Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 11

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 11
Nýtt kirkjuár hefst fyrsta sunnudag í aðventu og er fjöl- breytt dagskrá í Dómkirkjunni alla aðventuna. Messað er á sænsku, þýsku, dönsku og okkar ylhýra íslenska máli.svo eitthvað sé nefnt, eins og fram kemur í dagskránni hér að neðan. Dagskrá helg ihaldsins á aðventu og jólum í Dómkirkjunni er eftirfarandi: 2. desember kl. 11.00, messa dr. Einar Sigurbjörnsson predikar. Kl. 20.00 aðventukvöld. 9. desember kl. 14.00, sænsk messa sr. Anna Sigríður Pálsdótt- ir prédikar. Kl. 11.00 aðventuhátíð barnanna, kl. 20.00 Aðventukvöld Kiwanis. 16. desember kl. 11.00, messa dr. Einar Sigurbjörnsson prédikar. Kl. 20.00, æðruleysismessa. Þorláksmessa 23. desember kl. 11.00, messa sr. Anna Sigríður Páls- dóttir prédikar. Kl. 15.00 þýsk messa Sr. Gunnar Kristjánsson predikar. Aðfangadagur 24. desember kl. 18.00, aftansöngur sr. Hjálmar Jóns- son prédikar. Kl. 15.00, dönsk messa sr. Þórhallur Heimisson prédikar. Kl. 23.30 kvöldmessa, biskup Íslands prédikar Jóladagur 25. desember kl. 14.00, messa sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar. 26. desember kl. 11.00, messa sr. Þorvaldur Víðisson prédikar. 30. desember kl. 11.00, messa sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Gamlarsdagur 31. desember kl. 18.00, aftansöngur sr. Anna S. Páls- dóttir prédikar B+ í Dómkirkjunni! Vikuna 28. október til 4. nóvem- ber stóð ÆSKÞ fyrir verkefninu B+ í samstarfi við Hið íslenska biblíufélag og æskulýðsfélög í kirkjunni. Lagt var upp með það verkefni að lesa Biblíu 21. aldar í heild sinni á landinu öllu. Nýju þýðingu biblíunnar var skipt upp í 28 hluta og þeim deilt niður á æskulýðsfélög. Í Dómkirkjunni lásu fermingar- börnin sinn hluta sunnudaginn 28. október. Góð mæting var hjá fermingarbörnunum og skemmti- legt að hin vaxandi kynslóð skuli hafa tekið þetta verkefni að sér. Á sama tíma og lesturinn fór fram héldu TTT krakkar í Dómkirkj- unni kökubasar og söfnuðu pen- ingum fyrir munaðarlausa stúlku sem þau eru að styrkja á Indlandi. Samhliða því var gestum boðið að skrá sig í Hið íslenska biblíufélag. B+ var verkefni sem teygði anga sína út um land allt, en einnig út fyrir landssteinana, því ferming- arbörn í Noregi tóku einnig þá í verkefninu. Hádegisbænin á sínum stað Á hverjum miðvikudegi kl. 12:00 hefst hádegisbæn Dómkirkj- unnar á því að organisti leikur tónlist. Um klukkan 12:10 hefst bænastund þar sem prestur leið- ir í orði og bæn. Hægt er að bera fram skriflegar fyrirbænir og ein- nig er bænarefnum veitt móttaka í síma 520-9700. Veitingar eru síðan í boði á kirkjuloftinu gegn vægu gjaldi í lok stundarinnar um kl. 12:30. Allir eru að sjálfsögðu vel- komnir! Kvöldkirkjan hóf göngu sína á nýju kirkjuári á aðventu árið 2006. Kvöldkirkjan er opin frá kl. 20:00 til kl. 22:00 öll fimmtudagskvöld. Hún er skjól og athvarf fyrir þá sem þangað sækja. Hún er farveg- ur bænar og kyrrðar og þess að nálgast og upplifa Guð á nýjan máta. Allir eru velkomnir inn í kyrrð kirkjunnar til að eiga stund með sjálfu sér og Guði sínum. Fermingarbörn í Dómkirkjusókn tóku þátt í árlegri söfnun Hjálpar- starfs kirkjunnar þann 5. nóvem- ber sl. Í fermingarfræðslunni voru þau búin að fá innsýn inn í starf Hjálparstarfsins og þekkja þau góðu málefni sem Hjálparstarfið vinnur að á erlendri grundu. Alls safnaðist rúmlega 71 þúsund krón- ur á þeim tveimur tímum sem krakkarnir voru að í sókninni. 11VesturbæjarblaðiðNÓVEMBER 2007 Fisk isló ð Gra nda gar ður MýrargataÁna nau st Við erum hér! Arnar GuðborgDagný Rakel KongaSilla SALON REYKJAVÍK Grandagarði 9 • Reykjavík • S. 568 5305 salon@salon.is Vertu velkomin(n)! Við erum flutt út á Granda! Hárgreiðslustofan Salon Reykjavík hefur flutt sig um set úr Glæsibæ út á Grandagarð 5, gegnt gamla Ellingsen húsinu. Grandagarði 5 • Reykjavík • S. 568 5305 Dómkirkjan á aðventunni! Sólveig Vaka, fermingarstúlka í Dómkirkjunni 2008 hóf verkefnið B+ í Dómkirkjunni. Skrifstofuaðstaða Brims hf. í Reykjavík hefur verið flutt að Bræðraborgarstíg 16 í Reykjavík, en var áður í Hafnarhvoli við Tryggvagötu. Húsið, sem stend- ur á horni Öldugötu og Bræðra- borgarstígs hýsti áður bakarí og síðar bókaforlag Iðunnar. Það hefur allt verið gert upp og er hið glæsilegasta. Á Akureyri er aðeins skrifstofuhald kringum daglegan rekstur þar. Brim var stofnað 1998, þá sem Útgerðarfélagið Tjaldur ehf. þegar þeir feðgar, Kristján Guðmunds- son, Hjálmar Kristjánsson og Guð- mundur Kristjánsson, skiptu upp rekstri sínum á Rifi. Guðmundur var þá fluttur til Reykjavíkur og tók alfarið við rekstri Útgerðarfé- lagsins Tjalds ehf. Árið 2005 var nafni Útgerðarfélagsins Tjalds ehf. breytt í Brim hf. Inga Jóna Friðgeirsdóttir skrif- stofustjóri segir að starfsfólk sé mjög ánægt með að vera kom- ið vestur í bæ, húsnæðið mjög skemmtilegt og umhverfið rólegt og ekki sami slagur um bílastæði eins og í Tryggvagötunni. Helst sé að sakna þess að sjá ekki út á sjó. Brim á Bræðraborgarstíg Skrifstofur Brims á Bræðraborgarstíg. WWW.N1.ISN1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Það er öryggisatriði að vera á góðum vetrardekkjum. N1 er með mesta úrval landsins af hjólbörðum og á hjólbarðaverkstæðum okkar færð þú fyrsta flokks þjónustu og góð ráð fyrir veturinn. Svo getur þú auðvitað geymt dekkin hjá okkur.HJÓ BAR A N1 - Meira í leiðinni. Þriðja stærsta útgerðarfélag landsins flytur í Vesturbæinn:

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.