðnir
það gamlir að það þarf að smíða
þá í höndunum því þessir vara-
hlutir fást ekki keyptir lengur þar
sem þeir eru ekki lengur fram-
leiddir. Aðra „standard“ hluti er
hægt að fá keypta erlendis.
Ísólfur Pálmarsson segir að fólk
sé að vakna til meiri vitundar um
það að varðveita gömul píanó,
ekki síst ef þau eiga sér sögu eða
sál. Þess eru dæmi að píanó hafi
lent á haugunum sem hægt hefði
verið að gera upp. Hann segir það
virkilega gaman að gera upp pí-
anó sem hafa verið með sál, og
koma sálinni í þau aftur og heyra
svo spilað á þau aftur eftir vel
heppnaða viðgerð. Ísólfur tekur
eingöngu píanó og flygla til við-
gerðar þó hann sé reyndar með
gamlan gítar á verkstæðinu sem
hann á sjálfur og ætlar að koma í
sem næst upprunalegt horf.
Um 65 milljón ára gamalt
sjálfspilandi píanó!
Á verkstæðinu hjá Ísólfi er til
viðgerðar sjálfspilandi píanó sem
reyndar er ekki lengur með sjálf-
spilingunni í. Ísólfur segir að ef-
laust séu til á Íslandi sjálfspilandi
píanó, en hann efist um að þau
séu í nothæfu ástandi. Í flestum
tilfellum sé búið að rífa búnaðinn
úr þeim vegna þess að erfitt
reyndist að fá rúllurnar í þau, og
þannig er með píanóið á verk-
stæði Ísólfs.
„Ég er búinn að stilla þetta
gamla sjálfstillandi píanó en það
sem er kannski merkilegast við
það er að nótnaborðið er klætt
beini úr skögultönn úr mammút-
um sem gæti verið 65 milljón ára
gamlir! Það eru varahlutaverslan-
ir í Þýskalandi sem versla með
þessi mammútabein en einnig eru
notuð fílabein í sama tilgangi, en
fílabeinin hafi ekki verið fáanleg í
mörg ár, en aðeins eru þau að
birtast aftur á markaðnum. Mér
skilst að það sé farið að veiða fíla
aftur, en í miklu hófi. Fílabeinið er
dýrara en mammútabeinið vegna
þess að það er búið að grafa upp
þessi kynstur af mammútabein-
um austur í Síberíu og víðar.
Ætli það kosti ekki um 300 þús-
und krónur að fá mammútabein á
venjulegt nótnaborð á píanói. Það
er hægt að fá beinin tilsniðinn en
ég kaus að fá þau heil og vinna
þau sjálfur á þetta sjálfspilandi pí-
anó. En ég læt það vera í framtíð-
inni vegna þess að þetta er allt of
mikil vinna til að gera það hæft til
límingar því minnsta ójafna getur
orsakað það að beinið brotnar.
Svo þarf að slípa beinið til að fá
á það hálfmattan gljáa, en það
kemur alveg hrátt,“ segir Ísólfur
Pálmarsson.
Harmoníum í saltbing
Á verkstæðinu er harmoníum
sem Ísólfi var gefið á sínum tíma.
Það var búið að standa í 20 ár í
bílskúr úti á landi undir saltbing
og haugi af dauðum flugum!
Eigandinn gaf það með því skil-
yrði að það færi aldrei aftur í
sveitina þar sem það var. Eigand-
anum hafði blöskrað meðferðin á
hljóðfærinu eftir að það hafði ver-
ið tekið úr notkun og vildi því ekki
að sveitungarnir fengju að njóta
þess eftir að búið væri að gera
það upp. Í mörg ár stóð það sund-
urtekið eftir að búið var að fjar-
lægja salt og flugur úr því áður en
Ísólfur fór að fást við að gera það
upp. Hann segist ekki hafa pláss
fyrir hljóðfærið í stofunni hjá sér,
en hann vilji alls ekki láta það frá
sér. Ísólfur hefur ekki smíðað org-
el og ekki lært neitt til orgelvið-
gerða nema hjá föður sínum þeg-
ar hann var fyrr á tímum settur til
þess að gera við harmoníum, s.s.
belgi og slípa fjaðrir.
- Spilar þú sjálfur á píanó?
„Nei, en ég get spilað Gamla
Nóa og einstaka annað lag. Það er
ekki nauðsynlegt til þess að geta
orðið píanóstillari en auðvitað
þarf að þekkja tónbilin og hafa
góða heyrn. En auðvitað skemmir
það ekki að vera liðtækur
píanóleikari.“
- Er nóg að gera í píanóviðgerð-
um og stillingum?
„Já, en það mætti vera meira.
Þar er ég að minna á það að fólk
mætti hugsa betur um hljóðfærin
og láta stilla þau oftar. Það versta
er að koma að eldri hljóðfærum
sem ekki hafa verið stillt í kannski
20 ár. Skyndilega á að fara að nota
hljóðfærið vegna afmælis, skírnar,
brúðkaups eða einhvers annars
hátíðaviðburðar í fjölskyldunni,
en það er ekki hringt fyrr en
nokkrum dögum áður. Tónhæðin
eru kannski orðin hálftón of lág
og það er allt of skammur tími að
kippa því í lag á þremur dögum
og tryggja að hljóðfærið haldi
stillingunni. Þegar hljóðfæri er
komið í kammertónhæð getur
átakið á strengjunum verið milli
17 og 19 tonn. Þar sem ekkert er
nema viðarblokk sem heldur því
vinda þeir smám saman ofan af
sér.
Þegar hljóðfæri hefur verið van-
rækt í langan tíma og skyndilega
er farið að rykkja í strengina getur
það verið varhugavert nema það
sé gert á mörgum dögum. Það
þarf bæði að spila reglulega á pí-
anó og eins stilla það reglulega.
Rétt hita- og rakastig er einnig
nauðsynlegt en hljómbotnar geta
sprungið sé þess ekki gætt.“
Getur verið langvarandi
verkur að kaupa ódýrt
píanó
Ísólfur selur vönduð píanó eftir
pöntunum, s.s. Sauter, sem hefur
búnað í hamraverkinu sem gefur
þeim sama fjaðrandi áslátt og
flyglar hafa. Það getur kostað frá
750 þúsund krónum en ódýrustu
píanóið geta kostað um 240 þús-
und krónur. Ísólfur er hættur að
hafa verslun opna, hann segir að
það sé ekki gerlegt gagnvart við-
skiptavinunum að vera með versl-
un og verkstæði og þurfa að loka
kannski í vikutíma þegar verið sé
úti á landi við píanóstillingar.
„Gott píanó kostar nokkurn
pening. Það kemur meira við
budduna í upphafi, verkurinn er
kannski nokkur í upphafi, en hann
hverfur fljótlega þegar farið er að
nota píanóið. En ef keypt er ódýrt
píanó geta verkirnir verið
langvarandi en kannski stundum
minni.
Ég hef komið að viðgerð á
ódýru píanói þar sem þurfi að
borga um 75% af innkaupsverðinu
í viðgerðir á fyrsta ári. Það datt
raunar allt úr límingum, hamra-
verkið datt úr límingum og stilli-
ásarnir losnuðu. Ég þurfti að líma
einar 36 undirlyftur í því. Það var
ekki gaman að afhenda eigendun-
um reikninginn. Verð þess hafði
nær tvöfaldast á skömmum tíma.
Ég fær stundum fyrirspurnir
um hvort ekki sé hægt að fá ódýrt
píanó sem jafnvel þarfnist við-
gerðar fyrir krakka sem er að
hefja píanónám. Það er mjög mis-
ráðið, barnið fær gott píanó í tón-
listarskólanum en getur svo varla
æft sig heima vegna þess að
hljóðfærði þar er nánast ónýtt.
Þetta getur orðið til þess að áhugi
barnsins á náminu hverfur á til-
tölulega skömmum tíma. Í upp-
hafi skyldi því endirinn skoða,“
segir Ísólfur Pálmarsson. ■
OKTÓBER 20056 Vesturbæjarblaðið
Ísólfur Pálmarsson segir píanóstillingar allnokkuð vanræktar:
Ísólfur Pálmarsson að gera við danskt píanó á verkstæðinu.
Handtökin eru mörg og vandasöm.
Sjálfspilandi píanó sem búið er að fjárlægja verkið úr. Nótnaborðið
er úr mammútabeini sem gæti verið 65 milljón ára gamalt.
Tilboð í Smart á Ánanaustum
Með 65 milljón ára gamalt
sjálfspilandi píanó á verkstæðinu!