Fréttatíminn - 31.07.2015, Blaðsíða 11
Kókoshnetuolía inniheldur hátt hlutfall af lárinsýru,
eykur upptöku og nýtingu á omega 3 og 6 tusýrum, bætir meltingu, örvar brennslu,
styrkir ónæmiskerð, er græðandi, sótthreinsandi og góð fyrir liði, húð og hár.
Njóttu þess að borða heilnæma og ölbreytta fæðu sem er líka holl fyrir budduna.
Það er heilbrigð skynsemi.
Kókoshnetuolía
Kaldpressuð/jómfrúar
Upplögð
• í þeytinginn
• í grautinn
• í baksturinn
• til að smyrja bökunarform
• í te og kaffi
• til inntöku ein og sér, t.d. 1–2 msk daglega
Bragð- og lyktarlaus
Upplögð
• þegar kókosbragðs er ekki óskað
• til steikingar á kjöti, fiski og grænmeti
• til að poppa popp
• til að smyrja bökunarform
• út í te og kaffi
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Heimurinn syrgir Cecil
Dráp bandaríska tannlæknisins Walter
James Palmer á ljóninu Cecil vakti heims-
athygli í vikunni. Palmer og aðstoðarmenn
hans lokkuðu ljónið með dýrshræi út úr
heimkynnum sínum í Hwange þjóðgarð-
inum í Zimbabwe, þar sem ólöglegt er að
veiða, og skutu það með riffli eftir 40 tíma
eltingaleik eftir að hafa sært það með
boga. Cecil var svo afhöfðaður og fláður.
Búið er að handtaka leiðsögumanninn og
landeigandann sem aðstoðaði við veiðina.
Tannlæknirinn, sem er einn hataðasti
maður jarðar á samfélagsmiðlum, hefur
ekki enn gefið sig fram.
640% fleiri áfengisleyfi
Á 22 árum fjölgaði vínveitingaleyfum á
Íslandi um 640%. Árið 1992 voru leyfin
134 en í október árið 2014 voru leyfin
orðin 857.
313 hafa sagt upp störfum
313 starfsmenn Landspítala hafa sagt upp
starfi sinu lausu frá því að verkföll hófust.
Þar af er 260 hjúkrunarfræðingar.
26 gæsir dauðar
26 gæsir drápust í vikunni eftir að öku-
maður á leið í gegnum Blönduós keyrði inn
í miðjan gæsahóp.
Vikan sem Var
Plain Vanilla til
New York
Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri
Plain Vanilla, staðfesti í samtali við
Viðskiptablaðið að leikjaframleið-
andinn muni opna skrifstofu í New
York. Þorsteinn segir að ákveðið
hafi verið að opna skrifstofuna þar
sem fyrirtækið er að leggja meiri
áherslu á sölu- og markaðsstarf í
Bandaríkjunum.
Fleiri hluta-
félög – færri
gjaldþrot
Nýskráningum einkahlutafélaga
síðustu 12 mánuði, frá júlí 2014 til
júní 2015, hefur fjölgað um 11% sam-
anborið við 12 mánuði þar á undan,
að því er Hagstofa Íslands greinir
frá. Alls voru 2.173 ný félög skráð á
tímabilinu. Mest er fjölgun nýskrán-
inga í flokknum Byggingastarfsemi
og mannvirkjagerð, 48% á síðustu
12 mánuðum.
Gjaldþrot einkahlutafélaga síð-
ustu 12 mánuði, frá júlí 2014 til júní
2015, hafa dregist saman um 12%
samanborið við 12 mánuði þar á
undan. Alls voru 744 fyrirtæki tek-
in til gjaldþrotaskipta á tímabilinu.
Gjaldþrotum í flokknum framleiðsla
hefur fækkað mest, eða um 24% á
síðustu 12 mánuðum.
Alls bjuggu 330.610 manns á Íslandi
í lok annars fjórðung ársins, 166.170
karlar og 164.440 konur. Lands-
mönnum fjölgaði um 870 á ársfjórð-
ungnum. Erlendir ríkisborgarar
voru 25.090 og á höfuðborgarsvæð-
inu bjuggu 212.120 manns, að því er
Hagstofa Íslands greinir frá.
Á 2. ársfjórðungi 2015 fæddust
1.050 börn, en 540 einstaklingar
létust. Á sama tíma fluttust 350
einstaklingar til landsins umfram
brottflutta. Brottfluttir einstakling-
ar með íslenskt ríkisfang voru 120
umfram aðflutta, en aðfluttir erlend-
ir ríkisborgarar voru 470 fleiri en
þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri
karlar en konur fluttust frá landinu.
Noregur var helsti áfangastaður
brottfluttra íslenskra ríkisborgara
en þangað fluttust 170 manns á 2.
ársfjórðungi. Til Danmerkur, Nor-
egs og Svíþjóðar fluttust 480 ís-
lenskir ríkisborgarar af 680 alls. Af
þeim 570 erlendu ríkisborgurum
sem fluttust frá landinu fóru flestir
til Póllands, 140 manns.
Flestir aðfluttir íslenskir ríkis-
borgarar komu frá Danmörku,
140, frá Noregi komu 120 og 100
FólksFjöldi landsmönnum Fjölgaði um 870 á öðrum ársFjórðungi
Yfir 330 þúsund íbúar á Íslandi
Lands-
mönnum
fjölgaði
um 870 á
öðrum árs-
fjórðingi.
Tveir þriðju
íbúa lands-
ins búa á
höfuðborg-
arsvæðinu.
frá Svíþjóð, samtals 360 manns
af 550. Pólland var upprunaland
flestra erlendra ríkisborgara en
þaðan fluttust 340 til landsins af
alls 1.050 erlendum innflytjend-
um. Litháen kom næst, en þaðan
fluttust 60 erlendir ríkisborgarar
til landsins.
fréttir 11 Helgin 31. júlí-2. ágúst 2015