Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Side 15
Íslands- og bikarmeistarar KR í
drengjaflokki síðasta vetrar léku
vel um helgina þegar að Íslands-
mótið hófst í 10. flokk drengja,
mótið var haldið í íþróttahúsi
Rimaskóla og unnu KR-ingar
sannfærandi sigur í öllum fjór-
um leikjum helgarinnar.
Fyrsti leikurinn var gegn Hauk-
um og höfðu KR-ingar mikla yfir-
burði í leiknum, þeir komust í 17-
0 og höfðu yfir í hálfleik 37-7. Í
seinni hálfleik léku Haukar svæð-
isvörn en við það misstu KR-ingar
nokkuð einbeitnina í vörninni.
Lokatölur urðu 65-28 fyrir KR.
Aðrir leikir fóru þannig að
Fjölnismenn voru lagðir 73-48,
Blikar töpuðu 53-43 en Keflvíking-
um var rúllað upp, 81-34.
Snorri Páll Sigurðsson, fyrirliði
KR-liðsins, er að byrja sitt fjórða
ár í körfuboltanum. Hann var
áður í fótbolta og handbolta en
handboltaþjálfarinn hafði mælt
með því að hann færi á körfu-
boltaæfingu til þess að læra að
„skrína.“
„Ég fór þangað og líkaði svo
vel við körfuboltann að ég hélt
bara áfram, og sé ekki eftir því.
Ég held að ég hafi fundið mig í
körfuboltanum.
Ég er kominn í 89-landsliðið en
ég er fæddur árið 1990. Ég er líka í
90-landsliðinu sem fer út í maí á
Norðurlandamótið og í ágústmán-
uði förum við svo á Evrópumótið.
Mest af mínum frítíma fer í æfing-
ar og leiki en margir af mínum fé-
lögum eru einnig hér í körfubolt-
anum en sumir af bestu vinum
mínum eru einnig í fótboltanum,
en ég er einnig að þar með KR.
Svona „túrneringar eru nauðsyn-
legar til þess að halda sér í leikæf-
ingu en við leikum 4 leiki einu
sinni í mánuði um eina helgi,“
segir Snorri Páll Sigurðsson,
körfuboltamaður. ■
OKTÓBER 2005 15Vesturbæjarblaðið
Einstaklega vel gekk hjá
glímudeild KR síðasta keppnis-
ár, því deildin vann nánast allar
keppnir sem hún tók þátt í.
Hæst ber þar sigur Péturs Ey-
þórssonar í Íslandsglímunni í
Borgarleikhúsinu í apríl sl., þar
sem hann vann Grettisbeltið í
annað sinn. Pétur gekk til liðs
við KR sl. haust, þannig að í
þetta sinn vann hann til titilsins
Glímukóngur Íslands sem KR-
ingur.
Margir fleiri hafa vissulega
komið við sögu við glæstan ár-
angur KR-karlanna, en glímu-
börnin stóðu sig einnig með
stakri prýði. Æfingar barnanna
fóru aftur vel af stað í haust.
Samtals um 30 börn hafa mætt
á æfingar, en nú, eftir 9 æfinga-
tíma, er mætingin á bilinu 10 til
15 börn í hvert sinn. Byrjendur
eru þó ennþá hjartanlega vel-
komnir.
Síðasta þriðjudag, 11. októ-
ber, var dagur glímunnar hald-
inn hátíðlegur í fyrsta sinn. Á
æfingu þann daginn efndi deild-
in til krakkamóts í glímu og ann-
að til að minnast dagsins.
Undanfarin ár hefur glímu-
deildin ekki haft á að skipa
neinum keppanda í kvenna-
flokki, en nú eru horfur á að úr
rætist, því tvær glímukonur úr
fremstu röð, þótt ekki séu þær
KR-ingar, hafa þegið boð deild-
arinnar um að æfa með okkur í
vetur. Vonast er til að þær verði
sú lyftistöng sem vantað hefur í
kvennadeildina. Glímudeild KR
mun því hafa á að skipa konum
til keppni á komandi vetri.
Allt bendir því til að sá vetur
sem framundan er muni í engu
gefa undangengnum vetri neitt
eftir hvað árangur varðar. Það
er því gleðilegt að eina íþróttin
sem getur kallast þjóðaríþrótt
Íslendinga, skuli vera að fá byr
undir báða vængi. ■
KR-SÍÐAN
KR-ingar töpuðu bikarúrslita-
leik kvenna 1-4 gegn nýkrýndum
Íslandsmeisturum Breiðabliks á
Laugardalsvelli í septembermán-
uði. KR-ingar komust í 1-0 strax í
upphafi leiks með marki Ásgerð-
ar Hildar Ingibergsdóttur, en
þeim tókst ekki að halda þeirri
forystu. Þær fengu tækifæri til
auka forskotið en landsliðsmark-
vörðurinn í marki Breiðabliks sá
við sóknarmanni KR sem var
kominn einn í gegn. Staðan var
2-1 í hálfleik.
KR-stúlkur urðu í 4. sæti Lands-
bankadeildar kvenna með 22 stig
og markatöluna 39:24. Í Lands-
bankadeild karla voru einnig
gerðar meiri væntingar til árang-
urs í sumar en raun bar vitni því
meistaraflokkur karla var einnig
án titla eftir sumarið. KR hlaut 25
stig og lenti í 6. sæti með marka-
töluna 22:24.
KR-ingar bíða eflaust með eftir-
væntingu eftir næsta sumri í
Landsbankadeild karla, en þá
stjórnar Teitur Þórðarson þeim
en hann var ráðinn fyrr í haust og
tekur við af Sigursteini Gíslasyni
sem verður aðstoðarmaður hans.
Hver er þessi Teitur?
Hann lék með ÍA frá 1969 til
1977 og var Íslandsmeistari með
þeim 1970, 1974 og 1975. 1977 fór
hann fór til Jönköping IF í Svíþjóð
og síðan til Östers IF Växjö. Teitur
var fyrsti Íslendingurinn til að
leika í Allsvenskan, efstu deildinni
sænsku. Þaðan lá leiðin til Lens í
Frakklandi, AS Cannes í Frakk-
landi, Yrverdon Sports í Sviss, aft-
ur til Östers IF Växjö og hann end-
aði leikmannaferilinn 1987 hjá
Skövde AIK í Svíþjóð. Hann þjálf-
aði síðan Skövde í eitt ár en síðan
þjálfaði hann SK Brann í Noregi,
SFK Lyn í Osló, SF Grei í Osló, Lil-
leström í Noregi, var landsliðs-
þjálfari Eistlands 1995 til 1999
ásamt FC Flora í Tallin en sneri þá
aftur til Brann sem þjálfari og
þjáfaði síðan Lyn og nú loks
Ull/Kisa í Noregi, til loka knatt-
spyrnuvertíðarinnar í haust.
Teitur lék 41 landsleik, skoraði
9 mörk og var fjórum sinnum
fyrirliði.
KV og Grótta
Vesturbæjarliðið KV (Knatt-
spyrnufélag Vesturbæjar) lenti í
5. sæti í 3. deild A-riðli með 11
stig og markatöluna 19:28 en
Grótta varð í 2. sæti riðilsins með
28 stig og markatöluna 43:10 og
mistókst því að komast upp í 2.
deild. Þau sæti hrepptu Reynir
Sandgerði og Sindri á Hornafirði.
Bestur, í lið
Landsbankadeildar,
bronsskór, prúðastur
En það birti svolítið til fyrir
Vesturbæinga á lokahófi KSÍ 1.
október sl. en þar fengu fjórir KR-
ingar viðurkenningar. Kristinn
Jakobsson var valinn besti dóm-
ari ársins í áttunda sinn, Guðrún
Sóley Gunnarsdóttir var valin í lið
Landsbankadeildarinnar í sjötta
sinn og Hrefna Jóhannesdóttir
fékk bronsskóinn. Ágúst Gylfason
var valinn prúðasti leikmaður
Landsbankadeildarinnar. Ágúst
var einnig valinn prúðasti leik-
maður deildarinnar árið 2002 en
fram til þessa var Skagamaðurinn
Haraldur Ingólfsson sá eini
sem hafði tvisvar hlotið þessa
útnefningu. ■
Knattspyrnusumarið undir
væntingum í Vesturbænum
Glímudeild KR:
Fjöldi barna hefur
hafið æfingar á
þjóðaríþróttinni
Fyrir leik KR gegn Keflavík í Landsbankadeild kvenna fyrr í sumar.
Þann leik unnu KR-stúlkur 4:1.
Frá fyrri leik KV og Gróttu sem fram fór 12. júni sl.og endaði með
jafntefli, 2:2. Grótta vann síðari leikinn á Gróttuvelli þann 1. júlí 3:1.
Fór í körfubolta til
þess að læra að skrína
LAUGAVEGI 11 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 562 7000
Drengjaflokkur KR í körfubolta ásamt þjálfaranum, Inga Þór
Steinþórssyni.
Snorri Páll Sigurðsson, fyrirliði
og landsliðsmaður