Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.07.2015, Page 31

Fréttatíminn - 31.07.2015, Page 31
Sjá uppskriftir á www.wewalka.is og facebook.com/Godgaeti. Sól, suma r &grillaða r pítsur Það er ekkert mál að grilla pítsur með Wewalka deigunum. Engin þörf á sérstökum steini, bara skella á grillið og bragðið af sumri er innan seilingar. kjól en við eigum í stökustu erfið- leikum með að staðsetja í tíma hvenær kákakusgerillinn var allra meina bót, hvenær allir þjáðust af candidasveppum eða hvenær skyndilega og upp úr þurru var meinhollt og lífsnauðsynlegt að borða súkkulaði. Ástæðan er líklega sú að þetta eru allt birtingarmyndir sömu kenningar. Hún heldur því fram að maðurinn sé fallinn vera og búi í spilltum heimi; að hann hafi afvegaleiðst og týnt og glatað kunn- áttu sinni um hið góða líf. Margar birtingarmyndir um spilltan heim Ein birtingarmyndin getur verið sú að manninum standi ógn af heiminum sem er fullur af eitur- efnum sem spilli meltingunni, dragi úr honum allan þrótt og rugli einbeitinguna. Þegar Louis Pasteur gat útskýrt hvernig bakteríur og gerlar gátu spillt mat ýtti það mjög undir slíkar kenningar og það liðu aðeins örfá ár áður en John Harvey Kelloggs hafði fundið upp kornflex- ið, hreina og sterílíseraða fæðu, og sett fólk á stólpípu á heilsuhælum til að hreinsa út eitrið sem hafði sloppið inn. Önnur birtingarmynd kenn- ingarinnar er að sagan hafi spillt manninum svo að hann þekki ekki lengur hvað honum er nauðsynlegt og þarft. Maðurinn geti ekki lifað góðu lífi án tiltekinnar kornteg- undar sem því miður er aðeins ræktuð á takmörkuðu svæði hátt upp í Andesfjöllum. Aðeins fólkið á því afskekkta svæði hafði varðveitt þessa þekkingu og verndað kornið dýrmæta frá gleymsku og glötun. Þar til að einhver heilsuvörufram- leiðandinn fann það og flutti til Vesturlanda þar sem hillurnar í heilsubúðunum svigna undan því. Þriðja birtingarmyndin er að þróunin vinni gegn eðli mannsins. Maðurinn sé í mesta lagi safnari og veiðimaður en þó fyrst og fremst api þótt hann láti eins og hann sé konungur iðnbyltingarinnar. Þessi derringur er að gera út af við mann- inn. Þótt maðurinn sé api í jakkaföt- um þá er hann fyrst og síðast api og ætti að borða sem slíkur. Þar sem apar kunna ekki að fara með eld ætti maðurinn heldur ekki að hita matinn sinn heldur að borða hann hráan. Sá sem eldar sýður burt öll þau efni sem hann þarf helst á að halda. Skilningsleysi Evrópu á banda- rískum kenningum Þessar kenningar hafa hingað til helst haft áhrif á hegðun fólks á þeim menningarsvæðum þar sem iðnvæðing matarins hefur náð lengst; Bandaríkjunum, Bretlandi, Norðurlöndum og Íslandi. Ástæðan má vera sú að iðnaðarmaturinn í stórmörkuðunum geri fólki svo illt að það leiti allra lausna til að líða betur. En ástæðan getur líka verið sú að fólk á þessum svæðum getur síður stutt sig við hefðbundna mat- argerð eins og raunin er til dæmis í Frakklandi og Grikklandi, á Spáni og Ítalíu. Þessi lönd voru lengi vel svo vel varin fyrir matarkenningum nýald- ar að lengi gat verið snúið að vera grænmetisæta í þessum löndum þótt framboðið á mat úr grænmeti sé óvíða meira en einmitt í þessum löndum. En það þekktist lítt að fólk neitaði sér alfarið um að borða fisk eða kjöt. Kannski vegna þess að það tíðkaðist heldur ekki að fólk borðaði yfir sig af kjöti. Það getur fólk gert í þýska eldhúsinu, enda eru margar grænmetisætur þar. Og svona er þetta að sumu leyti enn. Þótt evrópskar stórborgir séu æ ameríkanseraðri þá er fátítt utan þeirra að rekast á veitingastaði sem einhæfa sig í grænmetisréttum eða að framboðið sé aðlagað að matarkenningum nýaldar. Þegar Ameríkani biður um sojamjólk í kaffið sitt mætir honum skilnings- vana augnaráð. Hvers vegna ætti nokkur að vilja setja soð af soja- baunum í kaffið sitt? Geturðu útbúið Lorraineböku en sleppt beikoninu? Hvers vegna ætti ég að gera það? Beikonið er lykilatriði í bökunni. Viltu ekki líka taka pákuna úr þriðju sinfóníu Beethovens? Eins og oft þegar ólíkir menn- ingarstraumar mætast grasserar fullkomið skilningsleysi á mörkum hugmynda bandaríska iðnaðar- og einstaklingsmiðaða eldhússins og evrópska handverks- og hefðareld- hússins. Annað virðir ekki grunnfor- sendur hins. Bandarískar hugmyndir Flestar seinni tíma kenningar um hollustu og óhollustu einstakra hráefna eða eldunaraðferða eru sprottnar úr bandarískum hug- myndaheimi, eiga reyndar flestar lögheimili í Kaliforníu. Í Banda- ríkjunum náði iðnvæðing matarins lengst og því skiljanlegt að þar hafi fólk leitað andsvara víðast og ákafast. Með iðnvæðingunni varð ekki aðeins til fjöldaframleiddur matur heldur líka sú hugmynd að matur sé fremur innihaldið en útkoman; að það séu einstök efni sem virki á okkur fremur en samhengið. Innihaldslýsing er af- kvæmi iðnvæðingar matarins. Það dettur engum hefðarsinna að lýsa mat sem 35 prósent kolvetni, 40 prósent próteini og 25 prósent fitu. Hugmyndin um að tiltekin hráefni geti skaðað okkur eða frelsað hvílir því á iðnaðarlegri sýn á mat. Það er víða þekkt að viss hráefni eða réttir geti hresst okkur við en slík trú er á allt öðrum skala en lífslausnar- kenningar síðar tíma. Lengst af náðu þær hugmyndir ekki að hafa teljandi áhrif á matar- venjur þeirra þjóða Evrópu sem búa að ríkustu matarhefðunum. En matseðilinn á veitingahúsinu í litla þorpinu í Andalúsíu, sem ég nefndi í upphafi, bendir til að þetta kunni að vera að breytast. Það er í raun stór- merkilegt að bandarískar hugmynd- ir um hollustu nái inn að torgarmiðju í fámennu þorpi í hjarta Andalúsíu, landi sem býr að frábærri og fjöl- breytilegri matarhefð. Það er í raun heimsfrétt. Þriðja birtingarmynd- in er að þróunin vinni gegn eðli mannsins. Maðurinn sé í mesta lagi safnari og veiði- maður en þó fyrst og fremst api þótt hann láti eins og hann sé konungur iðnbylting- arinnar. matartíminn 31 Helgin 31. júlí-2. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.