Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Page 9
Við mælum þig út
Opnunartími:
Virka daga 9-21
og um helgar 10-21
JL húsinu
Í apóteki Lyf & heilsu í JL húsinu við Hringbraut er
boðið upp á þrenns konar mikilvægar mælingar sem
segja til um líkamsástand þitt.
Við mælum:
• Blóðþrýsting
• Blóðsykur
• Blóðfitu (kólesteról)
Pantaðu tíma í mælingu í síma 561 4600
Borgarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkti í júlímánuði sl. tillögu um
nágrannavörslu og innbrotavarn-
ir. Í tillögunni er óskað eftir sam-
starfi við lögregluna í Reykjavík í
því skyni að efla innbrotsvarnir í
þágu almennings og koma á fót
skipulagðri nágrannavörslu í öll-
um hverfum Reykjavíkur.
Í geinagerð með tillögunni segir
m.a.:
„Árlega verða þúsundir Reyk-
víkinga fyrir fjárhagslegu og til-
finningalegu tjóni af völdum inn-
brota í hús og bifreiðar. Mikilvægt
er að almenningur, borgaryfirvöld
og lögregla sameini krafta sína
og stuðli að fækkun glæpa með
samstilltu átaki.
Lögreglan í Reykjavík vinnur
gott starf í þágu borgarbúa og hef-
ur það verið eflt verulega á undan-
förnum árum, t.d. með fjölgun lög-
regluþjóna og bættri menntun
þeirra, bættum tækjakosti lögregl-
unnar, samræmdri neyðarsím-
svörun og aukinni hverfalöggæslu.
Umtalsverður árangur hefur náðst
í löggæslu á undanförnum árum
og hefur nú tilkynntum innbrotum
fækkað í borginni tvö ár í röð.“
Efla á hverfalöggæslu
„Sérstakir hverfislögregluþjónar
eru nú í öllum hverfum borgar-
innar. Er það sérstakt gleðiefni að
ákveðið hefur verið að efla
hverfalöggæslu enn frekar með
því að lögregluþjónar af almenn-
um vöktum munu nú koma til við-
bótar og annast eftirlit í öllum
hverfum borgarinnar allan sólar-
hringinn. Með eflingu hverfalög-
gæslu gefast margvísleg ný tæki-
færi til aukinnar samvinnu milli al-
mennings og lögreglu í baráttunni
gegn glæpum og ber borgaryfir-
völdum að stuðla að henni.
Viðurkennt er að nágranna-
varsla er eitt öflugasta vopnið
gegn innbrotum. Nágrannavarsla í
sinni einföldustu mynd er vafa-
laust jafn gömul þéttbýlismyndun
þar sem góðir grannar hafa frá
örófi alda fylgst með eignum og
hýbýlum hver annars. Með stækk-
un borga og vaxandi glæpatíðni
hefur slík nágrannavarsla eflst og
þróast víða erlendis og alþekkt er
að lögregla og sveitarfélög taki
höndum saman við að tvinna sam-
an hverfalöggæslu og skipulagða
nágrannavörslu. Slík samtvinnun
hefur í flestum tilvikum tekist vel
og samtakamáttur almennings og
yfirvalda leitt til fækkunar glæpa,
bættrar öryggistilfinningar íbúa
og hækkað endursöluverð fast-
eigna.
Með skipulagðri nágrannagæslu
skapast margir nýir möguleikar til
að tryggja öryggi borgaranna.
Með útgáfu bæklings, opnun vef-
síðu og fundahaldi í hverfum
borgarinnar geta borgaryfirvöld
og lögregla komið leiðbeiningum
til almennings um innbrotsvarnir
og nágrannavörslu og hvernig
best sé að halda henni innan skyn-
samlegra marka. Íbúar í götum
eða afmörkuðum hverfum með
nágrannavörslu geta síðan sótt
um að sett séu upp skilti sem gefa
slíkt til kynna til að fæla frá
óboðna gesti. Með aukinn
hverfalöggæslu skapast einnig
möguleikar fyrir lögreglu til að
auka upplýsingagjöf í einstökum
hverfum og færa sér ýmsar
tækninýjungar í nyt. T.d. er hægt
að senda íbúum viðvörun með
tölvupósti ef skyndileg aukning
verður á innbrotum í viðkomandi
hverfi og standa fyrir samræmd-
um merkingum í því skyni að auð-
velda leit að stolnum munum.“
Nú bíða Vesturbæingar sem og
aðrir íbúar Reykjavíkur spenntir
eftir því að sjá hvort efndir eru
það sama og orð og samþykktir í
þessu máli. ■
OKTÓBER 2005 9Vesturbæjarblaðið
Hefur samþykkt að efla skipu-
lagða nágrannavörslu í Reykjavík
Löggæslumenn eru ekki alltaf svona fjölmennir í Vesturbænum.
Þessar „vélhjólalöggur“ voru að gæta þess að Reykjavíkurmaraþon
2005 færi fram samkvæmt settum reglum um hringtorgið á mótum
Hringbrautar, Ánanausts og Eiðisgranda.
Borgarstjórn Reykjavíkur:
Söguganga um Miðbæinn
við opnun kosningaskrif-
stofu Mörtu Guðjónsdóttur
Fjöldi fólks lagði leið sína niður
í Kirkjuhvol við Kirkjutorg í sól-
skininu á sunnudaginn var en þar
var Marta Guðjónsdóttir að opna
kosningaskrifstofu ítilefni þess að
hún sækist eftir 6. sætinu á fram-
boðslista sjálfstæðismanna í
Reykjavík í vor.
Prófkjörsframbjóðendur hafa
verið að krydda mannlífið með-
ýmsum skemmtilegum uppákom-
um að undanförnu. Á skrifstofu
Mörtu var boðið upp á sögu-
göngu um Miðbæinn undir leið-
sögn þeirra Kjartans Gunnars
Kjartanssonar og Ragnheiðar Erlu
Bjarnadóttur. Vegna mikils áhuga
og fyrirspurna hyggst Marta
bjóða upp á fleiri sögugöngur um
Miðbæinn. ■
Sögugöngur um miðbærinn
njóta stöðugra vinsælda enda
miðbær Reykjavíkur óþrjótandi
uppspretta fróðleiks.
Viðfangsefnin í
blómlegum Vestubæ
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja-
vík hefur góðan hljómgrunn
meðal borgarbúa sem sýnir sig í
rúmlega fimmtíu og sex prósent
stuðningi við flokkinn. Þessi
stuðningur er ekki úr lausu lofti
gripinn heldur kemur til annars
vegar vegna vinnusemi og hug-
myndaauðgi borgarstjórnar-
flokks Sjálfstæðisflokksins, sem
mér hefur verið mikil ánæga að
leiða, hins vegar vegna and- og
aðgerðarleysis R-listans. Þessu
þarf að breyta og bæta hag borg-
arbúa.
Ég geng bjartur í þá baráttu og
legg fram reynslu mína, þekkingu
og þau verk sem ég hef unnið á
vettvangi borgarmála um langa
hríð. Ég tel ákaflega mikilvægt að
leiðtogi sjálfstæðismanna í borg-
arstjórn og borgarstjóraefni
flokksins hafi víðtæka þekkingu á
stjórnkerfi borgarinnar og geti
sýnt og sannað með störfum sín-
um að hann sé þess trausts verð-
ur að leiða flokkinn í komandi
kosningum.
Ég hef komið að nánast öllum
málaflokkum sem sýslað er með í
Reykjavíkurborg og haft forystu
um stefnumörkun Sjálfstæðis-
flokksins í borgarmálum. Við í
borgarstjórnarflokknum höfum á
undanförnum misserum markað
skýra stefnu í öllum málaflokkum
og má þar m.a. nefna skipulags-
og lóðamál, samgöngumál og
skólamál. Sérstakir stefnumótun-
arhópar hafa starfað að öllum
helstu málaflokkum borgarinnar
og einnig höfum við unnið að
stefnumörkun til framtíðar. Við
höfum lagt áherslu á að rækta
nánasta umhverfi okkar, m.a. með
heimsóknum til fjölmargra fyrir-
tækja, félagasamtaka, stofnana og
skóla. Við höfum farið í tæplega
150 heimsóknir og hafa þær gefið
okkur aukna innsýn í það hvaða
málefni og málaflokkar brenna á
fólki í borginni.
Við höfum þannig orðið þess
áskynja að í Vesturbænum eru
fjölmörg viðfangsefni sem bíða úr-
lausnar og við sjálfstæðismenn
munum taka þar til hendinni,
fáum við til þess styrk. Þar vil ég
m.a. nefna að nauðsynlegt er að
huga að framtíðaraðstöðu til
íþrótta - og útivistariðkunar í
hverfinu. Mikill aðstöðuvandi
steðjar að KR og er brýnt að félag-
inu verði tryggð aðstaða til fram-
tíðar. Jafn-
framt verð-
ur að
tryggja að
KR fái að
halda æf-
ingasvæð-
inu við Star-
haga því
hverfið er
mjög víð-
femt og al-
m e n n
ánægja íbúa
með þessa aðstöðu. Tengja þarf
betur leiðakerfi strætisvagnanna
og íþróttasvæði KR, því nauðsyn-
legt er að börn t.d. af Grímsstaða-
holti og úr Skerjafirði komist á
íþróttaæfingar með vögnunum.
Það léttir líka mjög á foreldrum
sem ella þurfa að aka börnum til
og frá. Að ýmsu er að hyggja á
íþróttasviðinu og eitt þeirra at-
riða sem huga verður að er að
koma upp íþróttaaðstöðu við
Vesturbæjarlaug sem gæti orðið
íþróttamiðstöð fyrir almenning í
hverfinu.
Af mörgu er að taka þegar mál-
efni Vesturbæjarins ber á góma
og ekki rúm fyrir langa upptaln-
ingu í stuttri blaðagrein. Þó vil ég
nefna að uppsetning gangbrautar-
ljósa á Nesvegi við Vegamót eru
öryggismál sem ekki þolir bið.
Talsverð umferð göngufólks er
um göngustíginn við Ægisíðu, en
þeir sem koma akandi leggja
gjarnan bílum sínum í stæði íbú-
anna við Faxaskjól og Sörlaskjól.
Því er nauðsynlegt að koma upp
bílastæðum fyrir göngufólkið, svo
íbúar í nágrenninu fái frið með sín
stæði. Einnig verður að huga að
öryggi gangandi fólks á háskóla-
svæðinu og eru undirgöng frá að-
albyggingu Háskólans yfir á Þjóð-
arbókhlöðusvæðið eitt þeirra at-
riða sem gefa verður gaum, þar
sem Háskólinn er með ýmsa starf-
semi vestan Suðurgötu og fyrir-
lestararsalir eru í Háskólabíói.
Að lokum vil ég hvetja sjálf-
stæðismenn í Vesturbæ til þess
að greiða atkvæði í prófkjöri
flokksins og taka þannig þátt í að
skapa sterkan framboðslista í
kosningunum í vor. Þar verður
sigur að vinnast.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg-
arfulltrúi og oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson.
AUGLÝSINGASÍMI 511 1188 • 895 8298