Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Side 13

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Side 13
OKTÓBER 2005 13Vesturbæjarblaðið Ungmenni í hugmyndaleit í upphafi myndlistavikunnar. Myndlistaskólinn í Reykjavík: Nemendur teikna ósýnilegar verur og pæla í jarðfræði! Á KROSSGÖTUM EFTIR SÉRA ÖRN BÁRÐ JÓNSSON Boðorð, tveir bræður og bítill Laugarvegi 63 • s: 551 4422 skiptir máli • Röndótt eða einlitar • BASIC klassadragtir sem þú einfaldlega getur alltaf treyst - þær krumpast ekki • Mörg snið • Stærðir 36-48 15% októbertilboð af dökkbláum drögtum Fatnaður Í fyrstu viku ágústmánaðar sl. komu 38 einbeitt ungmenni saman í Hafnarfirði. Unga fólkið var á aldr- inum 12 - 19 ára og kom frá lista- skólum í Svíþjóð, Álandseyjum, Eistlandi og Íslandi en þeim hafði verið boðið að taka þátt í listabúð- um á vegum Myndlistaskólans í Reykjavík. Verkefni þeirra var að fanga umhverfi, menningu, jarð- fræði og sagnahefð landsins. Til að ýta við hugarfluginu komu ýmsir gestir í heimsókn; Erla Stefánsdótt- ir, sjáandi útskýrði fyrir áhugasöm- um og opinmynntum unglingum hvernig þriðja augað virkar og hvernig það auðveldar manni að sjá hinar ýmsu verur; spiluð voru þjóðlög á íslenskt steinaspil og víólu, farið var í vettvangsferðir, hraun skoðuð og litarefni búin til úr jarðefnum. Með þessu móti kynntist unga fólkið ólíkum leiðum við að nálgast náttúruna, nota hana sem upp- sprettu verka sinna og með því móti dýpka virðingu sína gagnvart umhverfi sínu. Markmið verkefnis- ins var að skapa vettvang þar sem ungt fólk frá norrænu löndunum gat tengst og rætt hugmyndir sín- um. Hópnum fylgdu listamenn og kennarar frá löndunum fjórum. Bækistöð ungmennanna var í skátaheimilinu Hraunbúanum, Hafnarfirði, þar sem unglingarnir sváfu, borðuðu og unnu að list sinni, og urðu um leið bestu vinir. Mörg námskeið í boði Myndlistaskólinn í Reykjavík leggur áherslu á að bjóða upp á metnaðarfull og framsækin nám- skeið fyrir unglinga. Í vetur eru sjö mismunandi námskeið í boði fyrir aldurshópinn 13 - 18 ára; • Tónlist/myndlist, tvöfalt helgar námskeið, kennarar Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Ragnar Kjartansson • Myndlist/ myndasögur, kennari Áslaug Thorlacius • Hreyfimyndagerð, Hringbraut 121, kennarar Erla Stefánsdóttir og Sigríður Ólafsdóttur, • Hreyfimyndagerð, Gerðuberg, Una Lorenzen og Inga María Brynjarsdóttir • Teikning - málun - mótun, kennari Margrét Friðbergsdóttir • Leirmótun, kennari Guðbjörg Káradóttir Á vormisseri verður einnig boðið upp á námskeið í ljósmyndun og teiknimyndasögum. ■ Við lifum á tímum þar sem mannrétt-indi eru mikið til umræðu. Í fjölmiðl- um fáum við daglega fréttir af fólki víða um heim sem býr við skert mannréttindi. Nú er það svo að lög eru með ýmsu móti í löndum heims. Og ef mannréttindi eru ekki tryggð í lögum einhvers lands, hver getur þá - og af hvaða rökum eða í hvers valdi - talað um það sem betur má fara? Hvaðan koma hugmyndir mann um mannréttindi? Hugtakið mannréttindi er fremur nýtt og kom til sögunnar á 17. öld. Þar með er ekki sagt að mannréttindi hafi ekki verið í umræðunni fyrir þann tíma. „Rætur þess má finna í öllum helstu trúar- brögðum heims og kenningum um sið- fræði og stjórnmál, allt frá Plato og Cicero fram til okkar tíma.“ (Mannréttindaskrif- stofa Íslands). Og ræturnar liggja reyndar enn dýpra eins og síðar verður greint frá. Ofar lögum og reglum Hvað eru mannréttindi? Hver getur sagt til um það hvað mönnum er fyrir bestu? Hugmyndir um að til sé einhver æðri rétt- ur mannsins sem er ofar landslögum og vilja valdhafa á hverjum stað og tíma eru ævafornar. Náttúruréttarkenningin var lengi í smíðum og talin fullmótuð á dög- um rómversku stóuspekinganna rétt fyrir Krist og á fyrstu öld eftir Krist. Kjarninn í þeirri kenningu er þessi: „Réttur einstak- lingsins ræðst ekki af hlutverki hans held- ur hinum algildu lögum sem gilda ávallt og allstaðar.“ Hér er gengið út frá því að til sé réttur sem er ofar lögum og reglum samfélagsins. Gamli sáttmáli Löngu fyrir daga fyrr nefndra spekinga öðluðust Gyðingar lögmál sem tjáir rétt- indi og skyldur þeirra. Ég minnst þess þegar ég var við nám í guðfræði hvað það kom mér og öðrum nemendum á óvart hve mikil áhersla er lögð á mannréttindi í Gamla testamentinu. Þar er mikið rætt um ábyrgð einstaklinga og þjóðfélags. Stjórnvöld eru þar til dæmis brýnd til að gæta réttar útlendingar, ekkna og munað- arlausra, sjúkra og þurfandi. Þar birtist í vissum skilningi pólitísk umræða þess tíma. Nú er pólitík aðallega rædd á alþingi og í fjölmiðlum en hana á líka að ræða í kirkjunni því orð Guðs hlýtur að gefa okk- ur leiðbeiningar í málefnum þjóðfélags- ins, í samskiptum okkar hvert við annað. Lögmálið, með Boðorðin tíu sem kjarna, er gríðarlega mikilvægt og hefur haft ótrú- leg áhrif á mótun samfélags manna í heiminum. Ný túlkun Í starfi sínu og kennslu var Jesús jafnan í návígi við aðra lögmálstúlkendur. Um- ræður í guðspjöllunum snúast gjarnan um túlkun á lögmálinu: Hvað er rétt og hvað er rangt? Lífið þá snerist um orð og athöfn eins og það gerir enn. Og í því sambandi má spyrja: Hvernig gengur okk- ur að lifa eftir orði Guðs, eftir lögmáli hans og fyrirmælum? Guðspjall sunnudagsins 9. október s.l. (21.28-32) tekur m.a. á því máli. Þar er sagt frá tveimur sonum og hlýðni þeirra eða óhlýðni. Sá fyrri vildi ekki gera að sem hann var beðinn um en svo sá hann sig um hönd og gekk í verkið og kláraði það. Hinn lofaði öllu fögru en aðhafðist ekkert. Svar áheyrenda við spurningu Jesú um hvor hafi gert rétt lét ekki á sér standa. Fyrri bróðirinn var þeirra maður. Okkar maður - Jón Fyrrnefndan sunnudag voru liðin 65 ár frá því John Lennon fæddist. Hann var nú enginn sérlegur fulltrúi kirkju eða kristni en hann barðist fyrir mannréttindum. Kannski var hann einmitt bróðir sem engu lofaði en gerði samt hið rétta? Hann hafði í það minnsta mikil áhrif á hugsun- arhátt fólks til hins betra og vakti marga af svefni og doða, afskiptaleysi og hálf- velgju. Orð og athöfn. Trúin er ekki aðeins hug- læg afstaða heldur hlýðni við Guð og boð hans. Margt fólk lifir góðu lífi í anda Krists og vinnur kærleiksverk án þess að stunda mikið kirkju og svo eru það hin sem biðja og sækja kirkju en vanrækja kannski kær- leikann. Til guðsþakka Orð og athöfn, trú og verk, þurfa að hald- ast í hendur. Verkin afla okkur engra vild- arpunkta en þau gera okkur gott og ná- unganum líka. Góðverkin eru til guðs- þakka. Þau eru þakkarfórn fyrir það að Guð elskar okkur eins og við erum. Hann elskar okkur jafnvel þegar við breytum eins og bróðirinn sem við höldum okkur ekki líkjast en líkjumst þó öll. Um þetta snýst fagnaðarerindi kristinnar trúar, gleðifrétt allra tíma. Vissan um þessa elsku Guðs hvetur til góðra verka og eflir viljann til að leggja lífinu lið. ■

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.