Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 19

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 19
KR vann Grindavík fyrir skömmu í körfuknattleik kvenna, Iceland Expressdeildinni, 83:75 eftir að hafa átt í nokkru basli framan af leiknum. KR stúlkur hafa sýnt það í byrjun móts að þær eru til alls líklegar og und- irstrikuðu það með góðum sigri gegn Grindavík. Monique Martin var stigahæst KR-inga með 34 stig, Hildur Sig- urðardóttir með 20 stig og Sigrún Ámundadóttir með 17 stig. KR-konur komust svo að hlið Haukum í annað sætið í Iceland Express deild kvenna í körfuknatt- leik sl. laugardag. Liðin mættust þá í DHL-höllinni og lauk leiknum með 88:81 sigri KR. Keflavík er sem fyrr á toppnum, vann Fjölni 86:45. Konurnar leika næst við Hamar í Hveragerði og síðan 1. desember við Fjölni í DHL-höllinni. Lið KR í Iceland Expressdeild karla leikur næst við Hamar í Hveragerði 2. desember og svo við Tindastól 13. desember í DHL- höllinni. 19VesturbæjarblaðiðNÓVEMBER 2007 KR-SÍÐAN GETRAUNANÚMER KR ER 107 Körfuknattleikslið KV mætir Hetti Knattspyrnufélag Vesturbæjar var stofnað 17. september 2004 og framan af var eingöngu stund- uð knattspyrna hjá félaginu. Félagið hefur tekið þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu, 3. deild, undan- farin nokkur sumur. Körfuknattleiksdeild KV kemur til sögunnar haust- ið 2007 þegar félagið skráði sig í bikarkeppni KKÍ og utandeildina. Fyrsti leikur félagsins átti að vera gegn liði Snæfells-B, en Hólmararnir sáu sér ekki fært að mæta KV og því hélt KV áfram í 32 liða úrslit, án þess að leika! Fyrsti sigur félagsins því í höfn, ekki amarleg byrjun. Næst mætir KV Hetti frá Egilsstöðum. Höttur var síðast í úrvalsdeild tímabilið 2006 og hafa þess á milli verið í toppbaráttu í fyrstu deildinni. Þrátt fyrir það mæta KV-ingar óhræddir til leiks á Egilsstöðum sunnudaginn 25. nóvember nk. Framhaldið hjá KV er að spila í utandeild Breiða- bliks í vetur, fara langt í bikarkeppninni og síðar skrá liðið til þáttöku í annari deild karla. Liðið er að mestu skipað ungum strákum úr Vesturbænum og af Sel- tjarnarnesinu. Full ástæða er til að lofa þetta merka átak og styðja þá af heilshug í þeim baráttuleik sem þeir leika á sunnudaginn gegn Hetti. Áfram KV! Frá leik KR og Grindavíkur í DHL-höllinni. KR vann Grindavík og Hauka í kvennakörfunni Yfirmaður knattspyrnumála hjá KR vill betri samsetningu leikmanna KR hefur ráðið Rúnar Kristins- son sem yfirmann Knattspyrnu- mála (Director of football) hjá KR. Knattspyrnuferill Rúnars hefur verið glæsilegur bæði hjá KR og erlendis þar sem hann spil- aði sem atvinnumaður í Svíþjóð, Noregi og Belgíu á árunum 1995 - 2007. Hann er jafnframt leikja- hæsti leikmaður íslenska lands- liðsins frá upphafi. Yfirmaður Knattspyrnumála hefur umsjón með öllu faglegu starfi knattspyrn- unnar í KR. Rúnar ber ábyrgð á ráðningu allra þjálfara og aðstoðarmanna KR, ásamt vali á þeim leikmönnum meistaraflokks og KR-Akademíunn- ar sem samið er við í samráði við þjálfara og stjórn. Hann segir að leikmenn þurfi að velja í ljósi þess hvaða knattspyrnu eigi að leika næsta leiktímabil. Dæmi séu þess að góðir leikmenn hafi verið fengn- ir til félagsins en þeir ekki nýst sem skyldi vegna þess að þeir hafi ekki fallið inn í það leikskipulag sem þjálfarinn lagði upp með. Rúnar mun einnig hafa yfirumsjón með sérþjálfun einstakra leikmanna meistaraflokks. Hann mun jafn- framt stýra faglegu starfi KR-Aka- demíunnar og annast alla tækni- lega uppbygginu hennar og hafa framkvæmd hennar með höndum, s.s. einstaklingsæfingar fyrir leik- menn og þróun þeirra. Úlfar Hinriksson mun áfram vera þjálfari KR-Akademíunnar og Einar Sigurðsson einnig aðstoðarmaður hans eins og undanfarið ár. Rúnar segist vera ráðinn til þess að vera Loga Ólafssyni þjálfara og þjálfarateyminu hjá KR innan handar og aðstoða þá við að skoða leikmenn hjá félaginu og ekki síð- ur að skoða leikmannamarkaðinn. Rúnar mun einnig koma að einstak- lingsþjálfun leikmanna, bæði hjá meistaraflokki og hjá Akademíunni og aðstoða Úlfar, þjálfara Akademí- unnar, eftir þörfum.Starfið sé mjög víðtækt, en að sama skapi áhuga- vert. “Ég mun einnig koma með fag- lega ráðgjöf til allra yngra flokk- anna og þjálfara þeirra og reyna að veita þeim svolítið aðhald. Ég ætla hins vegar ekki að stjórna þeim, þeir eru ráðnir til að þjálfa viðkom- andi flokka og hugsa um þá en ég mun fylgjast með því hvað þeir eru að gera, og svo geta þeir auðvitað leitað til mín af fyrra bragði,” segir Rúnar Kristinsson. Grunntækni stundum ábótavant Rúnar segist hafa áhuga á að koma inn í þjálfunina hjá KR atrið- um sem honum finnst vera ábóta- vant á Íslandi, og hægt er að bæta. Rúnar nefnir í því sambandi grunn- tækni og grunnsendingatækni, þ.e. að geta gefið bolta á réttan stað í einni snertingu. Liður í því í byrjun er að ræða einslega við alla þjálfar- ana og komast að því hvað þeir eru að gera, hvernig þeir eru að nálg- ast hlutina, hvað þeir eru að æfa og hvernig. Rúnar segir KR hafa getu til að bæta sig á ýmsum svið- um. Hann hefur þegar haft æfingu fyrir 2., 3. og 4. flokk og Akadem- íuna sem hann hefur stjórnað til þess að komast í betra og persónu- legra samband við leikmennina. - Finnst þér að það hefði átt að vera búið að ráða fyrir löngu í þetta starf sem þú ert nú að taka að þér? “Já, það er ekki vafi. Þetta starf þekkist víðast erlendis hjá knatt- spyrnuþjóðum en það hefur þó þar miðast fyrst og fremst við meistara- flokk viðkomandi félags. Við göng- um skrefinu lengra hér hjá KR, ég er tengiliður allra þjálfara, stjórnar og leikmanna og sé auk þess um að fá leikmenn til félagsins í samstarfi við þjálfara, þ.e. að þeir hafi þann mannskap sem hann telur nauðsyn- legt til að ná árangri. Ég vona líka að ég geti komið með nýja vídd inn í félagið.” - Verður Akademían með svipuð- um hætti og í fyrravetur? “Við erum að skoða það mjög gaumgæfilega. Þetta byrjaði mjög vel í fyrra en svona margar æfingar og svona snemma á morgnanna gerir daginn mjög langan fyrir leik- mennina sem fara eftir æfingu í skólann. Að mínu mati var þetta of mikið enda hef ég heyrt að þetta hafi svolítið fjarað út þegar leið á veturinn, var erfiðara fyrir krakk- ana að fylgja þessari áætlun eftir og fá það besta út úr æfingunum. En við viljum gefa öllum sem við teljum hafa hæfileika og getu til þess að vera í Akademíunni tæki- færi til þess, en kannski færri í einu. Þannig getum við veitt hverj- um og einum meiri athygli, betra að vera með tvo 10 manna hópa en einn 20 manna.” Of margir líkir leikmenn - KR var í fallbaráttu allt síðasta sumar. Var þessi leikmannahópur sem var að spila fyrir KR í sumar ekki nógu góður eða nógu samstæð- ur til þess að KR gæti náð árangri, eða spiluðu einhver önnur atriði þar inn í? “Þessi hópur var alls ekki að “funkera”, úrslitin segja okkur það best. Það er eitthvað sem við vilj- um forðast næsta sumar og þess vegna erum við að leita að betri samsetningu leikmanna fyrir sumar- ið 2008. En það er oft erfitt að velja karaktera og finna út hvað hentar, en kannski næst betri árangur með því að fylgjast mun betur með leikj- um andstæðinganna. Ég tel að á síðasta sumri höf- um við KR-ingar verið með allt of marga líka leikmenn og ekki bætti úr skák að tímabilið fór mjög illa af stað og leikmenn virkuðu þungir og þreyttir og virtist skorta þenn- an neista sem þarf til að ná toppá- rangri. Ég var í þessu liði og ætla ekki að skorast undan ábyrgð, ég á jafn mikla sök á hvernig fór eins og hver annar sem leik með félag- inu. Það vantaði sterka og drífandi karaktera. Ég er bjartsýnn á að það gangi á næsta sumri, við erum með nýjan þjálfara þó svo Logi hafi tek- ið við liðinu seinni hluta sumars en hann gekk út frá því að nota eldri og reyndari leikmenn í stað þeirra yngri, en hann taldi þá eldri betur í stakk búna til að bjarga félaginu frá falli en hina yngri sem eru oft brot- hættari auk þess að vera reynslu- minni. Nú standa allir jafnir, hvort sem þeir eru 18 ára eða 36 ára!,” segir Rúnar Kristinsson, yfirmað- ur knattspyrnumála hjá KR, sem telur að kominn sé tími til að borg- aryfirvöld útvegi félaginu frekari aðstöðu til æfinga, enda sé félagið miðstöð félagslífs í Vesturbænum að flestra mati. Aukin æfingaað- staða gæti t.d. verið á uppfyllingu neðan Faxaskjóls eða Ægisíðu. Rúnar Kristinsson ásamt Loga Ólafssyni þjálfara meistaraflokks karla og Jónasi Guðna Sævarssyni er gengið var frá leikmannasamningi þess síðastnefnda við KR. KV á æfingu í Valsheimilinu, eða Vodafonehöll- inni eins og þessi glæsilega bygging heitir. Fyrir skömmu var gengið frá nokkrum samningum við leik- menn KR sem bæði eru að koma til félagsins og við þá leikmenn sem hafa framlengt samningi sín- um við félagið. Þeir leikmenn sem hafa fram- lengt samningi sínum við KR eru: Kristinn Magnússon út keppn- istímabilið 2010, Guðmundur R Gunnarsson út keppnistímabilið 2011, Stefán Logi Magnússon út keppnistímabilið 2011 og Björgólf- ur Hideaki Takefusa út keppnis- tímabilið 2008. Nýir leikmenn hjá félaginu eru: Guðjón Baldvinsson sem kemur frá Stjörnunni og skrifaði undir samning út keppnistímabilið 2012, Gunnar Örn Jónsson sem kemur frá Breiðabliki og skrifaði undir samning út keppnistímabilið 2011 og Grétar Sigfinnur Sigurðsson (kominn heim), sem hefur verið hjá Víkingi og skrifaði undir samn- ing út keppnistímabilið 2001. Í síðustu vikur var svo gengið frá samningi við Jónas Guðna Sævarsson sem hefur allan sinn feril verið í Keflavík og leikið með þeim 79 deildarleiki í efstu deild auk 18 leikja í 1.deild og 14 bik- arleikja. Hann var valinn í fyrsta sinn í landsliðshópinn í fyrra fyrir leik Íslands og Svíþjóðar og á að baki landsleiki með U21, U19 og U17. Gamla kempan og varnarjaxl- innn Þormóður Egilsson hefur ver- ið ráðinn til félagsins til að sinna séræfingum hjá meistaraflokknum og KR-Akademíunni og sjá til þess að leikmenn hafi KR blóð renn- andi í æðum ..... allir sem einn! Nýir leikmenn til KR

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.