Fréttatíminn - 10.07.2015, Side 44
44 heilsa Helgin 10.-12. júlí 2015
Heimildir:
Newall CA, Anderson LA, Philpson JD. Herbal Medicine: A Guide for
Healthcare Professionals. London, UK, The Pharmaceutical Press 2013.
Náttúrulegir ferðafélagar
Það getur verið vandasamt að pakka fyrir ferðalagið og oftar en ekki gleymum við einhverju. Hér
eru nokkrir hlutir sem fæstir pakka en sem ættu þó að vera í hverri ferðatösku.
Papaya
Á ferðalögum eigum við það til
að setja ofan í okkur mat sem við
erum ekki vön að borða heima
hjá okkur, eða of einsleitan
mat. Þetta veldur oft maga-
ónotum sem hægt er að taka
allskyns pillur við. Önnur leið
er að sleppa eftirréttum og fá
sér frekar dýrindis papaya eftir
hverja máltíð því þessi karabíski
ávöxtur er stútfullur af papain
ensímum sem örva meltingu og
róa magann.
Hafrar
Eftir langan dag á ströndinni,
sérstaklega ef húðin er dálítið
rauð, er gott og svalandi að fylla
baðkarið af volgu vatni og setja
eitt glas af höfrum í baðvatnið.
Þegar hafrarnir blotna í vatninu
byrja þeir að hafa mýkjandi áhrif
á húðina og klístruð blandan
gerir kraftaverk fyrir sólbrunna
húð.
Eucaliptus
Allir sem halda á suðrænar
slóðir ættu að hafa með sér
eitt lítið glas af eucaliptus olíu
í snyrtibuddunni. Einn dropi á
líkamann hjálpar til við að halda
moskítóflugunum frá en svo
er líka mjög sniðugt að dreifa
nokkrum dropum um hótelher-
bergið eða íbúðina því hitinn
magnar upp ilminn af olíunni og
heldur þannig moskítóflugunum
frá.
Kamilla
Kamilla er bólgueyðandi jurt
og hjálpar því til við að minnka
bólgur eftir hverskyns skor-
dýrabit. Þeir sem eru svo
óheppnir að vera alltaf stungnir
af moskítóflugum ættu að
sjóða kamilluseyði, geyma það í
kæliskápnum og setja það svo í
ískalda í bómull sem er svo lögð
á bitin til að minnka bólgur og
kláða.
Óreganó
Þeir sem eru hrifnari af sundi en
baðströnd í sumarfríum ættu að
íhuga að taka með sér einn poka
af þurrkuðu óreganói því það
er náttúruleg sveppavörn. Tíðar
sundferðir í erlendum laugum
þar sem hefðin er ekki að þrífa
sig áður en farið er ofan í bjóða
hættunni á fótsveppum heim
en óreganó-fótabað kvölds og
morgna getur unnið gegn þeim.
Engifer
Engiferrótin hefur frá örófi alda
verið þekkt fyrir sinn kröftuga
lækningamátt. Einn af hennar
undraverðu eiginleikum er að
hún vinnur á sjóveiki. Þeir sem
eiga það til að verða bílveikir
eða sjóveikir ættu því að taka
með sér engiferrót sem síðar
er hægt að gera soð úr, eða þá
engifer sem hefur verið sykrað
og sneitt niður í karamellur, með
í ferðalagið. -hh
Grasker
Þeir sem geta ekki sofið í fríinu
vegna stress eða vegna kvíða
yfir því að fríinu sé að ljúka ættu
að narta í graskersfræ. Þau
eru rík amínósýrum sem hjálpa
okkur að sofa betur.
Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is
w
w
w
.z
en
b
ev
.is
-
U
m
b
o
ð
: v
it
ex
e
h
f
ZenBev - náttúrulegt Triptófan
Melatónin
Vísindaleg sönnun á virkni
sjá vitex.is
Melatónín er talið minnka líkur
á blöðruhálskirtilskrabbameini
sjá vitex.is
Fæst í flestum apótekum og heilsubúðumHrein graskersfræ eða vörur sem innihalda þau hafa ekki sömu áhrif.
Tvær bragðtegundir
sítrónu og súkkulaði
Betri og dýpri svefn
úr graskersfræjum
Hausverkur Ekki þjást MigreLief
Mígreni.is
MigreLief fyrirbyggjandi fæðubótarefni fyrir fullorðna og börn
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
Njótum sólarinnar
áhyggjulaus með Piz Buin.
PIZ BUIN Allergy
n Ertu með viðkvæma húð eða
ert viðkvæm/ur fyrir sól –
engar áhyggjur með PIZ BUIN
n Góð vörn fyrir fólk með ljósa
húð sem viðkvæm er fyrir sól.
n Styrkir náttúrulega vörn húðar.
n Veitir vörn fyrir ofnæmisvið-
brögðum.
n Ofnæmisprófaðar.