Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Page 12
NÓVEMBER 200512 Vesturbæjarblaðið
Starfið í Frostaskjóli komið á fullt
Mikið líf og fjör hefur verið í fé-
lagsmiðstöðinni Frostaskjóli sem
svo oft áður. Skemmtilegir við-
burðir, s.s 8. bekkjarkvöld, vídeó-
kvöld, opnunarball, Fear Factor
keppni, þythokkýkeppni og fót-
boltamót er meðal þess sem hef-
ur verið í dagskrá í októbermán-
uði. En til þess að standa sem
best að öllum þessum viðburðum
og uppákomum hefur Frostaskjól
fengið mikla hjálp frá duglegum
ungmennum úr Hagaskóla. Búin
hafa verið til 6 ungmennaráð í fé-
lagsmiðstöðinni sem hvert um sig
vinnur eftir ákveðnum markmið-
um til að gera starfið sem
skemmtilegast og fjölbreytilegast
og er félagsmiðstöðin þannig að
vinna markvisst með hugtakið
unglingalýðræði. Það gengur í
stuttu máli út á það að leyfa hug-
myndum og skoðunum unglinga
að njóta sín.
En hver eru þessi ungmenna-
ráð?
Ferðaráð, sem skipuleggur
lengri og styttri ferðir sem farnar
eru á vegum Frostaskjóls. Í ráðinu
eru: Arna María Kristjánsdóttir
10. bekk, Ása Kristín Einarsdóttir
8. bekk, Helga Hóm Guðbjörns-
dóttir 8. bekk, Hólmfríður Þor-
valdsdóttir 8. bekk, Ingibjörg
Karlsdóttir 10. bekk, Margrét Erla
Ólafsdóttir 8. bekk, Sigríður Karls-
dóttir 8. bekk.
Íþróttaráð, sem skipuleggur og
heldur utan um alla íþróttavið-
burði. Þar ráða ríkjum þeir Óli
Björn Vilhjálmsson 9. bekk og
Magnús Erlingsson 9. bekk.
Sjoppuráð, heldur utan um allt
sem snýr að sjoppunni í Frosta-
skjóli og þar eru: Aldís Amah
Hamilton 9. bekk, Aldís Gróa Sig-
urðardóttir 8. bekk, Bryndís Silja
Pálmadóttir 8. bekk, Camilla Mar-
grét B. Thomsen 8. bekk, Diljá
Anna Júlíusdóttir 8. bekk, Elísabet
Ýr Sigurðardóttir 8. bekk, Kristín
Jezorski 8. bekk, Sigurður Ólafs-
dóttir 9. bekk.
Fjölmiðlaráð, heldur utan um
efni sem fer á heimasíðu, í Vestur-
bæjarblaðið og Frostafréttir. Í fjöl-
miðlaráði eru: Camilla Margrét B.
Thomsen 8. bekk, Hilma Rós
Ómarsdóttir 8. bekk, Kristín Erla
Kristjánsdóttir 8. bekk, María Þór-
isdóttir 8. bekk, Ragnheiður Soffía
Gunnarsdóttir 8. bekk, Vaka Jóns-
dóttir 8. bekk.
Tónlistarráð, sem sér um tón-
list fyrir böll og skipuleggur
Frostrokk tónlistarhátíðina. Tón-
listaráði stýra: Ágúst Arnljótsson
8. bekk, Daníel Perez 8. bekk, Ein-
ar Þorsteinn Arnarson 8. bekk,
Fróði Ploder 8. bekk, Hilmar Örn
Hafsteinsson 8. bekk, Lára
Jóhanna Daníelsdóttir 10. bekk.
Skemmtanaráð, skipuleggur og
sér um skemmtanir og uppákom-
ur en þar eiga sæti: Agnes Geirs-
dóttir 9. bekk, Aldís Björk Óskars-
dóttir 9. bekk, Álfrún Perla Bald-
ursdóttir 8. bekk, Benedikt
Guðnason 9. bekk, Hildur Ólafs-
dóttir 9. bekk, Pétur Kristjánsson
10. bekk, Snærós Sindradóttir 9.
bekk, Sunna Sasha 9. bekk.
Einn fulltrúi og varafulltrúi úr
hverju ráði voru kosnir til að sitja
í Frostaráði. Þetta ráð hefur það
verkefni að hafa yfirumsjón með
öllu því skipulagða starfi sem fer
fram í Frosta ásamt því að fylgjast
með að starfið í hinum ráðunum
gangi vel. Öll fjáröflunarmál og
ákvarðanatökur varðandi gróða
er í höndum Frostaráðs.
Á döfinni í Frostaskjóli
2.desember nk. verður haldin
hin árlega tónlistarhátíð
Frostrokk. Þessi tónlistarveisla
hefur verið árlegur viðburður síð-
astliðin 5 ár og hefur vaxið með
hverju árinu. Fjöldamargar hljóm-
sveitir nýta tækifærið og koma
fram á hátíðinni, bæði frá Vestur-
bænum, Seltjarnarnesi og öðrum
stöðum höfuðborgarinnar. Þegar
er byrjað að auglýsa eftir áhuga-
sömum hljómsveitum til að koma
fram og eru allir sem vilja spila á
tónlistarhátíðinni hvattir til að að
hafa samband við félagsmiðstöð-
ina Frostaskjól.
Opnunartímar
Félagsmiðstöðin er opin ung-
lingum á mánudögum, miðviku-
dögum og föstudögum frá kl.15:00
- 18:30 og 19:00 - 22:00. Séu böll
eða aðrir stærri viðburðir er opið
til kl.23:00.
Frístundaklúbburinn Frosti er
opin á þriðjudögum frá 15:00 -
17:00, til skiptis fyrir 7.bekk og 5.
og 6.bekk (saman). Heimasíðan er
www.frostaskjol.is fyrir barna-
starfið og www.frostaskjol.is/frosti
fyrir unglingastarfið. ■
Þá er veturinn kominn og
starfið í Frostaskjóli í fullum
gangi. Eins og flestir muna ríkti
neyðarástand á öllum frí-
stundaheimilum borgarinnar í
haust. Biðlistar voru langir og
erfitt var að ráða fólk í vinnu.
Þetta heyrir þó sögunni til hér í
vesturbænum. Eins og staðan
er í dag er aðeins eitt frístunda-
heimili ennþá með biðlista, en
verið er að vinna í því máli.
Við höfum verið að móta og
þróa starfið á frístundaheimilun-
um síðustu mánuði og höfum
hellt okkur út í hin ýmsu til-
raunaverkefni. Eitt aðal áherslu-
efnið þessa haustönn er að
vinna út frá barnalýðræði og
taka mið af barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna en þar stendur
meðal annars:
12. grein
Börn eiga rétt á að láta í ljós
skoðanir sínar og eiga kröfu um
að sjónarmið þeirra þeirra séu
virt í samræmi við aldur þeirra
og þroska.
13. grein
Börn eiga rétt á að tjá tilfinn-
ingar sínar og sjónarmið svo
fremi sem þau ganga ekki í ber-
högg við réttindi annara eða al-
mennar siðvenjur. Börn eiga rétt
á að leita sér upplýsinga, taka
við upplýsingum og koma þeim
á framfæri.
29. grein
Það er skylda samfélagsins að
tryggja að menntun barna búi
þau undir lífið, efli virðingu þeir-
ra fyrir mannréttindum og ali
þau upp í anda skilnings, friðar
og umburðarlyndis.
En hvað þýðir barnalýðræði?
Þýðir það að börnin mega bara
ráða öllu sjálf? Svo er nú aldeilis
ekki, heldur eiga börn að hafa
áhrif á eigið líf. Þau eiga að taka
virkan þátt í ákvarðanatöku sem
snertir þau og sjónarmið þeirra
eiga að vera virt í samræmi við
aldur þeirra og þroska.
Þetta hljómar vel, en hvernig
vinnum við markvisst út frá
þessu? Hvernig getur barn haft
áhrif á líf sitt í frístundaheimil-
inu og hvernig tekur það þátt í
barnalýðræði? Barnalýðræði
felst meðal annars í að virða
skoðanir barnanna, virkja frum-
kvæði þeirra, gefa þeim svigrúm
til þátttöku í ákvarðanatöku,
hvetja börnin til að axla ábyrgð
og veita þeim frelsi til að njóta
sín.
Frístundaheimilin í Vestur-
bænum eru m.a byrjuð að vinna
með bekkjaráð þar sem börnin
ræða málefni sem snerta þau.
Þau taka þátt í að gera vikudag-
skrá, semja reglur og koma með
óskir um dótakaup, svo eitthvað
sé nefnt. Starfsfólk frístunda-
heimilanna hvetja börnin til að
láta í ljós skoðanir sínar þannig
að saman byggjum við upp drau-
ma frístundaheimilið okkar.
Tilraunarverkefni
Unnið er að breytingum á
starfinu með 3. og 4. bekk og
þannig reynt að koma betur til
móts við þann aldurshóp. Því
miður hefur reyndin verið sú að
mjög fáir úr 4. bekk hafa sýnt frí-
stunda-heimilunum mikinn
áhuga. Þessu erum við þegar
byrjuð að bæta úr. Við höfum
tekið til þeirra ráða að deila ald-
urshópunum upp og gera sér-
staka klúbba fyrir 3. og 4. bekk. Í
Selinu í Melaskóla er 3. og 4.
bekkur fluttur út í skátaheimili
Ægisbúa og heitir sá klúbbur
Fjörhöllin, en gaman er að segja
frá því að barnalýðræðið var í
hávegum haft þegar nafnið var
fundið. Skýjaborgir í Vesturbæj-
arskóla og Undraland í Granda-
skóla eru einnig að þreifa fyrir
sér með klúbba fyrir þennan ald-
urshóp. Einu sinni í viku hittast
allir klúbbarnir í Fjörhöllinni og
þá er kátt á hjalla og mikið stuð.
Íþróttafjör er nýjung þar sem
krakkar úr 3. og 4. bekk, hittast í
KR-heimilinu einu sinni í viku.
Hinar ýmsu íþróttagreinar eru
kynntar og börnin skemmta sér
vel undir leiðsögn ábyrgra leið-
beinanda. Íþróttafjör er tilrauna-
verkefni í samstarfi við KR og
höfum við mikla trú á þessu
verkefni.
Frístundaklúbburinn
Frosti
Frístundaklúbburinn Frosti
hóf göngu sína í lok september.
Um er að ræða tilraunaverkefni
þar sem 5., 6. og 7. bekkingum er
í fyrsta skipti boðið að taka þátt
í félagsstarfi í Frostaskjóli. Börn-
in geta nýtt sér aðstöðuna í opn-
um húsum á þriðjudögum og þar
eru þrjár listatengdar smiðjur í
boði.
Klúbburinn er tvískiptur, ann-
ars vegar 5. og 6. bekkingar úr
Melaskóla, Grandaskóla og Vest-
urbæjarskóla og hins vegar 7.
bekkingar úr sömu skólum. Um-
sjónarmenn Frístundaklúbbsins
eru Adda Rúna, deildastjóri
barnasviðs, og unglingastarfs-
menn Frostaskjóls, Guðmundur
og Eva.
Framtíðarmarkmið okkar er að
skapa flæði á milli frístunda-
heimilis, tómstundastarfs og fé-
lagsmiðstöðvar og koma þannig
til móts við alla aldurshópa.
Adda Rúna Valdimarsdóttir
deildastjóri barnasviðs
Barnalýðræði í anda Sameinuðu þjóðanna