Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Side 18
Kjartan Magnússon borgarfull-
trúi býður sig fram í þriðja sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
fyrir borgarstjórnarkosningar,
sem haldið verður um næstu
helgi. Hann er 37 ára að aldri og
hefur verið borgarfulltrúi und-
anfarin tvö kjörtímabil. Kjartan
er rótgróinn Vesturbæingur og
hefur búið á fimm stöðum í
Vesturbænum; við Hávallagötu,
Kaplaskjólsveg, Sólvallagötu,
Aragötu og Flyðrugranda. Hann
þekkir því Vesturbæinn vel og
hefur á ferli sínum flutt fjöl-
margar um margvísleg hags-
munamál hverfisins.
- Ertu sáttur við þjónustu borgar-
innar í Vesturbænum?
„Ég tel að Vesturbæingar njóti
góðrar þjónustu Reykjavíkur-
borgar á mörgum sviðum. Ég vil
t.d. sérstaklega hrósa starfi leik-
skóla í Vesturbænum sem eru
tvímælalaust í fremstu röð.
Grunnskólarnir eru auðvitað eins
misjafnir og þeir eru margir en al-
mennt talað held ég að við Vest-
urbæingar eigum góða grunn-
skóla. Það má hins vegar alltaf
gott bæta og er ég viss um að
það er sóknarfæri í grunnskólun-
um hvað það varðar. Ég heyri að
mörgum foreldrum finnst þeir
hafa of lítið að segja um menntun
barna sinna og því vil ég breyta.
Menntaráð Reykjavíkur fer með
skólamál í borginni og nú hefur
það yfirstjórn með 116 skólum,
4.200 starfsmönnum og 21 þús-
und nemendum. Þetta er gríðar-
legur fjöldi og boðleiðirnar eru of
langar í slíku kerfi og kjörnir full-
trúar hafa litla möguleika á að
setja sig inn í einstök erindi frá
foreldrum.
Til að leysa þetta vandamál tel
ég betra að skipta borginni upp í
nokkur skólahverfi með sérstöku
skólaráði í hverju þeirra, sem
annist málefni bæði leikskóla og
grunnskóla í viðkomandi hverfi.
Slíkt skólaráð verði skipað for-
eldrum, nemendum, skólastjór-
um og kennurum. Með þessu
móti yrði stjórnun gerð markviss-
ari, boðleiðir styttar og samstarf
á milli heimila og skóla stóreflt.“
- Fjölbreytni og samanburður er
af hinu góða í skólastarfi. En hvað
með með sjálfstæða skóla?
„Við eigum að efla starfsemi
sjálfstæðra skóla og styrkja rekst-
argrundvöll þeirra. Fjölbreytni,
samkeppni og samanburður í
skólastarfi eru af hinu góða í
þessum efnum sem öðrum. Því
miður hefur stefna núverandi
borgaryfirvalda verið þessum
rekstri mjög fjandsamleg og hafa
opinber framlög til þeirra verið
langt undir opinberum greiðslum
til annarra skóla. Ég vonast til að
sjálfstæðir skólar eins og Landa-
kotsskóli og Tjarnarskóli eigi
framtíð fyrir sér í Vesturbænum.
En til þess að það gerist þarf að
breyta stefnu borgaryfirvalda.“
Bæta þarf aðstöðu KR
Íþrótta- og æskulýðsmál hafa
verið mjög til umræðu í Vestur-
bænum á kjörtímabilinu og hefur
Kjartan lagt fram margar tillögur
þar að lútandi.
„R-listinn hefur því miður van-
rækt uppbyggingu íþróttastarfs í
Vesturbænum og má nefna mörg
dæmi þar um. Hér í Vesturbæn-
um starfar eitt öflugasta íþrótta-
félag landsins og hefur mikil þátt-
tökuaukning orðið í flestum
deildum þess á síðustu árum. Nú
er svo komið að til vandræða
horfir í aðstöðumálum KR og hef
ég lagt fram ýmsr tillögur til úr-
bóta bæði í íþrótta- og tóm-
stundaráði Reykjavíkur og hverf-
isráði Vesturbæjar. Á kjörtímabil-
inu hef ég t.a.m. lagt fram tillögur
um að KR verði tryggt aukið æf-
ingasvæði við Starhaga, Keilu-
granda eða meðal strandlengj-
unni við Ægisíðu. R-listinn hefur
ekki sýnt þessum málefnum
áhuga á kjörtímabilinu og vísað
tillögum mínum út og suður í
borgarkerfinu.“
- Göngubrú yfir Hringbraut?
„Forráðamenn KR hafa bent á
að hlutfallslega eru það mun
færri börn, sem stunda íþróttir
norðan Hringbrautar en sunnan
hennar. Fjölmargir foreldrar
treysta sér ekki til að senda börn
yfir þá hættulegu umferðargötu
sem Hringbrautin er. Þess vegna
er nauðsynlegt að bæta íþrótta-
aðstöðu í Gamla Vesturbænum.
Einnig hef ég óskað eftir því að
það verði skoðað hvort unnt sé
að setja göngubrú yfir Hring-
braut, nálægt Vesturbæjarskóla.
Slík brú kostar lítið en auðveldar
mikið umferð gangandi vegfar-
anda.“
Sund og skíðaiðkun
Langt er síðan hugmyndir um
stækkun Vesturbæjarlaugar
komu fyrst fram en ekkert hefur
orðið úr framkvæmdum. Kjartan
telur að tími sé til kominn að
huga að stækkun laugarinnar í
samstarfi við einkaaðila.
„Hugmyndin er sú að byggja
myndarlegt hús við laugina og að
þar verði yfirbyggð sundlaug á
neðri hæðinni en heilsurækt á
þeirri efri. Þar með væri hægt að
bæta aðstöðu fyrir sundfólk úr
KR og aðra Vesturbæinga. Vest-
urbæingar fara gjarnan með ung
börn í sund alla leið í Árbæjar-
laug þegar kalt er í veðri og inni-
sundlaug yrði því vafalaust kær-
komin.“
Skíðadeild KR hefur í marga
áratugi staðið fyrir öflugri starf-
semi í Skálafelli og hjá deildinni
ríkir metnaður til að svo megi
verða áfram. Kjartan segir að
þrátt fyrir að miklir fjármunir hafi
runnið til uppbyggingar í skíða-
löndum Reykvíkinga á undanförn-
um árum, hafi lítið komið í hlut
KR-inga. Fyrir nokkrum árum hafi
verið mörkuð sú stefna af hálfu
borgarinnar að uppbygging í
skíðamálum yrði í Bláfjöllum og
Skálafelli. Þessari stefnu hafi ekki
verið fylgt eftir varðandi Skála-
fellið og þar þurfi að bæta úr. ■
NÓVEMBER 200518 Vesturbæjarblaðið
Ý M I S Þ J Ó N U S T A
Hreinsum allan fatnað,
sængur, millidýnur og
gardínur á athyglisverðu verði.
EFNALAUGIN
DRÍFA
Hringbraut 119 • Rvk.
ÖLL ALMENN PRENTUN
SÍMI 561 1594
895 8298
HRÓLFSSKÁLAVÖR 14
NETFANG: NES@ISHOLF.IS
AUGLÝSINGASÍMI
511 1188
895 8298
Netfang:
borgarblod@simnet.is
Myndasagan eftir Þuríði Blævi Jóhannsdóttur
Efla þarf skóla og bæta íþróttastarf í Vesturbænum
Kjartan Magnússon með hafnar-
svæðið í baksýn, en málefni
Faxaflóahafna hafa verið honum
hugleikinn.
- segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi sem hefur flutt ýmsar tillögur í þágu hverfisins
Alhliða bókhaldsþjónusta
Skattframtöl
Ráðgjöf og fl.
Sími: 561-1212
Netfang: kjarni@kjarni.net