Fréttatíminn - 31.07.2015, Blaðsíða 22
Ef þú hleypur 10 kílómetra notarðu
jafnmikla orku og þarf til að hafa kveikt
á einum ljósastaur í átta klukkustundir
Opið 10-17 alla daga til 30. ágúst.
Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir
Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli
og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum.
Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum
orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi.
Líttu við í sumar.
ég að keyra heim seint um kvöldið og
það munaði engu að ég sofnaði undir
stýri. Ég var með alla glugga opna og
tónlistina í botni til að reyna halda mér
vakandi, því ég fann að þetta var að
hellast yfir mig, en svo rétt náði ég að
beygja út af veginum áður en ég stein-
sofnaði. Ég sofnaði þarna úti í kanti og
vaknaði nokkrum mínútum seinna með
orku til að keyra heim, en þegar þessi
köst koma þá sofna ég oftast ekkert svo
lengi, frá nokkrum sekúndum í nokkr-
ar mínútur og þá líður mér eins og eftir
margra tíma svefn.“
Léttir að fá greininguna
„Ég fann fyrir gífurlega miklum létti
þegar ég fékk loks greininguna en
þetta ferlið áður en ég var greind var
bara ömurlegt, “ segir Eva en það var
ekki fyrr en þremur árum eftir fyrstu
læknisskoðunina árið 2011 sem hún
var loks send í svefnprufur á Land-
spítalanum. Eftir tvær svefnrann-
sóknir var hún greind með dróma-
sýki. „Ég var sofandi í 4 ár og auk
þess að þurfa að takast á við það þá
var ég mjög pirruð yfir greiningarferl-
inu. Mér var alltaf bara sagt að leggja
mig, taka vítamín, halda svefnskýrslu
og taka svefnvenjurnar föstum tök-
um. Enginn áttaði sig á því að ég réð
bara alls ekkert við þetta. Það getur
enginn ímyndað sér hversu erfitt
Eva sofandi á milli tíma í Versló. Hún segir vinkonur sínar hafa
hjálpað sér gífurlega mikið í gegnum þessi erfiðu ár og að
húmorinn hafi verið þeirra helsta vopn. „Þær sýndu mér alltaf
fullan skilning og gátu alltaf fengið mig til að hlæja að annars
erfiðum aðstæðum. Þær hjálpuðu mér að sjá erfiðleikana í nýju
og bjartara ljósi. Ég veit ekki hvar ég væri án þeirra.“
Það getur
enginn
ímyndað sér
hversu erfitt
þetta er, allir
líta á svefn
sem eitthvað
gott svo það
er skrítið
að reyna
að útskýra
það hversu
óþægilegt
þetta er.
22 viðtal Helgin 31. júlí-2. ágúst 2015