Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Qupperneq 17

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Qupperneq 17
Í aðdraganda borgarstjórnar- kosninga er spurt hverjir séu hagsmunir Reykvíkinga. Hvað skipti mestu máli fyrir einstak- linga og samfélag í nútíð og fram- tíð. Svörin eru eflaust jafnmörg og svarendurnir. Tveir málaflokkar ná til alls samfélagsins og snerta hvern ein- stakling með beinum og afgerandi hætti án þess að vera áberandi í daglegu amstri borgarlífsins. Annars vegar er það lýðræðið í borginni og hins vegar borgar- skipulagið. Í Reykjavík eru þessir málaflokkar samofnir í illleysan- legum vítahring og svo mjög hall- ar á hagsmuni Reykvíkinga og annarra höfuðborgarbúa, að af- leiðingarnar hafa verulega nei- kvæð áhrif á þjóðarhag. Borgirnar eru jú stærstu hagkerfi þjóðanna og þetta gildir sérstaklega um Ís- land þar sem nærri tveir þriðju landsmanna búa á höfuðborgar- svæðinu og meira en 80% á sama atvinnu- og þjónustusvæði. Þó við Reykvíkingar séum nú um 115.000 þúsund eða um 40% íslensku þjóðarinnar eru áhrif okkar á ákvarðanir Alþingis og ríkisstjórnar hverfandi og mun minni en fjöldi okkar segir til um. Við búum við tvíþætta skerðingu lýðræðis og mannréttinda. Fyrst ber að nefna að í Alþingiskosning- um er vægi hvers atkvæðis í Reykjavík aðeins 56-75% af vægi atkvæðis á landsbyggðinni og at- kvæðavægi í Suðvesturkjördæmi er enn minna eða um 49-66%. Munur á þingmannafjölda höf- uðborgarsvæðis og landsbyggðar er nú 3 þingmenn en ætti að vera 15. Engin fordæmi eru um kerfis- bundna mismunun af þessu tagi vegna búsetu, hvorki í grannlönd- um okkar né í öðrum löndum, sem við miðum við. Í öðru lagi er fjöldi borgarfull- trúa í Reykjavík 15 eða sá sami og árið 1908 þó íbúafjöldi hafi fimmt- ánfaldast. Samkvæmt lögum á Norðurlöndunum, í Evrópu og víðar, þar sem eru ákvæði um lág- marksfjölda fulltrúa, ættu þeir þó að vera 40 - 45 hið minnsta. Því er nærri útilokað fyrir einstaklinga og samtök utan hefðbundinna landsmálaflokka að komast þar til áhrifa. Áratuga vanræksla og stjórnleysi í skipulags- málum Heildaráhrif þessarar tvíþættu lýðræðisskerðingar eru þau að landsbyggðaröfl hafa óheftan að- gang að stefnumótun og ákvarð- anatöku í borgarstjórn Reykjavík- ur þegar hagsmunir borgarbúa annars vegar og byggðasjónarmið hins vegar stangast á. Borgarskipulagið er tæki borg- arbúa til móta borgina, allt frá grunngerð hennar til yfirbragðs gatna og bygginga. Borgarskipu- lagið er auðvitað mál málanna í öllum borgum því borgin er um- gjörð um allt líf og starf íbúanna og öll önnur borgarmál ráðast af því hvernig til hefur tekist. Þetta á ekki síst við um Reykja- vík einmitt nú í dag. Reykvíkingar standa á tímamótum eftir áratuga vanrækslu og stjórnleysi í skipu- lagsmálum. Sjálfir ráða þeir litlu sem engu um þau borgarmál, sem skipta þá langmestu máli í bráð og lengd, sjálft borgarskipulagið, þróun byggðar og mótun borgar- samfélagsins. Í skugga bæklaðs valdakerfis í Reykjavík hefur landsstjórnin m.a. viðhaldið flugrekstri í hjarta borgarinnar í 60 ár. Árið 1946, einni öld eftir endurreisn Alþingis og endanlega staðfestingu Reykja- víkur sem höfuðstaður Íslands, gerði landsstjórnin herflugvöllinn í Vatnsmýri að borgaralegum flug- velli í krafti mikils misvægis at- kvæða, þvert gegn hagsmunum og vilja Reykvíkinga. Undirstaða þess að vera frjáls borgari Þessi gjörð jafngilti í raun valdaráni því á þeirri stundu færðist allt vald yfir helstu skipu- lagsmálum Reykjavíkur til sam- gönguráðuneytis og stofnana þess. Síðan þá er flugvöllurinn meginstoðin í byggðastefnu landsstjórnarinnar, sem beitir honum ótæpilega gegn hagsmun- um borgarbúa og borgarsamfé- lagsins. Vald samgönguyfirvalda byggir ekki á neinni lagastoð og er ein- göngu virkt fyrir atbeina borgar- fulltrúa, sem kjósendur í Reykja- vík hafa sjálfir valið til að að gæta hagsmuna sinna í borgarstjórn. Það er því kjósendanna í Reykja- vík að endurheimta þetta vald, sem er helsta undirstaða þess að vera frjáls borgari, með því að láta frambjóðendun nú sverja sér hollustueiða. Hér eftir, sem hingað til mun ég beita mér fyrir því að Reykvíking- ar fái sína heimastjórn, þ.e.s. full- an atkvæðisrétt, óskoruð yfirráð yfir öllum sínum málum og góða skipulagsforsögn. Fái ég til þess umboð í prófkjöri 4. og 5. nóvem- ber og í borgarstjórnarkoningum næsta vor mun ég beita mér af al- efli fyrir þessum málum á vett- vangi Sjálfstæðisflokksins og í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Höfundur, sem er sjálfstætt starf- andi arkitekt, stjórnarmaður í Sam- tökum um betri byggð og formaður Höfuðborgarsamtakanna, gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Heimasíða: internet.is/arkorn NÓVEMBER 2005 17Vesturbæjarblaðið Heilsaði Danakonungi á fyrstu símsendu myndinni Árið 1954 fór 3. fl. KR til Dan- merkur í keppnisferð með skip- inu Dronning Alexandrine, en þetta var fyrsta ferð unglinga- flokks í knattspyrnu á erlenda grund. Ferðin var ógleymanleg og ekki síst fyrir það að árang- urinn var mjög góður og við urðum landi og þjóð til sóma. Það sem situr ofarlega í minn- ingunni er þegar KR varð Ís- landsmeistari árið 1959 með fullt hús stiga og í Landsliði Ís- lands í knattspyrnu voru 7 KR- ingar. Fyrsta símsenda myndin til Íslands var af mér þegar ég heilsaði Friðriki IX Danakonungi fyrir landsleik Íslands og Dan- merkur það sama ár og Danir gerðu jafntefli við okkur 1:1. Þetta eru frábærar minningar. Sumarið 1961 starfaði ég hjá Flugfélagi Íslands í Kaupmanna- höfn og ég gleymi því seint þeg- ar ég var sóttur til Kaupmanna- hafnar til þess að spila leik í Ís- landsmótinu, sem skar úr um það hvort við yrðum Íslands- meistarar það sumar. Við unn- um leikinn og ótrúlegt en satt var ég aftur valinn í landsliðið sem lék þá gegn Englendingum. Ég hætti að leika knattspyrnu 27 ára og snéri mér þá alfarið að þjálfun. Ég þjálfaði, m.a. yngri flokka KR., meistaraflokk Þrótt- ar, Víkings, Fram, FH og ung- lingalandsliðið. Ég hef verið í stjórn knattspyrnu- og badmint- ondeildar KR og formaður handknattleiksdeildar, svo og formaður hússtjórnar. Í dag er ég framkvæmdastjóri KR. Mikil íþróttafjölskylda Eiginkona mín heitir Erna Franklín og höfum við verið gift í 42 ár. Við eigum fjögur börn og 10 barnabörn og tvö á leiðinni. Börnin okkar heita Arna Katrín, Stefán Þór, Anna Guðrún og Brynja Dögg Steinsen og hafa þau öll látið til sín taka í íþrótt- unum. Arna var kjörin Knatt- spyrnukona ársins 1989 og Íþróttamaður KR 1993, auk þess að leika með unglingalandsliði í badminton, knattspyrnu og handbolta og A-landsliði í bæði handbolta og knattspyrnu. Stefán Þór sem spilaði með Víkingi í 3. fl. náði að skora 10 mörk í einum leik og hann lék bæði með drengja- og unglinga- landsliði í handbolta og knatt- spyrnu. Anna Guðrún lék í ung- lingalandsliði í badminton, handbolta og knattspyrnu og var valin í A-landslið í hand- bolta. Brynja Dögg lék síðan í unglingalandsliði í badminton, knattspyrnu og handbolta og lék með A-landsliði Íslands í handbolta í mörg ár. Konan hefur orðið Íslandsmeistari í handbolta. Það má því segja að allt hafi snúist um íþróttir á okk- ar heimili um áraraðir enda ekk- ert betra og meira uppbyggj- andi í uppeldi æskunnar en það að stunda þær með töpum og sætum sigrum. Kveðja til Arnar á tímamótum í lífi hans: Þekkt voru Arnar þungu spörk þótti sóknum hraður. Sótti fram og setti mörk sannur keppnismaður. Íþróttir um árabil iðkaði kempan slynga. Nákvæm sending náði til næstu KR inga. Þó sýnist núna sitja kyrr sinni ei keppni lengur. Örn mun verða eins og fyrr afbragðs góður drengur. ■ Örn Sigurðsson arkitekt: Hverjir eru hagsmunir Reykvíkinga ? KOSNINGASKRIFSTOFA VEGMÚLA 2, SÍMI 533 1220, JVI@JVI.ISWWW.JULIUSVIFILL.IS Nýtt upphaf – betri borg Júlíus Vífil í 2. sæti – traustur jákvæður víðsýnn Ágæti Vesturbæingur Ný tækifæri blasa við í Reykjavík, nýtt upphaf til að búa til betri borg. Reykjavíkurborg á að þjóna borgarbúum öllum og skapa þeim tækifæri til mennta, starfa, rekstrar og uppbyggingar. Hún á jafnframt að stuðla að öflugu atvinnulífi og virkja einkaframtakið í þjónustu við borgarbúa. Það er lykilatriði að Sjálfstæðisflokkurinn stilli upp sterkum lista fyrir næstu borgarstjórnar- kosningar, skipuðum frambjóðendum með fjöl- breytta reynslu og víða skírskotun. Þannig vinnst sigur í næstu borgarstjórnarkosningum og þá fyrst er hægt að nýta tækifærin sem við blasa. Ég býð mig fram í 2. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í prófkjörinu sem fram fer 4. og 5. nóvember og vonast eftir stuðningi þínum. Frambjóðandi með fjölbreytta reynslu Örn Sigurðsson arkitekt. Alhliða bókhaldsþjónusta Skattframtöl Ráðgjöf og fl. Sími: 561-1212 Netfang: kjarni@kjarni.net Það er notalegt að setjast niður í heitan pott og láta þreytuna líða úr sér. Það er hins vegar heldur óvenjulegt að við þá iðju sé gripið til bókalesturs. Það gerði þó þessi maður í pottinum í Nauthólsvík í haust, og lét ekkert í umhverfinu trufla sig, enda bókin eflaust alveg þrælspennandi eða svo háfleyg að ekkert gat truflað einbeitnina. Bókalestur í volgu vatni

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.