Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.07.2015, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 31.07.2015, Blaðsíða 34
20 afsláttur /00 RayBan umboðið á Íslandi fyrir helgina Áður en haldið er á útihátíð um verslunarmannahelgi er mikil- vægt að búa sig vel. Tískan spilar þó óneitanlega inn í þó einnig sé mikilvægt sé að klæða sig eftir veðri. En er einhver munur á tískunni eftir útihátíðum? Fréttatíminn kannaði málið. Vestmannaeyjar Samkvæmt nýjustu spám verður besta veðrið í Eyjum í ár. Brekkan í Dalnum getur þó orðið ansi drullug og því er ráðlegt að eiga góðar pollabuxur. Ef marka má helstu tískulöggur Dalsins er maður ekki gjaldgengur á Þjóðhátíð nema að eiga að minnsta kosti þrjár flíkur merktar 66° Norður. Brúsi sem hægt er að geyma um hálsinn er einnig nauðsynlegur staðalbúnaður fyrir helgina. Búningakeppni er ómiss- andi hluti af Þjóðhátíð og er orðið á götunni að all nokkrar Elsur muni láta sjá sig í Dalnum í ár. Reykjavík Útihátíðir eru ekki fyrir alla, það er bara þannig. Á tónlistarhátíðinni Innipúkanum verður að finna bland af hipphoppi, reggí- og indítónlist svo búast má við fyrsta flokks hippsterum á hátíðina í ár og líklega verður tekin forskot á þá tísku sem mun einkenna haustið í höfuðborginni. Ísafjörður Réttur klæðnaður og útbúnaður skiptir sköpum ef ná á árangri á Evrópumeistaramótinu í mýrarbolta. Teipaðir takkaskór eru algjör nauðsyn og þægilegur fatnaður er mikilvægari en einhverjar merkjavörur. Um leið og flautað verður til leiks munu fötin hvort sem er ekki sjást fyrir drullu, en það er líka skemmtilegast við mýrarboltann! Neskaupstaður Fjölskyldustemning eins og hún gerist best mun einkenna Neistaflug í Neskaupstað. Gúmmístígvél, gallabuxur og lopapeysa á börnin, mömmu, pabba, ömmu og afa. Svo fara allir saman á sveitaball. Mismunandi útihátíðatíska? Akureyri Akureyri mun einkennast af tvenns konar týpum þessa helgina: Landsbyggðarhippsterum í ponsjóum eða vönduðum ullarklæðnaði og Hunter stígvélum, eða keppnismanneskjum í íþróttaklæðnaði frá toppi til táar. Ástæðan? Tveir stórir viðburðir fara fram í bænum um helgina: Ein með öllu og Unglingalandsmót UMFÍ. M yndir/G etty/Shutterstock 34 verslunarmannahelgin Helgin 31. júlí-2. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.