Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Qupperneq 2

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Qupperneq 2
Steyptir skjólveggir við Frostaskjól 9 Lögð hefur verið fram tillaga um leyfi fyrir breytingum frá fyrri samþykkt 12. júlí 2005 fyrir rað- húsið á lóðinni nr. 9 við Frosta- skjól. Reisa á steinsteypta skjól- veggi framan og aftan við húsið og gera minniháttar breytingar á innra fyrirkomulagi. Er Reykjavík falleg borg? Embætti byggingafulltrúans í Reykjavík er 100 ára á þessu ári. Af því tilefni verður haldið mál- þing í Ráðhúsi Reykjavíkur föstu- daginn 3. desember nk. kl. 14.00 og er það öllum opið. Frummæl- endur á málþinginu eru Andri Snær Magnason, rithöfundur; Ás- laug Thorlacius, myndlistarmað- ur; Egill Ólafsson, tónlistarmaður, Hilmar Þór Björnsson, arkitekt og Ómar Ragnarsson fréttamaður. Frummælendur munu leitast við að svara spurningunni: „Er Reykjavík falleg borg?“ Borgarstjóri mun ávarpa mál- þingsgesti og Magnús Sædal Svav- arsson byggingafulltrúi mun stutt- lega rekja sögu embættisins. Sal- vör Jónsdóttir, sviðsstjóri skipu- lags- og byggingasviðs Reykjavík- ur mun stýra málþinginu og pall- borðsumræðum sem verða að loknum framsögum. Fyrsti bygg- ingafulltrúinn, Knud Zimsen, verk- fræðingur, síðar borgarstjóri, tók til starfa árið 1904 en þá hafði bygginganefnd Reykjavíkur þegar starfað frá 29. maí 1839, eða í 65 ár. Samþykkt að byggja þriggja hæða hús að Vesturgötu 24 Lögð hefur verið fram á fundi skipulagsfulltrúa tillaga Arkitekta- stofu Þorgeirs um deiliskipulag fyrir lóðina Vesturgötu 24. Breyt- ingin felst í því að heimilt verði að byggja íbúðarhús fyrir 5 til 8 íbúð- ir, fullar þrjár hæðir, með há- marksnýtingahlutfalli 1,2. Ná- grönnum var gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna til 20. október sl. en hún var jafnframt til kynn- ingar í sal Skipulags- og bygginga- sviðs í Borgartúni 3. Strætó gegnum Vesturbæinn Hverfisráð Vesturbæjar hefur skorað á á stjórn Strætó b.s. að kanna sérstaklega möguleikann á að ein stofnleið verði látin fara í gegnum Vesturbæinn samhliða þeirri vinnu sem nú fer fram til endurskoðunar leiðakerfis. Erindi frá foreldrafélagi Mela- skóla um fyrirkomulag þrettánda- brennu var tekið fyrir að nýju. Eft- ir samráð hverfisráðs,hverfis- bækistöðvar og Vesturgarðs var samþykkt að styðja foreldrafélag- ið með fyrirkomulag næstu þrett- ándabrennu. Leitað verði sam- starfs með fleiri aðilum innan hverfis við framkvæmd brenn- unnar. Hverfisráð miðborg- arinnar harmar seinagang í úrbótum í veitingamálum Hverfisráð Miðborgar lýsir von- brigðum sínum með hversu hægt hefur gengið að hrinda í fram- kvæmd þeim úrbótum í veitinga- málum sem starfshópur borgar- stjóra og lögreglustjórans í Reykjavík gerði tillögur um og samþykkt var að binda í aðgerðir á fundi samstarfsnefndar um lög- reglumálefni þann 22. febrúar 2002. Á fundi hverfisráðsins 23. ágúst sl. var farið yfir tillögurnar og framkvæmd þeirra og í ljós kom að enn vantar mikið upp á að þær hafi náð fram að ganga. Vísar hverfisráðið í því sambandi í sam- antekt frá skrifstofu borgarstjórn- ar dags. 15. ágúst sl. og bréf Lög- reglustjórans í Reykjavík frá sama degi. Hverfisráðið beinir því til borg- arráðs, Lögreglustjórans í Reykja- vík og samstarfsnefndar um lög- reglumálefni að fara yfir þær til- lögur sem eru á þeirra verksviði og hrinda bráðan bug að því að koma þeim í framkvæmd. Þá bein- ir hverfisráðið þeim tilmælum til dómsmálaráðuneytisins, sam- gönguráðuneytisins og umhverf- isráðuneytisins að ráðast hið fyrsta í þær laga- og reglugerðar- breytingar sem brýn nauðsyn er að nái fram að ganga og beint var til þessara ráðuneyta þegar árið 2002. Miklar breytingar hafa orðið á skemmtanalífi Íslendinga á und- anförnum árum en lög og reglur um skemmtanahald og veitinga- staði hafa ekki þróast í takt við þær breytingar enda eru þær að stofni til 20 ára gamlar. Ódýrara vatn á Sel- tjarnarnesi en hjá OR Hverfisráð Vesturbæjar óskar eftir því að borgaryfirvöld skoði hvort unnt sé að lækka húshitun- arkostnað íbúa í Vesturbænum með því að gefa þeim kost á að tengjast Hitaveitu Seltjarnarness, sem býður mun lægra verð á heitu vatni en Orkuveita Reykja- víkur. Agreiðslu málsins var frestað. Vesturbæingar - Er ekki best að bora eftir heitu vatni fyrir Vesturbæinga? NÓVEMBER 20052 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933 Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Íslandspóstur 10. tbl. 8. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í Vesturbæ og Miðbæ. S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R E fni þessa blaðs mótast nokkuð af nálægð prófkjörs Sjálf-stæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna að vori.24 einstaklingar vilja komast í þá aðstöðu að stjórna borg- inni, og það er vel. Auðvitað er þetta fólk misjafnlega hæfileika- ríkt, og þess vegna eru prófkjör góð til þess að fólk fái að velja milli þessa fólks og raða því á framboðslistann. Kosningabar- áttan hefur hins vegar verið nokkuð sérkennileg, því opinber- lega gagnrýna frambjóðendur ekki hvern annan, og einhvern tíma hefði það þótt heldur bragðdauf barátta. Jafnvel þegar frambjóðendur eru dregnir saman í sjónvarpsþætti örlar ekki á aðfinnslum. Nánast engin hjaðningavíg hafa átt sér stað. All- margir Vesturbæingar bjóða sig fram, og m.a. í öll efstu sætin. Eflaust fá þeir góðan stuðning úr þessu hverfi, en íbúar Vestur- bæjar eru taldir hafa einna mestu hverfisvitund allra íbúa höfuðborgarinnar. Víst er þó að vina- og ættartengsl ráða miklu og einnig að einhverju leiti hvaða áherslu frambjóðendur hafa lagt á einstök mál. H orn Garðastrætis og Túngötu varð um síðustu helgi mið-depill frétta helgarinnar, þ.e. í húsi Geðhjálpar á þeimstað var stofnaður aðstandendahópur og þar með áskotnaðist geðsjúkum mikilvægur liðsauki í báráttunni fyrir aukinni samfélagshjálp. Vakin er athygli á þessu hér í Vestur- bæjarblaðinu vegna þess að þetta mál kemur öllum þegnum þessa lands við, og hér skal heilshugar tekið undir þá réttinda- baráttu. Þessum sjúklingahópi ber að tryggja sömu mannrétt- indi og virðingu og öðrum sjúklingahópum. Krafan um að not- endahópurinn komi að stefnumörkun í eigin málum og ákvörð- unum um þjónustu er mjög mikilvæg. Enginn þekkir betur hvar skórinn kreppir en þeir sem hafa veikst af geðsjúkdómum sjálf- ir og aðstandendur þeirra. Talið er að um 100 geðsjúkir séu án heimilis og enn stærri hópur er vafalaust hjá aðstandendum víðs vegar um land. Þjónusta við þennan hóp hefur orðið eftir, og það svo talið er í áratugum. Heilbrigðisráðherra hefur lofað að móta stefnu í málefnum geðsjúkra með aðkomu þeirra sjálfra, og félagsmálaráðherra hefur talað á svipuðum nótum. Vonandi standa Framsóknarráðherrarnir við það. S tolt Vesturbæinga, og reyndar fleiri, KR, reið ekki feitumhesti frá síðasta Íslandsmóti í knattspyrnu karla. Nú hefurverið ráðinn nýr þjálfari sem náð hefur ágætum árangri á erlendri grund og honum fylgja bestu óskir. Leikmannakaup eru hafin, sem er gott og blessað, en enn sem fyrr finnast mörg- um að enn ríkari áherslu ætti að leggja á það að veita þeim sem eru aldir upp hjá félaginu tækifæri til að sanna sig. Þeir hafa margir sýnt í yngri flokkunum að þeir eru traustsins verðir. Fái þeir tækifæri verða þeir hvatning þeim sem eru að byrja sinn knattspyrnuferil í Frostaskjólinu. Þá mun enn fleiri koma á heimaleiki KR og hrópa hástöfum: „ÁFRAM KR!“ Geir A. Guðsteinsson Kosningabarátta án hjaðningavíga Húsum í Vesturbænum fjölg- aði um eitt fyrir skömmu flutt var í einu lagi hús ofan af Lindar- götu 13 niður á grunn á Nýlendu- götu 5.a. Flutningurinn fór fram að næturlagi til þess að trufla umferðina sem allra minnst. Það er alltaf athyglisvert þegar fólk leggur sig fram um að vernda gömul hús, hvort sem þau eru gerð upp á staðnum eða flutt og gerð þar í stand, eins og væntan- lega er tilfellið í þetta skiptið. ■ Fjölgaði um eitt hús á einni nóttu

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.