Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.07.2015, Side 34

Fréttatíminn - 31.07.2015, Side 34
20 afsláttur /00 RayBan umboðið á Íslandi fyrir helgina Áður en haldið er á útihátíð um verslunarmannahelgi er mikil- vægt að búa sig vel. Tískan spilar þó óneitanlega inn í þó einnig sé mikilvægt sé að klæða sig eftir veðri. En er einhver munur á tískunni eftir útihátíðum? Fréttatíminn kannaði málið. Vestmannaeyjar Samkvæmt nýjustu spám verður besta veðrið í Eyjum í ár. Brekkan í Dalnum getur þó orðið ansi drullug og því er ráðlegt að eiga góðar pollabuxur. Ef marka má helstu tískulöggur Dalsins er maður ekki gjaldgengur á Þjóðhátíð nema að eiga að minnsta kosti þrjár flíkur merktar 66° Norður. Brúsi sem hægt er að geyma um hálsinn er einnig nauðsynlegur staðalbúnaður fyrir helgina. Búningakeppni er ómiss- andi hluti af Þjóðhátíð og er orðið á götunni að all nokkrar Elsur muni láta sjá sig í Dalnum í ár. Reykjavík Útihátíðir eru ekki fyrir alla, það er bara þannig. Á tónlistarhátíðinni Innipúkanum verður að finna bland af hipphoppi, reggí- og indítónlist svo búast má við fyrsta flokks hippsterum á hátíðina í ár og líklega verður tekin forskot á þá tísku sem mun einkenna haustið í höfuðborginni. Ísafjörður Réttur klæðnaður og útbúnaður skiptir sköpum ef ná á árangri á Evrópumeistaramótinu í mýrarbolta. Teipaðir takkaskór eru algjör nauðsyn og þægilegur fatnaður er mikilvægari en einhverjar merkjavörur. Um leið og flautað verður til leiks munu fötin hvort sem er ekki sjást fyrir drullu, en það er líka skemmtilegast við mýrarboltann! Neskaupstaður Fjölskyldustemning eins og hún gerist best mun einkenna Neistaflug í Neskaupstað. Gúmmístígvél, gallabuxur og lopapeysa á börnin, mömmu, pabba, ömmu og afa. Svo fara allir saman á sveitaball. Mismunandi útihátíðatíska? Akureyri Akureyri mun einkennast af tvenns konar týpum þessa helgina: Landsbyggðarhippsterum í ponsjóum eða vönduðum ullarklæðnaði og Hunter stígvélum, eða keppnismanneskjum í íþróttaklæðnaði frá toppi til táar. Ástæðan? Tveir stórir viðburðir fara fram í bænum um helgina: Ein með öllu og Unglingalandsmót UMFÍ. M yndir/G etty/Shutterstock 34 verslunarmannahelgin Helgin 31. júlí-2. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.