Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.07.2015, Qupperneq 16

Fréttatíminn - 10.07.2015, Qupperneq 16
Ég vildi gera eitthvað „kreisí“ Ég er góð blanda af Íslendingi og Norðmanni María Þórisdóttir vakti athygli fyrir frammistöðu sína með norska landsliðinu á HM í knattspyrnu. Hún er dóttir Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í hand- bolta. María býr í bænum Klepp og lærir hjúkrunarfræði meðfram boltaspilinu. Hún reynir að heimsækja ömmu og afa á Íslandi á hverju ári. É g er mjög ánægð hvernig mér gekk sjálfri. En ég er ekki ánægð með að hafa tap- að fyrir Englandi. Það pirrar mig ennþá. Þær enduðu í þriðja sæt- inu, ég hefði viljað vera þar,“ segir María Þórisdóttir, hinn hálfíslenski fulltrúi okkar Íslendinga á HM í knattspyrnu kvenna á dögunum. María lék fyrir Noreg en hún hefur verið búsett þar í landi alla sína tíð. María er dóttir Þóris Hergeirssonar, Selfyssingsins sem fluttist ungur að árum til Noregs og skapaði sér nafn í handboltaheiminum. Þórir þjálfar nú norska kvenna- landsliðið í handbolta. Þurfti að hætta í hand- bolta María er 22 ára og býr í bænum Klepp í Suður-Nor- egi. Hún spilar með liðinu í bænum og voru þær í þriðja sæti efstu deildar áður en hlé var gert á deildarkeppninni vegna HM. María mætir aftur til æfinga á mánudag og keppni hefst í lok mánaðarins. Ferill Maríu sem knattspyrnu- kona hefur ekki verið samfelldur. „Ég var alltaf bæði í handbolta og fótbolta en eftir að ég fór á HM í fótbolta með U20 ára landsliðinu í Japan árið 2012 var ég rosalega leið á fótbolta. Ég vildi bara hætta. Ég valdi því handboltann en meiðsli í hnénu gerðu það að verkum að ég get ekki spilað handbolta hundrað prósent. Þá var ég flutt til Osló og spilaði í efstu deild en ég gat það ekki með þetta hné. Við spiluðum alltaf fótbolta í upphituninni og mér fór að finnast það skemmtilegt aft- ur. Í fyrra sneri ég mér svo aftur að fótboltanum. En ef þú hefðir sagt mér í febrúar eða mars að ég væri að fara að spila á HM í Kanada þá hefði ég aldrei trúað þér. Þetta gekk allt svo fljótt fyrir sig.“ María lék einmitt fyrsta lands- leik sinn fyrir Noreg fyrr á þessu ári. Það var á Algarve-mótinu. Svo skemmtilega vildi til að mótherjinn í þeim leik var Ísland. María og þær norsku mörðu sigur, 1-0. Býr 200 metra frá foreldr- unum Það er ekkert sældarlíf að vera knattspyrnukona í Klepp og María leggur stund á nám í hjúkrunar- fræði meðfram fótboltanum. Hún hefur lokið einu ári í náminu. „Það eru ekki mjög góð laun í boltanum hérna, maður verður að vinna. Ég tek að mér vinnu á hjúkrunarheim- ili hérna. Þeir hringja ef það vantar fólk,“ segir María. Hún flutti nýverið að heiman og kann því vel. „Ég er nýbúin að fá eig- in íbúð og bý alein. Ég er samt bara 200 metra frá mömmu og pabba.“ Svarar pabba á norsku Þú talar ágæta íslensku, alla vega miðað við manneskju sem hefur aldrei búið hér. Talið þið íslensku saman, þú og pabbi þinn? „Hann talar íslensku við okkur systkinin en við svörum honum á norsku. Það er orðið langt síðan ég talaði íslensku af einhverju viti. En nú er þjálfarinn minn hjá Klepp, Jón Páll, íslenskur og ég tala aðeins við hann á íslensku. Það er góð æfing.“ Ertu dugleg að heimsækja Ísland? „Já, við förum oftast einu sinni á ári. Núna er að vísu orðið langt síð- an ég fór síðast en ég ætla að reyna að koma í helgarferð í haust. Þá fer ég til Selfoss og heimsæki ömmu og afa og fjölskylduna sem er þar.“ Hvort álíturðu þig norska eða ís- lenska? „Ég er nú mest norsk en það er mjög gaman að vera svolítið íslensk líka. Ég er bara góð blanda, hálf og hálf.“ Nakin á skíðum María hefur vakið athygli í norskum fjölmiðlum eftir að hún var valin í landsliðið í fótbolta. Til að mynda hafa stórir miðlar á borð við VG sýnt því athygli að þessi hálfíslenska stelpa skuli spila fyrir Noreg. Áhugi þeirra minnkaði ekki þegar naskir blaðamenn grófu upp myndir á In- stagram-reikningi Maríu þar sem hún spókar sig um allsnakin á skíð- um. „Æ, maður er alltaf eitthvað að djóka,“ segir María þegar hún er spurð um þetta. „Ég var með vin- konunum í sumarbústað um páska og það var rosa gott veður. Ég vildi gera eitthvað „kreisí“ og bara tók þessa mynd,“ segir hún og hlær. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is María Þórisdóttir í norska landsliðsbúningnum. Hún er hálfur Norðmaður og hálfur Íslendingur en hefur alltaf búið í Noregi. Ljósmynd/Nor- dicPhotos/Getty Myndir á Instagram-reikningi Maríu hafa vakið athygli en þar spókar hún sig meðal annars um nakin á skíðum. 16 viðtal Helgin 10.-12. júlí 2015 Nýtt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.