Fréttatíminn - 31.07.2015, Blaðsíða 4
veður laugardagur sunnudagur mánudagur
StrekkingSvindur af n og na.
fremur kalt og rigning nv-til.
HöfuðborgarSvæðið: Sól með
köflum og þurrt.
lægir og Hlýnar. Styttir einnig
upp nv-til.
HöfuðborgarSvæðið: A-golA
og léttir til. HækkAndi Hiti.
gola eða Strekkingur af na.
víðaSt þurrt og bjart með köflum
HöfuðborgarSvæðið: Hæglátt,
Sólríkt og nokkuð Hlýtt
verslunarmannahelgin
ekkert bendir til umskipta og eins og svo oft
áður verður veður nokkuð breytilegt frá
degi til dags. framan af helginni mun enn
einn kuldpollurinn fara suður yfir landið.
Svalt verður, sérstaklega norðan- og norð-
vestantil og strekkingsvindur. eins kemur
til með að rigna þar fram á
laugardag. Að mestu verður
þurrt sunnan- og suðvestantil.
á sunnudag styttir upp fyrir
norðan og hlýnar heldur. á
mánudag er spáð fyrirtaks
sumarveðri með hita um
og yfir 15°C þegar best
lætur sunnan- og vestantil.
10
6 6
7
12
13
11 9
10
12
16
11 12
10
17
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
ÚTSALA
REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR | REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR
20-50%AFSLÁTTUR
25-35%
AFSLÁTTUR
STILLANLEG
RÚM
Verðdæmi
C&J stillanlegt heilsurúm með
infinity dýnu 2x80x200 cm.
Fullt verð kr. 558.000
ÚTSÖLUVERÐ KR. 390.600
25%
AFSLÁTTUR
GOLD – HEILSU-
RÚM
GOLD heilsurúm
Með Classic botni 160x200 cm.
ÚTSÖLUVERÐ KR. 114.675
Með Classic botni 180x200 cm.
ÚTSÖLUVERÐ KR. 123.675
Gafl ekki
innifalinn í verði
Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477
Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 og Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16
betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
20-50%
AFSLÁTTUR
SÆNGUR-
FATASETT
MARGAR GERÐIR
Fáanlegt
90x200 cm
120x200 cm
140x200 cm
160x200 cm
180x200 cm
SÍÐUSTU DAGAR!
Þ róunin hefur verið í þá átt að fleiri helgar en verslunarmannahelgin einkennast af miklum ferðalögum. Fyrsta helgin í júlí er einnig stór
ferðahelgi og hefur verið stærri en versl-
unarmannahelgin í einhverjum tilfellum,“
segir Einar Magnús Magnússon, kynn-
ingarstjóri hjá Samgöngustofu. Verslunar-
mannahelgin í ár verður þó án efa stór
ferðahelgi og segir Einar fulla ástæðu til
að minna ferðalanga á mikilvægi þess að
nota bílbeltin. „Þótt öryggisbeltin hafi fyrir
löngu sannað ágæti sitt og flestir ökumenn
noti þau er sá litli hópur ökumanna sem
ekki notar öryggisbelti hlutfallslega sá
vegfarendahópur sem er í mestri lífshættu.
Þetta sýna slysatölur undanfarinna ára og
rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að
allt að helmingur þeirra sem látið hafa lífið
í umferðinni á þessu ári hefðu lifað hefðu
þeir notað öryggisbelti.“ Aðspurður um
hvaða önnur atriði sé gott að hafa í huga
áður en lagt er í hann um helgina segir Ein-
ar Magnús að þolinmæðin sé án efa besti
ferðafélaginn. „Góða skapið og þolinmæðin
haldast í hendur, það er oftast þannig. Við
viljum einnig brýna fyrir mikilvægi þess að
ökumenn leggi ekki of snemma af stað heim
eftir skemmtun helgarinnar. Um það bil 20%
allra banaslysa í umferðinni eru af völdum
þess að ökumaður er undir áhrifum áfengis.
Oft eru áhrifin ekki mikil en afleiðingarnar
hins vegar mjög alvarlegar.“
umferðarþungi og veðurspá haldast í
hendur
Starfsmenn Samgöngustofu munu standa
vaktina um helgina og miðla upplýsingum
og leiðbeiningum til vegfarenda á Bylgj-
unni, Rás 1 og Rás 2. „Þegar ástæða þykir
til munum við leiðbeina ökumönnum og
svo verðum við með upprifjun fyrir okkur
öll varðandi eitt og annað sem getur tryggt
öryggi okkar enn betur,“ segir Einar
Magnús. Búist er við að umferðarþunginn
muni ráðast af veðrinu eins og oft áður. „Það
er samt alltaf stór hópur fólks sem mætir
á ákveðnar hátíðir sama hvernig veðrið er.
Það hafa reyndar verið svo örar breytingar
á veðri að maður þarf að vera í beinu sam-
bandi við veðurguðina til að vera viss.“ Veð-
urspáin lofar þó góðu heilt yfir og ekkert
bendir til umskipta og eins og svo oft áður
verður veður nokkuð breytilegt frá degi til
dags. „Góða veðrið og útihátíðirnar dreifast
jafnt um landið þannig búast má við nokkuð
jafnri umferð um allt land um helgina,“
segir Einar Magnús. „Straumurinn austur
í Landeyjahöfn mun þó aukast eftir því sem
líða fer á helgina.“
búið að vökva eyjuna
Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri
Herjólfs, var kominn í þjóðhátíðargírinn
þegar Fréttatíminn náði af honum tali í
gær, fimmtudag. „Við ákváðum að vökva
eyjuna aðeins í nótt en það er þurrt núna
og aðstæður að verða allar hinar glæsi-
legustu.“ Siglingar Herjólfs hafa farið vel af
stað og enn er eitthvað laust í dallinn yfir
helgina að sögn Gunnlaugs. Herjólfur mun
sigla alls 40 ferðir milli Landeyjahafnar
og Vestmannaeyja yfir helgina og gert er
ráð fyrir 530 farþegum í hverri ferð. Það
má því búast við rúmlega 20.000 farþegum
um helgina, að því gefnu að allir eigi miða
báðar leiðir. „Sem betur fer er það svo í
flestum tilvikum og við hvetjum fólk sem á
miða heim á þriðjudegi eða seinna að mæta
bara í sína ferð en ekki mynda biðröð við
höfnina í Vestmannaeyjum,“ segir Gunn-
laugur. Hann ráðleggur þjóðhátíðargestum
að leggja tímanlega af stað í Landeyjahöfn
og vera mætt tveimur tímum fyrir brottför.
„Það verður langur gangur frá bílastæðum
að afgreiðsluhúsinu og við hvetjum farþega
eindregið til að nýta sér strætósamgöngur
milli Reykjavíkur og Landeyjahafnar. Það er
lang einfaldast og þá þarf fólk heldur ekki
að hafa áhyggjur af því að blása fyrir lög-
regluna á mánudag.“
erla maría markúsdóttir
erlamaria@frettatiminn.is
Ferðalög Þolinmæðin besti FerðaFélaginn um helgina
Góða veðrið og umferðin
mun dreifast jafnt yfir landið
ein stærsta ferðahelgi sumarsins er gengin í garð og landsmenn streyma nú út úr bænum í
stríðum straumum. fjöldi útihátíða fer fram um allt land og mun sólin láta sjá sig á þeim öllum
á einhverjum tímapunkti. Búist er við að umferðarþunginn muni dreifast nokkuð jafnt yfir landið
um helgina.
einar magnús
magnússon,
kynningarstjóri
hjá Samgöngu-
stofu.
Góða veðrið
og útihá-
tíðirnar
dreifast jafnt
um landið
þannig
búast má við
nokkuð jafnri
umferð um
allt land um
helgina.
Verslunarmannahelgin er gengin í garð, ein mesta umferðarhelgi ársins, þar sem útihátíðir eru víða um land.
4 fréttir Helgin 31. júlí-2. ágúst 2015