Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.07.2015, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 31.07.2015, Blaðsíða 36
36 heilsutíminn Helgin 31. júlí-2. ágúst 2015 Gæði fara aldrei úr tísku Hitastýrð blöndunartæki Stílhrein og vönduð Í Rekstrarlandi aðstoða sérfræðingar okkar við rétt val á hjálparvörum við þvagleka en ávallt er um einstaklingsbundnar lausnir að ræða. Eitt mesta úrval af hjálparvörum sem í boði er við þvagleka er frá hinum vandaða danska framleiðanda Abena. Vörurnar fást í öllum stærðum og gerðum og búa yfir rakadrægni sem hæfir hverju tilfelli fyrir sig þannig að auðvelt er að finna lausn sem hentar hverjum og einum. Abena vörurnar eru flestar umhverfisvænar og framleiddar með það að markmiði að auka á þægindi notenda. Þær eru mjúkar viðkomu, þægilegar og umfram allt lítt áberandi. Skírteinishafar geta nú leitað beint til Rekstrarlands til þess að fá slíkar vörur afgreiddar auk þess sem við sjáum um að koma vörunum heim til notenda án aukakostnaðar. Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100www.rekstrarland.is Upplýsingar fást í síma 515 1100 eða á heilbrigdi@rekstrarland.is. REKSTRARLAND býður upp á hágæðavörur við þvagleka sem samþykktar eru af Sjúkratryggingum Íslands Vítamínin í túninu heima Fífill og arfi eru jurtir sem fæstir vilja sjá í görðunum sínum en þær eru nytsamlegri en margan grunar. Anna Rósa grasalæknir segir af nógu að taka þessa dagana á grasbölum og í fjallshlíðum landsins en stundum þurfi þó ekki að leita langt yfir skammt, garðarnir í Reykjavík séu líka fullir af nærandi plöntum sem gera okkur gott. Þ að er mjög gott að nota fífla­blöðin í salat,“ segir Anna Rósa sem er sérstaklega hrifin af túnfíflinum í matargerð. „Fífillinn er aðeins farinn að falla og blöðin því orðin örlítið beiskari en þau eru samt sem áður mjög bragð­ góð. Steikt fíflablöð með kryddi eru frábært meðlæti með hverju sem er, sjálf nota ég þau mikið með kjöti. Fíflablöðin eru mjög vatnslosandi og það er eitthvað sem allir vilja, sérstaklega eftir allar grillveislurn­ ar. Svo hefur sjálf fíflarótin hægða­ losandi áhrif og virkar vel gegn vindverkjum og almennum maga­ vandræðum. Ég tíni hana á haust­ in og blanda við fjallagrös til að búa til meltingartintúru. Svo eru fífla blómin sjálf, steikt upp úr smjöri og salti, ótrúlega góð, ekkert beisk og minna töluvert á sveppi.“ C-vítamínríkur haugarfi „Annað sem er mjög sniðugt að nota núna er venjulegur haugarfi,“ segir Anna Rósa. „Arfinn er ofsa­ lega mildur og bragðgóður og því algjör snilld í öll salöt auk þess sem hann er mjög ríkur af vítam­ ínum. Það er um að gera að tína nóg af honum og búa til arfapestó sem geymist vel í nokkra daga í ísskápnum. Svo mæli ég með því að fólk fari niður í fjöru og tíni skarfakál sem er stútfullt af C­vít­ amíni og afskaplega gott í salöt. Það er á mismunandi stigi en best er auðvitað að nota sem nýlegust blöð í salatið.“ Spánarkerf- ilfræ, birkilauf og blóðberg „Núna er nóg af spánarkerfli í görðunum í Reykjavík og það er mjög sniðugt að safna saman fræjunum af honum, sem eru með lakkrískeim, og nota sem krydd í mat eða salöt. Þau eru best fersk og ég mæli sérstaklega með því að setja þau fersk í eplapæ eða hvers kyns sæta eftirrétti. Svo er auðvi­ tað tími núna til að tína blóðberg og birkilauf sem hægt er að þurrka og nota í te eða sem krydd. Mér finnst blóðbergið til dæmis ómissandi á lambakjötið.“ ­hh Steikt fíflablöð að hætti Önnu Rósu: 2 bollar túnfíflablöð 2/3 dl jómfrúarolía 1/2 ferskur chili, fræhreinsaður 3 hvítlauksrif 2 cm engiferrót Allt steikt saman á pönnu og notað sem meðlæti með hverju sem er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.