Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.07.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 31.07.2015, Blaðsíða 8
B rakið sem fannst á eyjunni Reunion í Indlands-hafi á miðvikudag verður flutt til Frakklands þar sem rannsakað verður hvort það sé hluti af flaki Boeing 777 vélarinnar MH370 sem hvarf í mars í fyrra. Alls er 239 manns saknað og hafa ættingjar þeirra barist ötullega fyrir því að leitinni að vélinni verði haldið áfram svo skýringar megi finna á flugslysinu. Fyrstu rannsóknir á brakinu benda til þess að hið tveggja metra langa stykki sem fannst sé að öllum lík- indum úr Boeing 777, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkissjónvarpsins, BBC. Eina vél þeirrar tegundar sem týnst hefur yfir opnu hafi er flug Malaysian Airlines, MH370. Rannsóknarteymi og fulltrúar ríkisstjórnar Malasíu eru á leið til Reunion eyju og annað teymi til Toulouse í Frakklandi þar sem brakið verður rannsakað því Reu- nion er undir frönskum yfirráðum og er um 370 km aust- ur af Madagascar, fyrir utan austurströnd Afríku. Haft er eftir forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, að fundurinn væri í samræmi við rekkenningu sem malas- íska rannsóknarteymið hefði sett fram. Hann hét því að allar upplýsingar yrðu gerðar opinberar um leið og þær bærust og jafnframt lofaði hann ættingjum hinna látnu flugfarþega að gefast ekki upp. Sami maður og fann brakið fann jafnframt leifar af ferðatösku á sömu slóðum en ekki hefur verið skýrt frá því hvort ferðataskan sé úr hinni horfnu vél. Vélin var á leið frá Kuala Lumpur til Beijing þegar hún hvarf. Helmingur farþega voru kínverskir ríkisborgarar. Hópur ættingja frá Kína sendi frá sér yfirlýsingu eftir fundinn þar sem þeir lýstu óskum sínum um að brakið yrði greint með 100% vissu og að þeir vildu að leitinni yrði áfram haldið. Miklar vangaveltur hafa verið um hvarf flugvélarinnar sem lýst hefur verið sem einni mestu ráðgátu flugsög- unnar. Þótt farþegar séu nú opinberlega taldir af halda sumir ættingjar enn í vonina um að einhver finnist á lífi. BBC hefur eftir Jacquita Gonzales, eiginkonu eins áhafnarmeðlims, að fréttirnar um brakfundinn hafi ver- ið tvíbentar. „Hluti af mér vonar að þetta sé [MH370] þannig að ég geti fundið frið og jarðsett manninn minn en hinn hlutinn segir: „Nei, nei, nei,“ vegna þess að það er enn von.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  ErlEnt Brak úr flugvél fannst á Eyju í IndlandshafI Er mesta ráðgáta flug- sögunnar að leysast? Tveggja metra stykki úr flugvél, sem talið er líklegt að sé úr Boeing 777, fannst á eyju í Indlands- hafi á miðvikudag. Eina Boeing 777 sem horfið hefur yfir hafi er vél Malaysian Airlines, MH370, og því líklegt að brakið sé úr henni. Það er nú á leið til Frakklands þar sem það verður rannsakað og vonast ættingjar hinna látnu farþega eftir því að hægt verði að lýsa því yfir með fullri vissu að það sé úr hinni týndu vél. Brakið sem fannst á eyjunni Reunion í Indlandshafi á miðviku- dag er talið vera hluti af væng Boeing 777 flugvélar - sem er sama gerð og horfna vélin MH370. Ljósmynd/NodicPhotos BrAk flugvélAr fAnnSt í InDlAnDShAfI kínA Beijing leitarsvæði km2 Brak fundið reunion Eyja ÁStAlíA MAlASíA Síðasta þekkta staðsetning kúala lúmpÚr 120.000 Brak sem fannst í Indlandshafi er talið vera af vélinni sem hvarf í mars 2014, Mh370. Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla z Ártíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla n Árstíðarbundinn lager n Lager n Sumar-/vetrarv r r Frystigeymsla nKæligeymsla n i til ri lengri tíKlettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gám aleiga Er gám ur lausnin fyrir þig? Búslóðageym sla z Ártíðabundinn lager z Lager z Sum ar-/vetrarvörur Frystgeym sla z Kæligeym sla z Leiga til skem m ri eða lengri tím a Við getum líka geym t gám inn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND lpigamar.is l örðum 5, 1 4 Reykjavík | stolpi@stolpigamar.i 8 fréttir Helgin 31. júlí-2. ágúst 2015 11 kg2 kg 5 kg 10 kg Smellugas er einfalt, öruggt og þægilegt! Gas fyrir grillið, útileguna og heimilið Vinur við veginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.