Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 14

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 14
14 Vesturbæjarblaðið NÓVEMBER 2007 Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út Íslenskar gamansögur 1 í samantekt Guðjóns Inga Eiríkssonar. Í einni sög- unni segir Kári Elíson, næturvörð- ur á Grund, frá: “Eitt sinn um nótt þurfti ég að laga ljós yfir rúmi einnar heimiliskonunnar. Til þess að kom- ast að ljósinu varð ég að fara að ein- hverju leyti upp í rúmið til hennar og segi þá um leið: „Ég er bara kom- in upp í rúm til þín, frú mín góð.” „Já,” svaraði sú gamla. „Það fer nú hver að verða síðastur til þess.” Ásta Ragnheiður og Ragnheiður Ásta Það vakti mikla athygli þegar Halldóri Blöndal úr Sjálfstæðisflokki varð það á að rugla saman tveimur kvenmannsnöfnum í ræðustól á Alþingi. Í máli sínu átti hann við þingkonuna Ástu Ragnheiði Jóhann- esdóttur úr Samfylkingunni og Vesturbæ- ing, en kallaði hana þó einhverra hluta vegna Ragnheiði Ástu Pétursdóttur, sem er allt önnur ella og hefur aldrei setið á þingi, heldur lengst af starfsævi sinnar unnið hjá Ríkisútvarpinu. Og ekki var nóg með að Halldór rugl- aði þessum ágætu konum saman, því er hann ætlaði að leiðrétta mistök sín og biðjast afsökunar á þeim, þá tókst það ekki betur en svo, að úr varð enn einn nafnaruglingurinn. Margir hlógu að þessari uppákomu, en aðrir töldu að Halldór hefði með þessu athæfi sínu móðgað og lítillækkað Ástu Ragnheiði og voru sárir fyrir henn- ar hönd. Af málflutningi þeirra mátti einna helst ætla, að svona lagað hefði aldrei áður gerst hér á landi og varðaði jafnvel við hegningarlög. Halldór lét þessar ásakanir sem vind um eyru þjóta, en nokkru síðar var hann staddur í kaffistofu Alþingis og sat þar á spjalli við Samfylkingarmann utan af landi. Ásta Ragnheiður var þá í ræðustól og gátu þeir bæði séð hana og heyrt í sjónvarpi sem þarna er staðsett. Þeir gáfu henni þó lítinn gaum í fyrstu, en síðan leggur Halldór við hlustir um stund og er þá alvarlegur mjög. Lítur svo á sessunaut sinn, hristir hausinn í hneykslan og segir: „Svo segja menn að það skipti einhverju máli hvað hún heiti, þessi kona.” Ljósvakamismæli Seinni hlutann í febrúar 2006 var viðtal í fréttatíma á RÚV við Vernharð Guðmundsson, fulltrúa í launanefnd slökkviliðsmanna, en hún var þá nýbúin að hafna launatilboði. Sem ástæðu þess svaraði hann: „Fólk verður að gera sér grein fyrir því að við erum búnir að fá okkur fullsadda á því að hætta bæði lífi, limi...” Í fréttum á sömu stöð, það er RÚV, sagði Gunnar Gunnarsson fréttamaður: „Litlar líkur eru á því að fleiri lík finnist á lífi...”. Ingólfur Bjarni Sigfússon var að lesa fréttir á Stöð 2 og varaði þá meðal ann- ars við óhollustu í tilreknum matvælum. Fréttinni lauk hann á þennan veg: „Þetta á einkum við um vanfærar konur á barn- eignaraldri.” Vitlaust riðið Einhverju sinni bar svo til að truflanir urðu á rafmagninu í húsi læknishjónanna á Sauðárkróki, þeirra Torfa Bjarnasonar og Sigríðar Auðuns. Þórður var kvadd- ur til að kanna hvað ylli þessum vand- ræðum og eftir ýmsar mælingar hrópaði hann upp yfir sig úr eins manns hljóði: „Það er barasta vitlaust riðið í þessu húsi,” sem á máli rafmagnsfræðinnar þýðir eitthvað á þá leið, að straumtíðnin sé öðruvísi en hún ætti að vera. Læknisfrúin hafði fylgst nokkuð grannt með vinnu Þórðar. Hún þekkti lít- ið til fagmáls rafvirkja og varð því fremur hvumsa við þessa yfirlýsingu hans. Lét þó ekki á neinu bera, en létti hins vegar mjög í sinni þegar rafvirkinn lýsti því yfir einhverjum mælingum síðar, að „líklega væri nú rétt riðið í húsinu eftir allt sam- an”. Missti hún þá reyndar út úr sér: „Mikið þykir mér nú vænt um að heyra það, Þórður minn.” Heavy weather Eftir Kristjáni Hreinssyni Vesturbæ- ingi er haft: “Það var skömmu eftir miðj- an sjöunda áratug síðustu aldar að við stofnuðum hljómsveitina Friðryk, ég og tveir vinir mínir, Tryggvi Hübner og Erik Mogensen. Við fengum til liðs við okkur valinkunna snillinga: Valgeir Skagfjörð, Sigurð Árnason og Ólaf Garðarsson. Val- geir hafði verið með Tryggva í hljómsveit- inni Cabarett en þeir Sigurður og Ólafur höfðu verið í hljómsveitinni Náttúru. Við höfðum samið nokkuð af tónlist, æskufélagarnir, ég, Tryggvi og Erik. Og þegar bandið hafði æft allvel, kom að því að fara í hljóðver og hljóðrita herleg- heitin. Eftir nokkrar vikur í SG-Stúdíói, undir dyggri handleiðslu Sigurðar Árnasonar, höfðum við náð að spila inn tólf lög og fórum þá þegar í það að leita að útgef- anda. Leið okkar lá á fund Jóhanns Páls Valdimarssonar - JPV sjálfs - hjá Iðunni og afhentum við honum kassettu sem við lofuðum mjög og báðum hann að hlýða á með útgáfu í huga. Nokkrum dögum eftir að við afhent- um Jóhanni Páli kassettuna mætum við á skrifstofu hans, ég og vinur minn, Tryg- gvi. Brosmildir stóðum við hjá skrifborði Jóhanns og reiknuðum með gáfulegri og jákvæðri úttekt á því sem við höfð- um boðið honum að hlýða á. Hann rétti okkur hins vegar kassettuna með þeim orðum að þetta væri alls ekki nógu gott hjá okkur og engan veginn það sem hent- aði til útgáfu hjá fyrirtækinu. En hann hvatti okkur til að halda áfram því aldrei væri að vita nema bandið ætti eftir að gera betur. Daprir í bragði þökkuðum við Jóhanni Páli fyrir, kvöddum, fórum út í bíl og smelltum kassettunni í spilarann. Og þá varð okkur ljóst að við höfðum látið Jóhann Pál fá ranga kassettu, þótt vissu- lega væri hún merkt nafni hljómsveitar- innar. Kassetta þessi hafði að geyma ekki ómerkilegri upptöku en meistaraverkið ,,Heavy Weather” með hljómsveitinni Weather Report. Ekki er mér ljóst í hve mörgum eintökum sá ágæti gripur seld- ist en mig grunar að fáir Íslendingar hafi náð þeim sölutölum sem Zawinul, Short- er, Pastorius og félagar náðu með þessu tímamótaverki. Með ,,Heavy Weather” sló Weather Report endanlega í gegn og platan var valin ,,plata ársins” víða um heim og var söluhæsta plata þessarar mögnuðu grúppu, seldist í milljónum eintaka.” Sögur af Grund og víðar IPL ljósameðferð bylting í háreyðingu SVÆÐAMEÐFERÐ - BOWENTÆKNI Þarftu að slaka örlítið á og láta líkamann vinna úr vandamálunum eða bara dekra við þig? Græðandi meðferð Góð gjöf fyrir vini og vandamenn Kristjana Laufey Ásgeirsdóttir Svæðameðferðaraðili og Bowentæknir Lindargötu 66, jarðhæð, sími: 8246698 trulla@simnet.is eða kristjanalaufey@hotmail.com

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.